Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.2013, Síða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.2013, Síða 13
Fréttir 13Helgarblað 4.–6. janúar 2013 S óley Tómasdóttir, oddviti Vinstri-grænna í Reykja- vík, hefur tekið mikinn þátt í jafnréttisumræðunni um árabil. Þegar athugasemda- kerfin komu til sögunnar fékk hún strax yfir sig fúkyrðaflaum, en þá voru athugasemdirnar mun sak- leysislegri en nú tíðkast. „Þetta hef- ur versnað rosalega,“ segir hún. „Athugasemdirnar hafa með tím- anum orðið miklu svæsnari. Ég tók sérstaklega eftir þessu þegar okkur tókst að stöðva klámráðstefnuna sem boðað var til árið 2007. Þá fyrst fór ég að fá hótanir.“ Sóley segir að hvers kyns gagn- rýni á klám veki miklu harðari og meiri viðbrögð en almenn jafn- réttisumræða. „Svo virðist sem þessum hópi fólks sé sérstaklega annt um rétt karla til að horfa á klám. Klámið virðist heilagt, og menningin sem af því sprettur, og þetta vill þessi hópur halda í af ein- hverjum undarlegum ástæðum.“ Sóley telur að persónuárásirnar gegn femínistum í netheimum tengist klámvæðingunni órjúfan- legum böndum, til dæmis sé orð- færið að mörgu leyti sótt í klám- iðnaðinn. „Ef við einföldum hlutina rosalega þá má segja að í grund- vallaratriðum sé þetta baráttan um klámið,“ segir Sóley. „Sterkasta hótunin“ En hvers vegna þessi heift í athugasemdakerfunum? „Hug- myndafræði okkar virðist ógna ákveðnum hópi fólks alveg rosa- lega, og það er ekkert skrítið því femínisminn krefst þess að við breytum samfélaginu. Ég held að viðbrögðin skýrist sérstaklega af tvennu: annars vegar ótta og hins vegar skilningsleysi. Þetta fólk gerir allt sem það getur til að sporna gegn þessum breytingum og þá er klókt að nota ógnanir, ógna okkur með því sem allar konur óttast mest: kynferðis- ofbeldi. Það er sterkasta hótun sem hægt er að beita konu, því allar kon- ur eru meðvitaðar um hættuna á að verða fyrir kynferðisofbeldi.“ Sóley veltir því fyrir sér hversu breitt bil- ið sé milli netheima og raunheima þegar kemur að ofbeldi og hótun- um um slíkt. „Það virðist vera sama and- varaleysið á báðum stöðum. Ef við skoðum morð á konum á þessari öld á Íslandi, þá áttu þau flest langan aðdraganda ofsókna og hót- ana. Kærur og tilkynningar dugðu ekki til að stoppa ofbeldismennina. Á internetinu er sömu sögu að segja. Ofbeldisfullt níð fær að standa á meðan konur eins og Hildur Lilliendahl eru settar í bann fyrir að afhjúpa staðreyndir. Og í raun má velta því fyrir sér hvort þessir tveir heimar styðji ekki hvor við annan, því eins og ofsóknir í raunheimum geta líka átt sér stað á netinu er ekkert sem segir að of- sóknir á netinu færist ekki yfir í raunheima einn góðan veðurdag.“ Þöggunartilburðir Eftir að Sóley vakti athygli vegna róttækra viðhorfa til jafnréttismála töluðu menn um það á spjallsíð- um hvort þeir ættu að fara heim til hennar og nauðga henni. „Þetta var orðið ótrúlega raunverulegt, einhvern veginn,“ segir hún. „Og það versta var að mennirnir skrif- uðu ekki undir nafni, svo þeir vissu hvernig ég leit út en ég vissi ekki hvernig þeir litu út. Það er rosalega óþægileg tilfinning og aðalmálið er að þetta svínvirkar. Markmiðið er að þagga niður í konum sem eru að breyta sam- félaginu.