Fréttablaðið - 09.12.2015, Blaðsíða 37
„Mín skoðun á þessu er að ef við
lítum á greiðslukerfið, sem er þá
eftir sænskri fyrirmynd frá Gauta-
borgarsvæðinu, að það sé þá til
mikilla bóta að verið sé að taka
upp greiðslukerfi sem er öðruvísi
en þetta fjárveitingakerfi sem við
höfum haft í dag í heilsugæslunni,“
segir Birgir Jakobsson landlæknir.
Sé það ætlunin að bjóða út ein-
hverjar einkareknar stöðvar þá sé
mjög mikilvægt að opinber rekstur
og einkarekstur hafi sama fjármögn-
unarkerfi. „Það er mjög mikilvægt að
það séu sömu kröfur á báða aðila,“
segir Birgir.
Birgir segist þekkja Vårdval-kerfið
mjög vel og það hafi þróast í Svíþjóð
í meira en áratug. „Það fjármögn-
unarkerfi sem er í heilbrigðisþjón-
ustunni yfirleitt erlendis, sérstaklega
það sem Svíar hafa verið að reyna,
hefur verið gjörsamlega öðruvísi en
fjármögnunarkerfið hér,“ segir Birgir
og tekur fram að kerfið hér hafi að
sumu leyti verið lamandi fyrir opin-
bera þjónustu og að sumu leyti mjög
furðulegt fyrir einkarekna þjónustu.
Hann segir að kerfið í Svíþjóð hafi
bæði kosti og galla. „En ég held að
sú þróun sem hefur verið í Svíþjóð,
þau 25 ár sem ég hef tekið virkan
þátt í því starfi, að hún hafi verið í
rétta átt. Hins vegar sér maður alltaf
einhverja annmarka. En þá eru Svíar
þannig gerðir að þeir eru að reyna að
slípa í burtu annmarkana og halda
áfram þróuninni í rétta átt.“
Eftirspurnin
mun aukast
Heilbrigðismál eru stærsti út-
gjaldaliður hins opinbera í dag.
Um 160 milljörðum króna
verður varið til heilbrigðismála
á næsta ári eða um fjórðungi
heildarútgjalda. Auk þess bera
sjúklingar kostnað af heil-
brigðisþjónustu. Í ritinu Höldum
heilsunni – Staða og fram-
tíðarhorfur í heilbrigðismálum,
sem Viðskiptaráð Íslands, gaf
út í haust er bent á að útgjöld
einstaklinga til heilbrigðismála
námu 33 milljörðum króna í
fyrra – eða að meðaltali 100
þúsund krónum á mann.
Í ritinu er bent á að vegna
breyttrar aldurssamsetningar
þjóðarinnar muni eftirspurn
eftir heilbrigðisþjónustu vaxa á
næstunni. Fjögur úrræði komi
til greina til þess að bregðast
við því:
1 Aukin skattheimta
2 Aukin kostnaðarþátttaka
3 Hagkvæmari rekstur
4 Forgangsröðun þjónustu
Hingað til hafi áherslan
að mestu verið á fyrstu tvö
úrræðin. Útgjöld til heilbrigðis-
mála hafi aukist verulega – og
skattbyrði með samsvarandi
hætti – um leið og beinn kostn-
aður sjúklinga hafi vaxið umtals-
vert. Að mati Viðskiptaráðs væri
ábyrgðarlaust að halda áfram á
þeirri braut. Viðskiptaráð leggur
því til að greint sé betur milli
fjármögnunar þjónustunnar og
veitingar hennar.
„Þetta eru verktakar sem eru að fá
verktakalaun fyrir,“ segir Oddur.
Þetta séu sjálfstætt starfandi læknar
sem fái greitt frá ríkinu. Neyðin hafi
einfaldlega orðið til þess að hver
staðurinn á fætur öðrum hafi misst
fasta lækna og þurft að fá inn leigu-
lækna. „Þetta er í raun bara óskipu-
lagður einkarekstur,“ segir Oddur og
bætir við að það þurfi að fastmóta
betur umhverfið í kringum þá.
Hann bendir á að það séu læknar
í Keflavík sem séu með þó nokkra
staði á landinu á sínum snærum
og Heilsuvernd sér um að manna
læknisstöðu á Höfn í Hornafirði.
„Manneklan er orðin þannig að
festan er farin úr. Þú þarft að skapa
hvata með því að fá lykilaðila til að
eiga og reka staðina, þá ertu líka að
festa þá,“ segir Oddur.
