Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.2013, Síða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.2013, Síða 16
16 Úttekt 4.–6. janúar 2013 Helgarblað Í slendingar eru uppteknir af veðri og tengdri náttúrunni. Þeir hafa fundið fyrir breytingum á veðri á eigin skinni rétt eins og aðrir heimsbúar. Í haust gekk yfir fár­ viðri sem olli skaða. Áhrif manna á kolefnishringrásina koma æ betur í ljós. Aftakaveður, flóð og fellibyljir hafa í síauknum mæli áhrif á líf mannsins og afleiðingarnar, í náinni framtíð, eru illfyrirsjáanlegar. Við fylgjumst með mannskæðum flóðum og fellibyljum og óttumst um fram­ tíð barna okkar. Margir rækta eigin garð. Gerast sjálfbærari og umhverfis­ vænni. Leggja sitt af mörkum. En það er ekki nóg. En sem betur fer, á meðan náttúran breytist með ógnandi hraða, vinna vísindamenn á borð við Sigurð Reyni Gíslason jarðvísindamann að lausnum. Hann hefur nú gefið út bók sem greinir frá margslunginni hring­ rás kolefnis bæði hnattrænt og í nátt­ úru Íslands sem er upplýsandi fyrir almenning um stöðu mála og leiðir til lausnar. Vægari afleiðingar Sigurð Reyni er að finna á Jarðvís­ indastofnun Háskóla Íslands sem er staðsett í Öskju, Náttúruvísindahúsi Íslands. Byggingin er hálfmannlaus, þetta er fyrsti vinnudagur eftir ára­ mót. En Sigurður Reynir er haldinn ástríðu, hann er alltaf til staðar fyrir málstaðinn. „Á Íslandi verða afleiðingarnar mögulega vægari en víðast hvar annars staðar í heiminum,“ segir Sig­ urður Reynir. En bætir því við að þrátt fyrir það verði þær stórkostlegar ef ekki er brugðist við. Það er full ástæða til að leggja við eyrun þegar Sigurður Reynir tjáir sig um þessi mál því hann á farsælan feril að baki. Sigurður reynir útskrifaðist sem jarðfræðingur frá Háskóla Íslands árið 1980 og tók doktorspróf í jarðefna­ fræði frá John Hopkins­háskólanum í Bandaríkjunum 1985. Hann situr í ritstjórn Chemical Geology, vísinda­ tímarits Evrópusambands jarðefna­ fræðinga. Hann var forseti Geochem­ istry of the Earths Surface, sem er ein af sjö nefndum Alþjóðasambands jarðefnafræðinga og er líka formaður vísindaráðs CarbFix sem er alþjóðlegt vísindaverkefni um bindingu kolefnis í bergi. Al Gore breytti umræðunni Fyrir ofan bókahillu er verk eftir Henri Matisse. Sigurður Reynir heillaðist af verkum listamannsins er hann var í námi úti í Bandaríkjunum. „Þetta er bleika konan, eftir Matisse. Ég valdi líka verk eftir Matisse á kápu bókar minnar. Verkið er einn frægasti hring­ dans sögunnar og mér fannst myndin viðeigandi. Því hraðinn í dansinum er orðinn svo mikill að farið er að strekkjast á handleggjum dansaranna og einn að losna úr keðjunni. Mér finnst myndin vera afar táknræn lýs­ ing á kolefnishringrás jarðarinnar.“ Sigurði finnst full ástæða til þess að taka það fram strax í upphafi að vís­ indamenn séu nokkurn veginn sam­ mála um að það sem valdi hækkun á hitastigi jarðar sé aukinn styrkur svokallaðra gróðurhúsalofttegunda af mannavöldum með koltvíoxíð í aðal hlutverki. „Hvers vegna tek ég það fram strax í byrjun? Þetta er jú há pólitískt efni og hagsmunaaðilar eins og til dæmis í Bandaríkjunum tóku um tíma hreinlega fjölmiðla­ umræðuna yfir, þá sér í lagi ýmsar fréttaveitur eins og Fox og Wall Street Journal. Al Gore breytti hins vegar um­ ræðunni fyrir hrun og fékk almenn­ ing til að rýna í umræðuna og hugsa til lengri tíma. Eftir hrun er mikilvægt að ná upp dampinum aftur.