Fréttablaðið - 09.12.2015, Side 62
Bókin Gott fólk eftir Val Grettisson
kom út í sumar og hefur fengið lof
gagnrýnenda jafnt sem lesenda. Hún
fjallar í stuttu máli um menningar-
blaðamanninn Sölva sem fær bréf í
ábyrgðarpósti, í votta viðurvist. Bréfið
er frá fyrrverandi kærustu hans og í því
spyr hún hann hvort hann gangist við
því að hafa beitt hana ofbeldi í sam-
bandi þeirra. Hann getur einungis
svarað „já“ eða „nei“. Sölvi viðurkennir
að hann hafi verið ruddalegur við
kærustuna fyrrverandi og merkir því
við „já“. Sú ákvörðun hrindir af stað
atburðarás sem hvorugt þeirra sá fyrir,
líf þeirra gjörbreytist. Þegar upp er
staðið veit hann sjálfur ekki hvað er
satt og hvað er logið í því sem sagt er
um samband þeirra, hver beitti hvern
ofbeldi og missir í raun sjónar á skil-
greiningu hugtaksins.
Ari Matthíasson þjóðleikhússtjóri
segir söguna tala beint inn í þá umræðu
sem nú sé í gangi í þjóðfélaginu. Hann
segir það vera eindreginn ásetning
hans fólks að verkið fari í sýningu á
næsta leikári.
Í skýjunum
Sjálfur segist höfundur bókarinnar,
Valur Grettisson, vera í skýjunum. „Ég
er bara virkilega ánægður. Bókin er
einhvern veginn orðin sjálfstætt
fyrirbæri og farin að eignast sitt
eigið líf. Mér finnst þetta auð-
vitað heiður; að einhver trúi
á söguna og að hægt sé að
gera góða leikgerð úr henni.
Að mínu mati er Þjóðleik-
húsið líka toppurinn í
leikhúsi á Ísland og mér
finnst það djörf pæling
að setja verkið upp þar.“
Valur mun sjálfur
taka þátt í ferlinu, hann
mun skrifa leikgerðina
ásamt Símoni Birgis-
syni dramatúrg. „Mér
þykir vænt um að fá
að fylgja þessu eftir og vera með í þessu
ferli. Ég held að þetta verði ögrandi,
hættulegt og skemmtilegt verkefni,“
bætir hann við.
Fólk hækkar róminn
Ari Matthíasson er ákaflega hrifinn
af bókinni og finnst hún eiga vel við
umræðuna sem er í gangi í þjóðfélag-
inu um þessar mundir. „Hún tekur á
kynbundnu ofbeldi og mismunandi
skilgreiningu á því, hvað fer á milli
tveggja einstaklinga. Hún getur fjallað
um leyfi okkar til að endurskilgreina
atburði fortíðarinnar sem gefur þeim
nýtt vægi og nýja stöðu. Sagan hreyfir
við lesandanum, því hún sýnir hversu
erfið þessi mál geta verið, hvernig
þau geta neytt fólk til að taka
afstöðu í máli sem það hefur tak-
markaðar upplýsingar um.“
Ari segir að þegar bókin hafi
verið rædd á fundum hafi hann
fundið hvernig allir hækkuðu róm-
inn aðeins. „Þetta er eldfimt efni, þessi
saga. Og maður fann hvernig fundirnir
fóru stundum út í hamagang því þetta
skiptir fólk miklu máli. Það er áhuga-
vert að skoða þessi mál og velta til
dæmis fyrir sér hver hlutur fjölmiðla
og samfélagsmiðla sé.“
Ari bætir við að honum þyki mikil-
vægt að kona leikstýri sýningunni.
„Fyrsta sem ég hugsaði þegar las bók-
ina var að kona þyrfti að setja þetta
upp. Það er karl sem skrifar og hún
er sögð frá sjónarhorni karls. Ég hef
mikinn áhuga á þessari sögu og varð
strax viss um að þetta gæti orðið að
góðu leikverki.“ kjartanatli@frettabladid.is
Valur Grettisson
rithöfundur
Hún tekur
á kyn-
bundnu ofbeldi
og mismunandi
skilgreiningu.
SÍMAR AUGLÝSINGADEILD- IR
– AUGLÝSINGASTJÓRI: Svanur Valgeirsson svanur@365.is ALMENNAR AUGLÝSINGAR: SÍMI 512-5401: Gústaf Bjarnason gustaf@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@365.is, Sigfús
Örn Einarsson sigfus@365.is, Svanhildur Ólöf Þórsteinsdóttir svansi@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Atli Bergmann atli.
bergmann@365.is, Bryndís Hauksdóttir bryndis@365.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@365.is, Jónatan Atli Sveinsson jonatan@365.is, FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Sólveig
Gísladóttir solveig@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson
Dormaverð aðeins 8.990 kr.
Sængurföt frá MistralHome
100% bómullarsatín
þrír litir. 300 tc.
Jólatilboð 20.900 kr.
O&D dúnsæng
· 90% dúnn
· 10% smáfiður
Fullt verð: 25.900 kr.
Afgreiðslutími
Mán. til fös. frá kl. 10–18
Laugardaga frá kl. 11–16
www.dorma.is
Holtagörðum
512 6800
Dalsbraut 1, Akureyri
558 1100
MEIRA Á
dorma.is
Aðeins 19.900 kr.
TVENNUTILBOÐ
dúnsæng + koddi
O&D dúnsæng – Stóri björn
· 50% dúnn og 50% smáfiður
Fullt verð: 19.900 kr.
+ Dúnkoddi – Stóri björn
Fullt verð: 5.900 kr.
Fullt verð samtals:
25.800 kr.
Hafðu það
notalegt um jólin
Komdu í Dorma
JÓLA-
TILBOÐ
verð
Frábært
og gæði
bókin talar beint
inn í okkar tíma
Þjóðleikhúsið hefur tryggt sér réttinn á bókinni Gott fólk. Ari Matth-
íasson segir bókina eiga vel við í umræðunni um kynferðisbrotamál.
Verkið verður sýnt í Þjóðleikhúsinu.
Ari Matthíasson, leikari
og nýr framkvæmdastjóri
Þjóðleikhússins
9 . d e s e m b e r 2 0 1 5 m I Ð V I K U d A G U r42 L í f I Ð ∙ f r É T T A b L A Ð I Ð
Hraunbær 123 | s. 550 9800 | skatar.is
Gæðajólatré - sem endist ár eftir ár!
Þessi jólatré eru í hæsta gæðaflokki
auk þess að vera mjög falleg og líkjast
þannig raunverulegum trjám.
Einföld samsetning.
• Ekkert barr að ryksuga
• Ekki ofnæmisvaldandi
• 12 stærðir (60-500 cm)
• Íslenskar leiðbeiningar
• Eldtraust
• Engin vökvun
• 10 ára ábyrgð
• Stálfótur fylgir
Opnunartímar:
Virkir dagar kl. 09-18
Laugardagar kl. 11-18
Sunnudagar kl. 12-18
Falleg jólatré
0
8
-1
2
-2
0
1
5
2
2
:3
8
F
B
0
6
4
s
_
P
0
6
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
5
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
0
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
1
4
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
7
9
B
-1
2
2
4
1
7
9
B
-1
0
E
8
1
7
9
B
-0
F
A
C
1
7
9
B
-0
E
7
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
A
F
B
0
6
4
s
_
8
_
1
2
_
2
0
1
5
C
M
Y
K