“ Sóleyju var ekki einung- is úthúðað á opinberum vett- vangi heldur bárust henni einnig einkaskilaboð og símtöl. „Ég fékk margar hótanir og um tíma var ég mjög hrædd um að mér yrði nauðg- að. En þegar ég áttaði mig á því, með hjálp vinkonu minnar, að ótt- inn við nauðgunina var svo sterkur að hann var farinn að hamla mér í baráttunni, þá rann upp fyrir mér að þótt nauðgun væri hræðileg þá væri enn verra ef þeim tækist að þagga niður í mér. Því þá hefðu þeir sigrað.“ n Klámið er heilagt Þ órlaug Ágústsdóttir varð fyrir þeirri óskemmtilegu reynslu um daginn að mynd af henni var breytt með mynd- vinnsluforriti og endurbirt á netinu eftir að búið var að teikna á hana áverka og skrifa á myndina: „Konur eru eins og gras, það þarf að slá þær reglulega.“ Þórlaug segir að stelpur hafi um tvennt að velja: „Annars vegar fylgja þær gömlu góðu reglunni um að þær skuli ekki vera í stuttu pilsi á internetinu, ekki gefa upp persónu- upplýsingar og þar fram eftir göt- um, í raun og veru hegða sér eins og þær séu fullkomlega meðvitað- ar um að hver sem er getur hvenær sem er ákveðið að stökkva á mann og „Facerape-a“ manni ef maður hagar sér ekki rétt. Við samþykkjum að internetið sé þannig að þær skulu nánast vera í búrku, annars megi þær búast við þessu. Hins vegar geta þær sagt skoðan- ir sínar en ef þær láta í þær ljós mega þær líka búast við þessu. Þetta er ég búin að upplifa allt frá árinu 1995,“ segir Þórlaug sem byrjaði þá að skrifa á léttu nótunum um konur og tölvur fyrir Tölvuheim. „Það ógnaði ekki neinum en ég þurfti samt að þola alls kyns ummæli um mig. Seinna fór ég að rífa kjaft á irkinu og þá lenti ég oft í því að fá á mig svona mynd- ir. Þá talaði ég í gegnum netpersónu og einhverjum mjög súrum afkima þess kúltúrs varð mjög uppsigað við mig. Ofbeldismennirnir voru auðvit- að undantekningin þar eins og alls staðar, en þeir voru þar líka. Síðan hef ég farið óáreitt í gegnum minn starfs feril þar til ég rakst á þessa síðu núna,“ segir Þórlaug sem tók þátt í umræðum á Facebook-síðu. „Betur þekktar sem tussur“ Síðan, Karlar eru klárari en konur, ól á kynjamisrétti undir þeim formerkj- um að um umdeildan húmor væri að ræða en í kjölfar gagnrýni Þórlaugar birti stjórnandi síðunnar mynd af Þórlaugu þar sem búið var að breyta myndinni með myndvinnsluforriti og teikna á hana áverka undir yfir- skriftinni: „Konur eru eins og gras, það þarf að slá þær reglulega.“ Áður hafði margoft verið kvartað undan síðunni en þar var að finna fjöldann allan af viðlíka fullyrðing- um. Í lýsingu á henni sagði: „konur (betur þekktar sem tussur; femínista- tíkur ef þær eru vangefnar“) eru heimskari og óæðri kynkjötstykkin kringum leggöngin, sem hvorki finna upp né uppgötva hluti ef frá er talin Erfðasyndin og samlokur“. Þá var því einnig haldið fram á síðunni að það ætti að „meðhöndla konur eins og kynlífsleikföng – líkt og klámið minn- ir okkur á. Þær eru eingöngu til þess að gegna fjórum hlutverkum, elda- mennsku, þrifum, sem reiðtau og passa upp á elsku kagglinn sinn.“ Stjórnandi síðunnar hafði einnig breytt fleiri myndum með svipuðum hætti, í einu tilfelli var saklaus mað- ur sagður nauðgari en sú mynd var seinna fjarlægð. Það var svo síðasta sunnudag sem hann birti myndina af Þórlaugu. Þórlaug kvartaði strax undan myndinni á Facebook, sagði að hún væri grafískt ofbeldi og fór annars vegar fram á að myndin yrði fjar- lægð og hins vegar að síðunni yrði lokað. Í svari frá Facebook sagði hins vegar að það væri engin ástæða til þess svo hún kvartaði aftur og marg- ítrekað þar til síðunni var loks lokað á