Fréttablaðið - 09.12.2015, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 09.12.2015, Blaðsíða 22
Á upplýsingavef sínum um þróunarmál þann 9. júní 2013 birti Þróunarsamvinnustofnun Íslands palladóm um kennslu- bókina „Ríkar þjóðir og snauðar“ en undirritaður er höfundur hennar. Í umfjölluninni um bókina á vef- síðunni „Pressan/Eyjan“ eru margar rangfærslur auk ummæla sem vega að starfsheiðri mínum sem námsbókar- höfundar og kennara. Í pistlinum segir fulltrúi Þróunar- samvinnustofnunar mig hafa skrifað kennslubók um þróunarlönd þar sem ég forðist að ræða um ólæsi, skort á hreinu vatni, sjúkdóma og annað sem einkennir samfélög þar sem unnið er að þróunarsamvinnu. Því er haldið fram að í bókinni sé ekki fjallað um aðstæður fólks í þróunarlöndum heldur reyni ég sem höfundur bókar- innar að fá nemendur til að komast að þeirri niðurstöðu að þróunarsam- vinna geri ekkert gagn. Ég er ásakaður um að eiga þátt í að stuðning skorti við þróunarsamvinnu hér á landi. Yfirskrift greinarinnar er „Áróður í skólum gegn þróunarsamvinnu“ Pistilinn skrifar útgáfu- og kynningarstjóri stofnunar- innar og er greinin hluti af vinnufram- lagi hans fyrir stofnunina enda skrifuð undir nafni hennar. Skrifum útgáfu- og kynningastjórans var fylgt eftir í RÚV í þættinum „Sjón- mál“ en þátturinn bar undirheitið „Úrelt námsefni sumra framhalds- skóla“. Þar talaði útgáfu- og kynningar- stjórinn fyrir munn Þróunarsamvinnu- stofnunar, endurtók margt af því sem hann hafði áður skrifað og benti á að kennslubókin „Ríkar þjóðir og snauðar“ væri enn notuð í framhaldsskólum. Í næsta þætti var síðan rætt við deildar- stjóra í menntamálaráðuneytinu um eftirlit með námsefni í skólum. Hátt var reitt til höggs til að stöðva þann áróður sem undirritaður er sagður stuðla að. Fjallað um aðstæður fólks Bókin „Ríkar þjóðir og snauðar“ kom fyrst út árið 2002. Hún er 158 bls. en á vef Þróunarsamvinnustofnunar eru tekin dæmi af sex blaðsíðum og alhæft út frá þeim. Efnistök bókarinnar fylgja áfangalýsingu í félagsfræði þróunar- landa í Aðalnámskrá framhaldsskóla (1999). Í henni er því vitaskuld fjallað um ólæsi, skort á hreinu vatni, sjúk- dóma og aðrar áskoranir þróunar- landa. Eins og aðrar félagsfræðibækur, en þvert á fullyrðingar Þróunarsam- vinnustofnunar, þá fjallar bókin fyrst og fremst um aðstæður fólks. Í bókinni er hvorki rekinn áróður fyrir þróunar- samvinnu né gegn henni. Hún endur- speglar einungis samfélagslega og fræðilega umræðu og á þeim blað- síðum sem fjallað er um á vef Þróunar- samvinnustofnunar er kynnt þekkt gagnrýni á þróunarsamvinnu. Án slíkrar umræðu hefði bókin ekki upp- fyllt þá gagnrýnu umræðu sem krafist er í félagsfræði. Í bókinni er fjallað um öll þau við- fangsefni sem haldið er fram að skorti og rækilega bent á að Íslendingar verji mun minna fé til þróunarsamvinnu en nálægar þjóðir. Þar segir m.a. um þróunarsamvinnu „að ekki beri að lasta það hjálparstarf sem opinberar stofnanir vinna hér á landi“ (51) og að ekki eigi að leggja „árar í bát heldur reyna að læra af þeim mistökum sem hafa verið gerð (138)“. Ljóst er að starfs- menn stofnunarinnar höfðu