Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.2013, Qupperneq 20

Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.2013, Qupperneq 20
Sandkorn Á undanförnum dögum hafa nokkrir fjölmiðlar sammælst um að fjalla um athugasemda­ kerfi DV sem upphaf og endi hins illa orðs í netheimum. Sumpart eru þeir sem halda uppi umræðunni samkeppnismiðlar DV sem halda sjálfir úti athugasemda­ kerfum en kjósa að láta sem aðeins einn fjölmiðill beri ábyrgð á slíku. Og eins og venjulega einkennist umræð­ an af þekkingarleysi og fordómum í bland við þörfina til að koma höggi á samkeppnisaðila. Rót umræðunnar er að finna í áramótaskaupinu þar sem orð úr netheimum voru sviðsett sem bein mannleg samskipti. Þetta grín var merkt DV einum fjölmiðla sem er sjálfsagt og eðlilegt. Grín og gaman­ mál eru hafin yfir kröfuna um trú­ verðugleika. