Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.2013, Blaðsíða 4
4 Fréttir 4.–6. janúar 2013 Helgarblað
Átta sagt upp hjá SÁÁ
n „Vildum fá betra fæði fyrir sama verð.“
E
f við hefðum boðið þetta út
hefðum við þurft að taka
lægsta tilboðinu,“ segir Ás
gerður Björnsdóttir, fram
kvæmdastjóri SÁÁ, í viðtali við DV.
Öllum starfsmönnum í mötuneyti
samtakanna var sagt upp í des
ember, átta talsins. Verktaki tek
ur við rekstrinum. Ástæðan er að
sögn Ásgerðar sú að maturinn hafi
ekki þótt nógu góður og úrbætur
hafi ekki gengið sem skyldi. Vilji
hafi verið fyrir því að bjóða betri
og hollari mat á sama verði. Útboð
hefði getað leitt til þess að kostn
aður við mötuneytið hækkaði og
því gætu samtökin illa staðið und
ir. Rekstur SÁÁ væri afar þungur,
vegna lægri styrkja og framlaga, og
sífellt væri verið að leita leiða til að
draga úr kostnaði.
Samið var við Bragðgott ehf. en
eigandi þess er Þórir Helgi Bergs
son. Hann rekur Bergsson mathús,
vinsælt veitingahús í Templara
sundi þar sem boðið er upp á
hollan mat. Leiðir Gunnars Smára
Egilssonar, formanns SÁÁ, og Þór
is Helga hafa áður legið saman. Þeir
skrifuðu meðal annars saman viku
lega matarpistla í Fréttatímann.
Gunnar Smári vísaði öllum spurn
ingum um málið á Ásgerði fram
kvæmdastjóra. Ásgerður segir ekki
svaravert að kunningsskapur hafi
ráðið för þegar samið var við Bragð
gott. Leitað hafi verið til nokkurra
aðila og reynt að fá þá til að bjóða
í reksturinn. „Það var talað beint
við nokkur fyrirtæki en enginn vildi
bjóða í reksturinn á þeim forsend
um sem til þurfti.“ Óformlegar við
ræður hafi átt sér stað við nokkra
aðila. „Við vildum fá betra fæði
fyrir sama verð.“ Samningurinn er
til eins árs. Ásgerður segir að öll
um starfsmönnum, nema kokkun
um tveimur, standi endurráðning
til boða. n
baldur@dv.is
Óstundvísi
um jólin
Töluvert var um seinkanir til og
frá landinu á Keflavíkurflugvelli
um jólin og héldu aðeins sjö
af hverjum tíu ferðum áætlun
seinni hluta desembermánaðar.
Þetta kemur fram á vef Túrista.
Þar kemur fram að vélar WOW
air hafi komið og farið á rétt
um tíma í 73 prósentum tilvika.
Í nóvember var sama hlutfall
rúmlega 90 prósent hjá WOW
air. Vélar Icelandair komu og
fóru á réttum tíma í 68 prósent
um tilvika. Vélar Icelandair töfð
ust að jafnaði um sjö mínútur
en ellefu mínútur hjá WOW air.
Í umfjöllun vefjarins er tekið
fram að seinkun um korter telj
ist vera innan skekkjumarka í
fluggeiranum og af þeim sökum
séu fimmtán mínútur dregnar
frá öllum seinkunum í útreikn
ingunum. Flug sem tefjast um
minna en stundarfjórðung telj
ast því vera á áætlun.
Unnið gegn
hálkunni
Starfsmenn Reykjavíkurborgar
hafa unnið undanfarna daga að
því salta og sanda götur, bíla
stæði, göngustíga og stofnana
lóðir. Mjög hált er þar sem klak
inn hefur ekki enn náð að bráðna.
Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg
er borgarbúum bent á að þeir
geti fengið salt og sand til eigin
nota á hverfastöðvum borgarinn
ar og hafa margir nýtt sér þann
möguleika. Hverfastöðvar borgar
innar við Njarðargötu, Flókagötu,
Stórhöfða og Jafnasel eru opnar
til kl. 17.00 í dag. Íbúar eru hvattir
til að fara varlega í hálkunni. All
ar ábendingar um það sem betur
má fara í borgarlandinu eru vel
þegnar. Á vefnum reykjavik.is/
borgarland er auðvelt að setja inn
ábendingar og einnig má hringja
í símaver Reykjavíkurborgar í
síma 411 11 11.
Tekið til hendinni Gunnar Smári tók við
formennsku í SÁÁ í maí í fyrra.
Í
slandsbanki hefur afskrifað tæp
lega tvo milljarða króna vegna
gjaldþrots dótturfélags Þor
bjarnar hf. í Grindavík. Þor
björn er þriðja stærsta út
gerðarfélag landsins miðað við
þorskígildistonn. Dótturfélagið heit
ir G14 ehf., áður Gnúpverjar ehf.,
og hélt utan um eignarhluti í Saga
Capital, Icebank, Icelandic Group,
Suðurnesjamönnum og fleiri félög
um. Því var um að ræða fjárfestingar
félag í eigu Þorbjarnar hf. Tilkynnt er
um skiptalokin í Lögbirtingablaðinu.