ekki lesið bókina þegar greinin var skrifuð. Það er mál Gunnars Salvarssonar að koma fram í útvarpsþætti og ráð- ast að verkum undirritaðs og það er mál þáttarstjórnanda „Sjónmáls“ að kanna aðeins eina hlið á umfjöllunar- efni þáttar. Það er hins vegar ábyrgð Þróunarsamvinnustofnunar Íslands þegar hún greiðir fyrir grein þar sem ráðist er að tilteknum einstaklingi og hans verkum, birtir hana á vef sínum og veitir henni skjól og styrk undir nafni stofnunarinnar. Ekki sæmandi slíkri stofnun Í lýðræðissamfélagi er mikilvægt að einstaklingar njóti verndar ríkisvalds- ins. Ef stoðir samfélagsins vernda ekki mannréttindi getur lýðræðið snúist upp í andhverfu sína og orðið tæki þeirra sem hafa völdin í samfélaginu. Undirritaður hefur nú í rúm tvö ár reynt að fá stofnunina til að biðjast afsökunar á málflutningi sínum. Það hefur ekki borið árangur þar sem stofn- unin telur sig hvorki bera lagalega né siðferðilega ábyrgð á því efni sem hún birtir. Þróunarsamvinnustofnun Íslands gegnir ábyrgðarmiklu og mikilvægu hlutverki. Ég hlýt því að vona að stofn- unin sýni meiri vandvirkni og metnað í þróunarverkefnum sínum en hún hefur gert í greinarskrifum um mig. Opinber stjórnsýslustofnun hlýtur að bera siðferðilega ábyrgð á því sem sett er fram í hennar nafni. Það er ekki sæmandi slíkri stofnun að neita að bera ábyrgð á óvönduðum vinnubrögðum, röngum fullyrðingum og meiðandi ásökunum sem settar eru fram undir hennar nafni. Vonandi er Þróunarsam- vinnustofnun Íslands undantekning frá góðri stjórnsýslu í íslensku samfélagi. Þróunarsamvinnustofnun Íslands meiðir Eins og gjarnan á aðventu fer nú fram mikil umræða um samskipti kirkju og skóla. Sitt sýnist hverjum, en oft virðast menn ekki gera sér grein fyrir hversu sterk tengsl skóla, kirkju og fræðslu eru í sögulegu samhengi hér á landi. Er vert að rifja það upp í tilefni þessarar umræðu. Öld kristninnar gekk í garð á Íslandi þúsund árum eftir hin fyrstu jól í Betlehem sem börnin syngja um í sunnudagaskólunum á aðvent- unni. Þá urðu þessi miklu tímamót hér hjá okkur, þegar forfeður okkar tóku kristna trú. Reyndar var það ekki svo að hér hafi búið heiðin þjóð fyrir kristnitökuna. Nei, þvert á móti, stór hluti landnámsmanna var frá upphafi kristinnar trúar, bæði írskir forfeður okkar og skandinav- ískir menn sem höfðu tekið trú frá ferðum sínum. Menningarleg bylting Kristnin var ekki eingöngu átrúnað- ur. Hún var líka menningarleg bylt- ing. Eftir að landsmenn allir tóku kristni, lærðu þeir að lesa og skrifa og breyttust í bókaþjóð, eins og við urðum og erum og viljum halda áfram að vera enn í dag. Kristni- takan olli þannig straumhvörfum í sögu Íslendinga – rétt eins og í sögu allra þeirra þjóða sem kristinn átrúnaður hefur snortið. Með kristninni fylgdu bækur og skólar og tengsl við menntastofn- anir um alla Evrópu. Þannig voru fyrstu skólar landsins á vegum kirkj- unnar. Ísleifur Gissurarson, biskup í Skálholti 1056 til 1080, stofnsetti latínuskóla á biskupssetrinu eins og tíðkaðist við dómkirkjur víða í Evrópu á þessum tíma. Þegar Hólar í Hjaltadal urðu biskupssetur árið 1106 komst einnig á