Oddur segir ekki verið að stíga
skref í átt að bandarísku heilbrigðis-
kerfi. „Þetta er skipulögð verk-
taka. Það þarf að færa skráningar
og gæðaþætti á annað stig en þeir
hafa verið á hingað til. Við höfum
ekki séð næga nýmönnun í heilsu-
gæslunni á undanförnum tuttugu
árum og ef sú þróun heldur áfram
þá erum við farin að sinna meiri-
hluta heilbrigðisþjónustunnar á
dýrari stigum. Og kerfisbreytingin
er ein af þeim leiðum sem Norður-
löndin hafa farið til þess að styrkja
almannatryggingakerfið. Og það er
svo fjarri því að það sé verið að fara
einhverja bandaríska leið,“ segir
Oddur. Hann ítrekar að þessi nor-
ræna leið byggi á almannatrygg-
ingakerfinu. „Við höfum leyft þetta
í meiri mæli í sérfræðiþjónustunni
heldur en nágrannaþjóðirnar og við
höfum ekki endurskoðað það kerfi
að neinu ráði síðustu 35 árin,“ segir
Oddur. Hann bendir á að í Glæsibæ
sé stór sérfræðilæknastöð, einnig
í Orkuhúsinu, í Domus Medica og
Læknasetrinu í Mjódd.
„Við höfum farið öfugt að miðað
við Norðurlöndin. Við höfum haft
þetta í sérfræðigeiranum en ekki
heilsugæslunni. Og þetta er eitt af
því sem hefur verið hvati í sérfræði-
greinar hér, en Norðurlöndin hafa
ákveðið að hafa þetta sem hvata inn
í heilsugæsluna þar,“ segir Oddur.
Sömu kröfur verði gerðar á báða aðila
„Þegar maður ber þetta saman við
Norðurlöndin þá sér maður að þar
hafa ríki flest hver verið miklu opn-
ari í því að leita leiða til þess að nýta
samkeppnishvata til þess að draga
úr kostnaði í heilbrigðisþjónustu og
líka til þess að bæta gæði þjónust-
unnar,“ segir Páll Gunnar Pálsson,
forstjóri Samkeppniseftirlitsins.
Hann segir verulegar líkur á því
að það öngstræti sem við höfum
ratað í á liðnum árum sem endur-
speglast í mikilli óánægju fagfólks á
sviði heilbrigðisþjónustu, atgervis-
flótta úr greininni, stöðugum nei-
kvæðum fréttum af húsakynnum,
myglusveppum og fjárskorti af ýmsu
tagi, megi rekja til mistaka þar sem
menn nýttu sér ekki þá samkeppnis-
hvata sem þá voru til staðar. Heldur
þvert á móti kerfisbundið dregið úr
þeim og eyðilagt. Þar vísar hann til
þeirrar stefnu sem var rekin hér í
kringum aldamót að sameina alla
heilbrigðisþjónustu undir einn hatt.
„Sem leiddi til þeirrar niðurstöðu
að í spítalarekstri þá var bara einn
vinnuveitandi og enginn að keppa
um starfsfólk,“ segir Páll Gunnar.
Hann segir Samkeppniseftirlitið
ekki á nokkurn hátt mælast til þess
að menn hverfi frá þeim grund-
vallar sjónarmiðum í heilbrigðis-
þjónustunni um jöfnuð í velferðar-
kerfinu sem flestir á Íslandi vilja
byggja á. „Heldur að nýta þá tak-
mörkuðu fjármuni sem við höfum
eins vel og hægt er. Búa til aðstæður
þar sem við getum dregið að okkur
besta fagfólk sem völ er á og um
leið veita þjónustuþeganum betri
þjónustu fyrir minni pening.“ -jhh
Mistök að nýta ekki samkeppnishvata
En ég held að sú
þróun sem hefur
verið í Svíþjóð, þau 25 ár
sem ég hef tekið virkan þátt í
því starfi, að hún hafi verið í
rétta átt. Hins vegar sér
maður alltaf einhverja
annmarka.
Birgir Jakobsson landlæknir
Heldur að nýta
þá takmörkuðu
fjármuni sem við höfum
eins vel og hægt er.
Páll Gunnar Pálsson forstjóri
160
milljörðum króna
verður varið til heilbrigðismála
á næsta ári eða um fjórðungi
heildarútgjalda.
„Maður sogast inní heillandi hrylling
sem heldur manni við efnið frá fyrstu
blað síðu til síðustu. Hrikalega vel plott
uð og skemmtilega uppbyggð. Sjón
rænn frá sagnar stíll Stefáns skilar sér til
hins ýtrasta í Nautinu.”
Baldvin Z leikstjóri (Vonarstræti)
Stefán Máni fær hjartað til að slá
örar og hárin til að rísa, enda spenn an
engu lík. Í Nautinu siglir hann svo nærri
kjarna sálarinnar að dýrið blasir við.
Stefán Máni
eins og hann gerist bestur!
Er nautið skepna í mannsmynd
— eða dýrslegur maður?
markaðurinn 7M I Ð V I K U D A G U R 9 . D e s e M b e R 2 0 1 5
0
8
-1
2
-2
0
1
5
2
2
:3
8
F
B
0
6
4
s
_
P
0
4
4
K
_
N
Y
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
3
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
2
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
2
8
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
7
9
B
-2
F
C
4
1
7
9
B
-2
E
8
8
1
7
9
B
-2
D
4
C
1
7
9
B
-2
C
1
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
6
A
F
B
0
6
4
s
_
8
_
1
2
_
2
0
1
5
C
M
Y
K