Hagnaður Þorbjarnar hf. nam
tæplega 8,7 milljónum evra árið
2011, samkvæmt ársreikningi félags
ins fyrir það ár, eða tæplega 1.400
milljónum króna. Félagið er afar
sterkt og á bókfærðar eignir upp á
tæplega 145 milljónir evra en á móti
þeim eru skuldir upp á tæplega 115
milljónir evra. Enginn arður var tek
inn út úr félaginu árið 2011 en á ár
unum 2006 til 2009 greiddu hlut
hafarnir út 641 milljón króna í arð,
tæpan þriðjung þeirrar upphæðar
sem dótturfélagið hefur nú fengið af
skrifað.
Eigendur Þorbjarnar hf. eru
systkinin Eiríkur Tómasson, Gunnar
Tómasson og Gerður Sigríður Tóm
asdóttir. Eiríkur er jafnframt fram
kvæmdastjóri útgerðarinnar en
hann var einnig framkvæmdastjóri
Gnúpverja.
3,7 milljónir upp í kröfur
Skiptastjóri G14, Inga Björg Hjalta
dóttir, segir að tvær kröfur hafi
borist í bú félagsins, önnur frá Ís
landsbanka og hin frá Byr, sem nú
er runninn inn í Íslandsbanka. Hún
segir að kröfuhafar félagsins hafi
fengið 3,7 milljónir króna upp í kröf
ur sínar sem í heildina námu tæplega
1.975 milljónum króna. Þetta þýðir
að kröfuhafarnir fengu endurheimt
ur sem námu tæplega 0,2 prósentum
af kröfuupphæðinni sem þeir lýstu í
búið.
„Icebank drap okkur“
Eiríkur Tómasson segir aðspurður
að Gnúpverjar hafi verið tilraun
eigenda Þorbjarnar hf. til að ávaxta
fé sitt betur á árunum fyrir hrun. Því
miður hafi það ekki gengið. „Icebank
drap okkur. Félagið keypti hlutabréf í
ónýtum banka. Eftir á að hyggja var
hann augljóslega kominn á hliðina
þegar við keyptum í honum. Í mín
um huga var því leynt hvernig hann
stóð,“ segir Eiríkur.
Eiríkur segir að félagið hefði
sennilega lifað af að fjárfesta að
eins í Saga Capital en ekki Icebank:
„Við hefðum sennilega lifað það af ef
við hefðum bara keypt bréfin í Saga
Capital en ekki í Icebank. […] Þetta
fór bara illa já. Þetta var bara partur
af því að leita að betri ávöxtun en við
vorum ekki betri í þessu en þetta.
Þetta voru bara vonbrigði; það fór
þarna fullt af peningum sem við
höfðum sett í þetta,“ segir Eiríkur.
„Þessi hlutabréfakaup á þessum
árum voru eins og hreinn faraldur.“
Tapaði rúmum 2,4 milljörðum
Í ársreikningi Gnúpverja, nú G14
ehf., fyrir árið 2008 kemur fram
að félagið hafi tapað rúmlega 2,4
milljörðum króna það árið. Eignir
félagsins voru þá metnar á tæplega
518 milljónir króna en þær höfðu
verið metnar á rúmlega 2,3 millj
arða króna í lok árs 2007. Stærsta
eign Gnúpverja í lok árs 2008 var
eignarhlutur í Saga Capital sem
metinn var á 400 milljónir króna
í lok árs 2008. Þá var eignarhlutur
félagsins í vestfirska útgerðarfé
laginu Guðbjarti metinn á 60 millj
ónir króna. Í lok þess árs voru
eignir félagsins metnar á um 518
milljónir króna og skuldir félagsins
námu þá 1.915 milljónum króna.
Í skýringu í þeim ársreikningi
kom fram af hverju félagið hefði
tapað svo miklu árið 2008. Þar
sagði: „Mjög óvenjulegar aðstæður
sköpuðust á fjármálamarkaði á ár
inu 2008 og er eigið fé félagsins
neikvætt um 1,4 milljarðar kr. í
árslok. Á árinu 2008 varð veruleg
lækkun á gangvirði fjárfestingar
eigna félagins og gengistap af lán
tökum og nemur gjaldfærð fjár
hæð vegna fjárfestingareigna 1,4
milljörðum á árinu og 0,8 milljörð
um vegna gengistaps. Vafi er á því
hvort félagið geti staðið við skuld
bindingar sínar í náinni framtíð.
Vegna þessara atriða teljum við
ríkja verulegan vafa á rekstarhæfi
félagsins.“
Félagið hafði ekki skilað árs
reikningi síðan 2008 þegar það var
tekið til gjaldþrotaskipta. n
Ingi Freyr Vilhjálmsson
fréttastjóri skrifar ingi@dv.is
„Icebank drap okkur“
n Afskrifa tæpa tvo milljarða hjá dótturfélagi Þorbjarnarins
„Eins og hreinn
faraldur
Tilraun til betri ávöxtunar
Eiríkur segir að fjárfestingarfé-
lagið Gnúpverjar hafi verið tilraun
eigenda Þorbjarnarins til að fá betri
ávöxtun á fjármuni sína.