skólahald þar. Hólar voru um aldir aðal mennta- setur Norðlendinga. Um leið héldu Íslendingar til náms erlendis við háskóla um alla Evrópu og tengdust þannig evrópskum straumum og menningu. Í lok miðalda störfuðu hér á landi níu klaustur, sjö munkaklaustur og tvö nunnuklaustur. Þar var og unnið líknarstarf, þar dvaldi gjarnan aldr- að fólk og þangað leitaði fátækt far- andfólk. En um leið voru klaustrin miðstöðvar bóklegrar menntar. Þeim getum við þakkað flest það sem við höfum talið dýrmætast í íslenskri bókmennta- og menn- ingararfleifð. Mótuðu bernskuspor barnaskóla Kirkjan hafði þannig forystu um fræðslu fram eftir öldum. Með lút- erskum sið óx áherslan á almennan lestur. Með þýðingu Biblíunnar á íslenska tungu bjargaði kirkjan íslenskunni. Og þegar barna- skólar ruddu sér til rúms, þá voru það prestar sem höfðu forystu um stofnun þeirra. Sem dæmi má nefna einn elsta skóla landsins, barna- skólann á Eyrarbakka og Stokkseyri, en þar hófst kennsla árið 1852 fyrir forgöngu séra Páls Ingimundar- sonar. Annað dæmi um frum- kvöðlastarf presta er barnaskólinn í Garði er var stofnaður 1872 – en stofnandi hans var séra Sigurður Brynjólfsson Sívertsen. Árið 1877 var Flensborgar skólinn í Hafnarfirði stofnaður, upphaflega sem barna- skóli. Það var séra Þórarinn Böðvars- son, prófastur í Görðum á Álftanesi, sem stofnaði skólann til minningar um son sinn, Böðvar. Kennaraskól- inn var síðan stofnaður 1907. Fyrsti rektor hans var séra Magnús Helga- son, en hann var rektor til 1929. Þannig mótuðu prestar bernsku- spor barnaskóla hér á landi og ruddu leiðina fyrir menntun almennings. Og þannig er skóla- starfið sprottið úr jarðvegi kirkjunn- ar hér á landi og þeirrar menningar- byltingar sem varð á Þingvöllum við Öxará árið 1000. Kirkja og skóli í sögu og samtíð Það er ekki sæmandi slíkri stofnun að neita að bera ábyrgð á óvönduðum vinnubrögðum, röngum fullyrðingum og meiðandi ásökunum sem settar eru fram undir hennar nafni. Kristnin var ekki ein- göngu átrúnaður. Hún var líka menningarleg bylting. Eftir að landsmenn allir tóku kristni, lærðu þeir að lesa og skrifa og breyttust í bóka- þjóð. Hannes Í. Ólafsson framhalds- skólakennari Þórhallur Heimisson prestur og ráðgjafi HORFÐU Í GÆÐIN 5 ÁRA ÁBYRGÐ Á ÖLLUM SONY SJÓNVÖRPUM Nýherji / Borgartúni 37 Kaupangi Akureyri netverslun.is W8 Afburðahönnun og frábær myndgæði frá meisturum Sony 43" – Verð: 149.990 kr. 50" – Tilboðsverð: 179.990 kr. 55" – Tilboðsverð: 209.990 kr. X8 W85 Sjáðu stærstu myndina í snjallasta sjónvarpinu 65" – Verð: 369.990 kr. 75" – Verð: 569.990 kr. 4K Ultra HD upplausn, sjáðu hvert smáatriði í nýju ljósi 43" – Verð: 199.990 kr. 49" – Tilboðsverð: 219.988 kr. 55" – Tilboðsverð: 279.990 kr. 9 . d e s e m b e r 2 0 1 5 m I Ð V I K U d A G U r22 s K o Ð U n ∙ F r É T T A b L A Ð I Ð 0 8 -1 2 -2 0 1 5 2 2 :3 8 F B 0 6 4 s _ P 0 4 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 7 9 B -3 4 B 4 1 7 9 B -3 3 7 8 1 7 9 B -3 2 3 C 1 7 9 B -3 1 0 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 B F B 0 6 4 s _ 8 _ 1 2 _ 2 0 1 5 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.