Fréttablaðið - 09.12.2015, Page 40
Unnið á gamla mátannUmhverfismál
Bændur vinna á gamla mátann á hrísgrjónaakri í Aceh í Indónesíu. Bændur þar ná ekki að tileinka sér nútíma tækni við framleiðsluna. Af þeim
ástæðum er framleiðslan því yfirleitt lítil og skortur á hrísgrjónum. Afleiðingin er sú að indónesísk stjórnvöld flytja inn hrísgrjón. Fréttablaðið/EPa
Verslunarferðir til útlanda hafa verið
vinsælar hjá Íslendingum undanfarin
ár. Þar eru jólagjafa- og jólafatakaupin
afgreidd hratt og örugglega en það
hefur skilið innlenda verslun eftir með
heldur lítinn bita af jólakökunni. Þetta
virðist þó vera að breytast ef marka má
„H&M vísitöluna“.
Í flestum þessara verslunarferða er
sænski fatarisinn heimsóttur og þar
eru keyptar helstu nauðsynjar. Hver
kannast ekki við sænsku náttfatajólin
þar sem hver gjöfin á fætur annarri
er með merkimiða úr H&M? Gleðin
fölnar á andlitum barnanna þegar
enn einn sænskur mjúkur pakkinn er
dreginn undan jólatrénu.
Þessi þróun virðist þó vera að snú-
ast við, því Íslendingar hafa verslað
22% minna í H&M í september, októ-
ber og nóvember í ár en á síðasta ári
samkvæmt greiningum úr Markaðs-
vakt Meniga. Ef verslun Íslendinga í
verslunum Primark er skoðuð má sjá
að hún er sex prósentum minni.
Rúmlega 17 þúsund notendur
Meniga eru í úrtakinu sem skoðað
var en aldrei er unnið með persónu-
greinanlegar upplýsingar í greining-
um Markaðsvaktar Meniga.
Hvar verslum við þá?
Þegar 20 söluhæstu fataverslanir
landsins eru skoðaðar má sjá að
meirihluti þeirra bætir við sig í sölu
þessa þrjá mánuði samanborið við
sömu mánuði í fyrra og í heildina er
7,8% meiri innlend fataverslun. Það
er því líklegt að mjúkir pakkar verði
á sínum stað undir jólatrjám lands-
manna þó að færri verði í sænsku
fánalitunum.
Góður desember í vændum
Verslun dregst þó saman hjá ein-
hverjum íslensku verslananna sl. þrjá
mánuði eins og gengur og gerist. Versl-
unareigendur geta þó verið vongóðir
um að desember verði góður þar sem
Íslendingar virðast hafa keypt minna
af jólagjöfum og jólafötum í utanlands-
ferðum sínum sl. þrjá mánuði en þeir
gerðu í sömu mánuðum í fyrra.
bara byrjunin?
Það verður spennandi að fylgjast
með þessari þróun sérstaklega þegar
boðaðar tollaniðurfellingar taka
gildi um áramótin.
Ekki er ósennilegt að þær hafi haft
einhver áhrif á minni verslun í H&M
og Primark þar sem sumar innlendar
verslanir hafa lækkað verð sín nú
þegar.
Íslendingar ættu því að geta gert
góð kaup hér heima næstu misseri og
notað utanlandsferðir sínar í annað
en að troðfylla ferðatöskurnar af
varningi úr H&M.
Færri jólagjafir úr H&M í ár
Á heimsvísu er talið að bygg-
ingariðnaðurinn sé ábyrgur fyrir
um 30% af losun gróðurhúsa-
lofttegunda og noti um 40% af
framleiddri orku í heiminum.
Aukin umhverfisvitund í bygg-
ingariðnaði er mikilvægur þáttur
sem þjóðir heims þurfa að huga að
þótt ekki hafi hann fengið mikla
umfjöllun hér á landi. Það má ef
til vill skýra með lægð í greininni
undanfarin ár og því að byggingar-
iðnaðurinn er gjarnan flokkaður
með almennum iðnaði þegar verið
er að mæla loftslagsáhrif og jafnvel
orkunotkun. En nú er farið að rofa
til á byggingarmarkaði eins og sjá
mátti á kynningarfundi Reykja-
víkurborgar um uppbyggingar-
áform fyrir skömmu og er það ekki
síst vegna vaxandi eftirspurnar
eftir hentugu húsnæði fyrir ungt
fólk. En það skiptir máli hvernig
byggt er og hentugt húsnæði getur
verið hvort tveggja, hagkvæm og
umhverfisvæn fjárfesting.
Ýmsar leiðir hafa verið notaðar
til þess að efla byggingu vistvott-
aðra bygginga erlendis. Oft er
sparnaður í orkunotkun helsti
hvatinn en einnig hefur stefna
fyrirtækja í umhverfis- og sam-
félagsmálum áhrif. Fjárhagslegir
hvatar eru öflug leið til að stýra
neyslu. Síðustu áramót voru felld
niður vörugjöld af byggingavörum.
Í kjölfarið mætti skoða það að
lækka virðisaukaskatt á bygginga-
vörum sem eru umhverfisvottaðar
eða með alþjóðlegum umhverfis-
merkingum (til dæmis EPD). Það
myndi án efa auka eftirspurn,
hafa áhrif á framboð á vistvænum
byggingavörum hér á landi og
liðka fyrir byggingu húsnæðis þar
sem umhverfissjónarmið eru höfð
að leiðarljósi.