þriðjudagskvöld. Þá hafði DV fjall- að um málið og fjölmargar kvartanir borist Facebook. Beita hnefaréttinum Þórlaug segir að hún sé í erfiðri sjúkrameðferð og hafi ekki séð fyrir að hún drægist út í þennan storm. Hins vegar hafi hún ákveðið að láta slag standa þar sem hún hafi ímugust á ofbeldi. Hún er stjórnmálafræðing- ur að mennt og tvöfaldur meistara- nemi við Kaupmannahafnarháskóla. „Þar er ég meðal annars að læra hvernig við miðlum inn í okkar sál- fræðilegu ferla, ég er í námi þar sem ég fæ þjálfun í því að sjá rökvillur og það þegar gögn eru notuð á rangan hátt,“ segir Þórlaug sem hefur með- al annars unnið sem vefstjóri Öss- urar, stýrt vefmiðlum 365 og unnið hjá forsætisráðuneytinu við að koma málstað Íslands á framfæri á netinu eftir hrun. „Það var á byrjunarárum netsins sem ég fann fyrst hvernig það var að lenda í þessu og við þá reynslu hert- ist ég upp. Þess vegna finnst mér það eiginlega bara fyndið núna. En taktu eftir, ég segi eiginlega bara fyndið, því þetta er ekkert fyndið í raun og veru. Þetta var partur af stærri netu- mræðu þar sem við vorum að takast á og þegar hann varð rökþrota notaði hann þessa aðferð til þess að reyna að ógna mér og þagga niður í mér, líkt og sumir menn gera þegar þeir komast í þrot. Þá beita þeir hnefa- réttinum og það er ekki í lagi.“ Berst gegn ofbeldi Að hennar mati eru svívirðilegustu ummælin yfirlátt látin falla í um- ræðu um kynjamál. „Athugið samt að ég er ekki í neinni kynjabaráttu og hef ekki verið það. Ég taldi mig vera í ofbeldis baráttu og finnst mjög furðulegt að fólk tengi þessa baráttu við umræðuna um önnur mál eins og launamun kynjanna. Þetta er óá- sættanlegt ofbeldi. Mér finnst lítið gert úr karlmönnum ef þeir eiga að taka þessu sem einhvers konar gagn- rýni á sig. Mér dettur ekki í hug að flestir karlar séu svona því þetta eru ekkert annað en ofbeldismenn. Hins vegar er ljóst að einhverjir karlmenn gera þetta og við verðum öll að taka á því saman.“ Í þessu tilfelli varð hún vör við að stjórnandi síðunnar og aðrir menn þar inni gengust upp í því að egna hana þegar hún fór að taka þátt í um- ræðunum. „Þeir voru bara á hött- unum eftir neikvæðri athygli. Það er það sem börn gera. Ég held að þetta sé ekki fullorðinn maður sem hef- ur þessar skoðanir, heldur óhörðn- uð gelgja sem hagar sér líkt og hormónarnir séu komnir lengra en heilinn.“ Strákarnir gengu lengra Hún veit þó ekki hver stendur að baki síðunni og er í raun sama. Hún ótt- ast hann ekki. „Hann sagði að hann væri að „trolla“, ég mætti ekki trúa öllu sem hann segði og að hann vissi að hann hefði vondan málstað að verja. Samt hélt hann áfram að egna mig. Þannig að ég sá að þarna var ekki raunverulega ill og brengluð manneskja heldur einhver sem var að stunda það sem er kallað „troll- ing“ á internetinu – að hrekkja þar til hann fær viðbrögð. Nema hvað, ég „trollaði“ hann á móti og get sagt að ég hafi í raun „outtrollað“ hann því hann fór yfir strikið og andspyrnan varð svo mikil að síðunni var á end- anum lokað. Hefði hann ekki gert það hefði mér ekki tekist að láta loka síðunni. Þess má geta að ég pönkaðist líka í grúppu sem hét Konur eru betri en karlar þar til henni var lokað en það tók ekki nema hálfan dag að gera það. Mér fannst bara eðlilegt að fyrst ég var að þessu á annað borð þá tæki ég báðar grúppurnar niður. Munur- inn var sá að stelpurnar hættu nán- ast strax en strákarnir gengu alltaf lengra.