“ Í kappi við tímann Sigurður Reynir bendir á að flestir séu gjarnir á að hugsa í skammtímalausn­ um. Því séu fjölmiðlarnir mikilvægir og það þurfi að huga sérstaklega að því að stórir hagsmunaaðilar sækist í og hafi ágóða af því að stjórna um­ ræðunni. „Það varð þýðingarmikil breyting með tilkomu baráttu Als Gore, sem talaði máli breiðfylkingar vísindamanna. En það verða alltaf þessir kverúl­ antar í umræðunni sem vilja koma sínum sjónarmiðum að. Þá er mikil­ vægt að almenningur viti að vísinda­ menn eru almennt sammála um orsakir og áhrif loftslagsbreytinga og deila svipaðri framtíðarsýn og ég, og við erum í kappi við tímann að vinna að lausnum.“ Náttúran ræður för Sigurður Reynir segir meðbyrinn í baráttunni gegn loftslagsbreytingum hafa minnkað eftir hrun. Obama hafi þó rætt um áhrif loftslagsbreytinga eftir fellibylinn Sandy og borgarstjóri New York sýni honum stuðning sem reynist lóð á vogarskálarnar í fjöl­ miðlaumræðunni. „Það var meðbyr í baráttunni hann náði líklega hámarki þegar Al Gore og loftslagsnefnd Sameinuðu þjóðanna fengu nóbelsverðlaunin. Væntingarnar voru ekki síst miklar fyrir loftslagsráðstefnuna í Kaup­ mannahöfn í desember 2009 og þá sér í lagi með Obama í stafni í Banda­ ríkjunum. En þá sprakk blaðran og menn sögðu hreinlega: „Við höfum ekki efni á þessu núna. Við þurfum að leysa efnahagsvandann fyrst.“ Lofts­ lagsmálin komust ekki á dagskrá í for­ setakosningunum í Bandaríkjunum í haust. En kaldhæðið,“ segir Sigurður Reynir og dæsir. „Að sjálfsögðu ræður náttúran för því svo kemur fellibylur í sjálfri New York í lok kosningabarátt­ unnar og málefnin fengu aftur aukið vægi, sem betur fer.“ Ósýnileg ógn Sigurður nefnir að hér á landi gæti einnig þessarar hagsmunabaráttu þótt hún sé af mun minni stærðargráðu. „Jú, það má til dæmis nefna að um leið og upp komu hug­ myndir um kolefnisskatt hér heima heyrðust gagnrýnisraddir og fólk virt­ ist ekki meðvitað um mikilvægi þess að setja verðmiða á losun kolefnis út í andrúmsloftið. Algjört aðalatriði er að það þýðir ekki að berjast á móti opinni, upp­ lýstri umræðu um orsakir og af­ leiðingar loftslagsbreytinga. Þær eru staðreynd. Þess í stað eigum við að sjá tækifæri í ógninni. Mörg ríki Banda­ ríkjanna eru til dæmis mjög fram­ sækin í þessu og sjá viðskiptatækifæri í því að finna umhverfisvænar lausn­ ir og stuðla að grænum lífsstíl,“ segir Sigurður og segist trúa því að margir eigi enn hreinlega bágt með að trúa því að ógnin sé raunveruleg. Hluti af vantrúnni hljóti að felast í því hversu ósýnileg ógnin er. „Ef það væri brúnn litur og vond lykt af koltvíoxíði þá værum við löngu búin að gera eitthvað. En kolefnið er bæði ósýnilegt og lyktarlaust og því Reykjavík á floti Kristjana Guðbrandsdóttir hitti Sigurð Reyni Gíslason jarðvísindamann á skriftstofu hans í Jarð- vísindastofnun og ræddi við hann um kolefnisógnina og hvernig framtíð bíður okkar og barna okkar ef við henni er ekki brugðist, tækifærin sem felast í ógninni fyrir Íslendinga sem eiga sér mögulega gróðavon í þróun lausna á umhverfisvandanum og fjölmiðla- umræðu um vandann. Kristjana Guðbrandsdóttir blaðamaður skrifar kristjana@dv.is Heiminum bjargað á Hellisheiði Sigurður Reynir hefur nýverið gefið út bók um kolefn- ishringrásina og stýrir teymi á Hellisheiði sem gerir tilraunir með að binda kolefnið í berg. „Seltjarnarnes verður eins og lítil eyja út frá Reykjavík

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.