Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.2013, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.2013, Blaðsíða 19
Erlent 19Helgarblað 4.–6. janúar 2013 Bílaverkstæði Varahlutaverslun Smurstöð Dekkjaverkstæði Bremsur, spindilkúlur, stýrisendar, o.fl., o.fl. Allar gerðir bætiefna fyrir vél, drif og gírkassa www.bilaattan.is Allt á einum stað Gjafmildir auðmenn n Warren Buffett gefur mest til góðgerðamála n Ekki verið meira gefið síðan árið 2008 B andarískir milljarðamær- ingar voru duglegri árið 2012 en mörg undanfarin ár við að gefa fé til góðgerðamála. Bandaríska blaðið Forbes fjallaði um gjafir auðmanna til góð- gerðamála á liðnu ári á dögunum en upplýsingarnar voru teknar saman af bandaríska tímaritinu The Chronicle of Philanthropy. Samanlögð upphæð fimmtán stærstu einstöku gjafanna í fyrra nam 3,09 milljörðum dala, upp- hæð sem samsvarar 392 milljörðum króna á núverandi gengi. Samanlögð upphæð fimmtán stærstu gjafanna hefur ekki verið hærri síðan árið 2008 þegar upphæðin nam átta milljörðum dala, eða rétt rúmlega þúsund millj- örðum króna á núverandi gengi. Buffet gefur mest Auðjöfurinn Warren Buffett, sem var þriðji ríkasti maður heims á lista Forbes í fyrra, er duglegastur allra við að gefa fé til góðgerðamála. Í ágúst síð- astliðnum, sama dag og hann fagnaði 82 ára afmæli sínu, hét hann því að leggja 3,09 milljarða dala í þrjá góð- gerðasjóði sem eru í eigu fjölskyldu hans. Í viðtali við Forbes bendir Stacy Palmer, ritstjóri The Chronicle of Philanthropy, réttilega á að heildar- upphæðin væri mun minni ef ekki væri fyrir gjafmildi Buffetts. „Ef þú tækir frá upphæðina sem Buffett gaf er heildarupphæðin minni en í fyrra,“ segir Palmer en heildarupphæðin árið 2011 nam 2,6 milljörðum dala, eða 330 milljörðum króna. Milljarðar í rannsóknir Fleiri þekktir auðmenn gáfu rausnar- lega til góðgerðamála á liðnu ári. Mark Zuckerberg, stofnandi Facebook, lét 500 milljónir dala, 63,5 milljarða króna, renna í Silicon Valley Comm- unity-góðgerðasjóðinn á nýliðnu ári en óvíst er hvernig sjóðurinn mun nota upphæðina. Þá lét fasteignamógúllinn Mortimer Zuckerman 200 milljón- ir dala renna í sjóð Columbia-háskól- ans sem notaður er í heilarannsóknir. Annar aðili sem lætur sig rannsókn- ir á mannsheilanum varða er Íslands- vinurinn og meðstofnandi Microsoft, Paul Allen, sem lét 300 milljónir dala renna í heilarannsóknarsjóð sem hann stofnaði í eigin nafni. n 1 Warren BuffettUpphæð: 3,09 milljarðar dala, 392 milljarðar króna Peningarnir runnu í þrjá góðgerðasjóði í eigu fjölskyldu Buffetts. 2 Mark ZuckerbergUpphæð: 498 milljónir dala, 63,5 milljarðar króna Peningarnir fóru í Silicon Valley Community-sjóðinn sem ætlaður er í mennta- og heilbrigðiskerfið. 3 Paul AllenUpphæð: 300 milljónir dala, 38 milljarðar króna Peningarnir renna í sjóð til rann- sókna á mannsheilanum, Allen Institute for Brain Science. 4 Mortimer ZuckermanUpphæð: 200 milljónir dala, 25,4 milljarðar króna Runnu í sjóð til rannsókna á mannsheil- anum, Columbia University's Mind Brain Behaviour Institute. 5 Fred FieldsUpphæð: 150 milljónir dala, 19 milljarðar króna Peningarnir runnu í Oregon Communty- sjóðinn sem ætlaður er til að auka veg menntunar og lista. 6 Carl IcahnUpphæð: 150 milljónir dala, 19 milljarðar króna Peningarnir runnu til læknadeildar Mount Sinai-skólans og eru ætlaðir til rannsókna. 7 David GundlachUpphæð: 140 milljónir dala, 17,7 milljarðar króna Peningarnir runnu í Elkhart County-sam- félagssjóðinn. 8 Phil KnightUpphæð: 125 milljónir dala, 15,8 milljarðar króna Peningarnir runnu í Heilsu- og vísinda- háskólann í Oregon og eru ætlaðir til hjartarannsókna. 9 Michael Moritz og Harriet Heyman Upphæð: 116,4 milljónir dala, 14,8 milljarðar króna Peningarnir runnu til Oxford-háskóla og fara í styrki fyrir afreksnemendur. 10 David GeffenUpphæð: 100 milljónir dala, 12,7 milljarðar króna Peningarnir runnu til læknadeildar Kaliforníu-háskóla og fara í styrki fyrir nemendur. 10 stærstu gjafirnarEinar Þór Sigurðssonblaðamaður skrifar einar@dv.is „Ef þú tækir frá upphæðina sem Buffett gaf er heildarupphæðin minni en í fyrra

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.