“ Alþjóðlegur vandi Hún segir að hún sé hvergi hætt þótt síðunni hafi verið lokað. Eftir tals- verða yfirlegu hefur hún komist að þeirri niðurstöðu að hluti af vandan- um er sá að þjónustuver Facebook sé á Indlandi. „Það er búið að tala um það frá árinu 2008 hvað Facebook tekur illa á kynjamálum. En það var ekki fyrr en í vikunni sem ég setti það í samhengi við Indland,“ segir Þór- laug. „Fyrirtækið er að spara á kostn- að mannréttinda. Við getum ekki leyft fyrirtækjum að færa framleiðsl- una til þriðja heimsins þar sem fólk er misnotað og neikvæð öfl fá að taka yfir þjónustu þeirra. Þetta virðist vera sérstakt vandamál gagnvart konum og það er ekkert samræmi í því sem Facebook gerir,“ segir hún og bendir á að á umræddri síðu hafi verið birt- ar myndir af skelkuðum konum sem búið var að binda niður á meðan mynd sem Hugleikur Dagsson teikn- aði af Grýlu nakinni var fjarlægð af vefnum. Og þegar hún kvartaði undan graf- ísku ofbeldi var henni marg ítrekað sagt að það væri ekkert athugavert við þessa mynd og það væri engin ástæða til þess að fjarlægja hana áður en það var loks gert. „Þarna á sér stað menningalegur árekstur – ís- lenskar konur kvarta undan misrétti, konur sem búa í landi sem var nýver- ið nefnt besta land í heimi fyrir konur að búa á eru að tala við fólk sem býr í landi sem er í sömu skýrslu nefnt versta landi í heimi fyrir konur. Auð- vitað hefur það áhrif. Það er merki- legt að sá sem er verstur fái að setja staðalinn fyrir alla hina. Þetta er auð- vitað viðkvæmt mál og það er auð- velt að álykta sem svo að þetta sé ein- hvers konar rasismi en þarna er engu að síður menningarlegur munur sem hefur áhrif þegar við ætlumst til þess að mannréttindi okkar séu virt líkt og við erum vanar hér heima.“ n Dulbúnar hótanir „Rauðsokkusandpjöllur“ Eftirfarandi ummæli voru á meðal þeirra sem birtust í tengslum við klámráðstefnuna á blogg- síðum Katrínar, Sóleyjar og annarra kvenna sem stóðu í þeirri baráttu: n Þær fá ÖLLU sínu framgengt, en einhverstaðar verður þetta að stoppa! n Bráðum verður bannað að hafa samfarir á virkum dögum og sunnudögum! n Djöfull langar mig að raka þessar rauðsokkur sköllóttar, gefa þeim geðlyf og setja þær í bólstraðan neðanjarðar klefa og láta þær rotna þar! n Ekki gleypa við hræðsluáróðinum úr herbúðum stigamóta og álika öfgahópum. Niður með öfgafeminsta og lygar þeirra Lifi frelsi Lifi lýðræðI! n Ég hreinlega skammast mín fyrir að þurfa að anda að mér sama lofti og þessi sorglegi einstaklingur. Og einsog ég sagði áður, ég vona að hún eigi ekki kall því ég mundi vor- kenna honum meira en orð fá lýst og hvað þá börn. n Það sem þér vantar er einn GRJÓTharður og helst STRAX! Ég mæli líka með því að þú horfir á eina mynd. Þá væntanlega tekurðu eftir því að konurnar gráta það ekki að leika í þessu. Í þokkabót fá þær töluvert betri laun en karlarnir. n Sem betur fer eruð þið að deyja út, eftir nokkur ár þá verða þessi háværi minnihluti feminista farinn og heilbrigðir feministar eftir. n Ekkert vekur eins hörð viðbrögð n Birti mynd af Þórlaugu þar sem búið var að teikna áverka „Þótt nauðgun væri hræðileg þá væri enn verra ef þeim tækist að þagga niður í mér. Því þá hefðu þeir sigrað. „Þegar hann varð rökþrota not- aði hann þessa aðferð til þess að reyna að ógna mér og þagga niður í mér. m y n d S ig tr y g g u r A r i

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.