Þá gætu sveitarfélög skoðað
möguleika á ívilnunum í formi
lægri gjalda á vistvottað húsnæði.
Fjárfestar, bankar og trygginga-
félög gætu einnig endurskoðað
áhættumat umhverfisvottaðra
fjárfestinga og lækkað vexti og
markvisst veitt auknu fjármagni
í grænar fjárfestingar. Vistferils-
hugsun og vönduð hönnun er
nefnilega ekki bara æskileg út
frá umhverfissjónarmiði. Ávinn-
ingurinn kemur einnig fram í
aukinni hagkvæmni framkvæmda,
gæðum húsnæðis og þar með virði
þeirra verðmæta sem felast í okkar
byggða umhverfi.
Umhverfis-
mál og
byggingar-
iðnaður
Sigríður björk
Jónsdóttir
framkvæmdastýra
vistbyggðarráðs
Kristín Hrefna
Halldórsdóttir
viðskiptastjóri hjá
Meniga
Hin hliðin
Sögulega hafa flestar fiskveiðiþjóðir
heims átt í vandræðum vegna ofveiði.
Ástæðan fyrir þessu er klemman sem
sjómenn standa frammi fyrir. Þegar
sjómaður veiðir fisk úr „sameigin-
legum stofni“ minnkar framboðið af
fiski til annarra sjómanna, þegar til
skamms tíma er litið.
Það er augljóslega skynsamlegt
fyrir einstaklinginn að auka sjósókn-
ina til að veiða meira. Fiskimaður
sem reynir hins vegar að hugsa um
„almannaheill“ og takmarka veiði
sína til að forðast ofveiði hættir á að
tapa illilega.
Þetta er það sem hagfræðingar kalla
„sameignarvanda“ og kjarni þessa
vandamáls er að þegar við höfum ekki
vel skilgreindan eignarrétt, í þessu til-
felli á fiski, verður ofveiði.
En Íslendingar standa nú um
stundir ekki frammi fyrir vanda-
málum vegna ofveiði, eins og hefur
stundum verið áður, og það er vegna
þess að Íslendingar hafa rutt braut-
ina fyrir kerfi sem almennt kallast
kvótakerfi. Aðalhugmyndin er sú að
hverri útgerð er úthlutað kvóta upp
á hve mikinn fisk hún má veiða. Með
öðrum orðum á útgerðin eign upp á
vissan afla. Ennfremur, eins og með
annan eignarrétt, er hægt að selja
þennan kvóta.
Þetta hefur að miklu leyti leyst
ofveiðivandann á Íslandi og aðrar
þjóðir hafa tekið upp þetta kerfi.
Þessi reynsla kennir okkur eina
mjög mikilvæga lexíu. Ef við viljum
viðhalda góðu umhverfi almennt
ættum við að einbeita okkur að því
að skilgreina hver hefur eignarhald
á umhverfinu, því ef umhverfið er í
eigu „okkar allra“ þá fáum við svipuð
vandamál og fylgja ofveiði.
Þess vegna snýst góð umhverfis-
stjórn í raun um vel skilgreindan
eignarrétt. Skýringarmyndin sýnir
þetta. Hún sýnir sambandið á
milli tveggja vísitalna – alþjóðlegu
eignarréttarvísitölunnar (IPRI), sem
mælir eignavernd í ýmsum löndum,
og umhverfisvísitölunnar (EPI),
sem metur hversu vel ríki standa
sig í umhverfismálum á tveim víð-
tækum stefnusviðum: Heilsuvernd
fyrir umhverfisáhrifum og verndun
vistkerfa. Hver „punktur“ á grafinu
táknar eitt ríki.
Ísland kemur vel út í báðum vísi-
tölunum, en er ekki á meðal þeirra
efstu. Í eignarréttarvísitölunni er
Ísland aðeins í 22. sæti í heiminum,
og Ísland er í 14. sæti í umhverfisvísi-
tölunni. Svo það má gera betur. Ef
við viljum sjá framfarir í umhverfis-
málum á Íslandi og halda áfram góðri
nýtingu á náttúruauðlindum lands-
ins er kannski mikilvægt að við sækj-
um hvatningu í árangurinn af notkun
„eignarréttarins“ á fiskveiðisviðinu,
því ef við viljum ekki eyðileggja nátt-
úruna þurfum við í raun að skilgreina
hvar eignarhaldið liggur.
Góð stjórnun á umhverfinu
snýst um eignarrétt
Lars Christensen
alþjóðahagfræðingur
1 2 3 4 5 6 7 8 9
90
80
70
60
50
40
30
20
10
0
Ísland
✿ Eignarréttur og umhverfið
alþjóðlega eignarréttarvísitalan
U
m
hv
er
fis
ví
si
ta
la
n
Þá gætu sveitarfélög
skoðað möguleika á
ívilnunum i formi lægri
gjalda á vistvottað húsnæði.
9 . d E s E m b E r 2 0 1 5 m I Ð V I K U d a G U r10 MarkaðUrinn
0
8
-1
2
-2
0
1
5
2
2
:3
8
F
B
0
6
4
s
_
P
0
4
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
4
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
2
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
2
5
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
7
9
B
-4
8
7
4
1
7
9
B
-4
7
3
8
1
7
9
B
-4
5
F
C
1
7
9
B
-4
4
C
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
8
B
F
B
0
6
4
s
_
8
_
1
2
_
2
0
1
5
C
M
Y
K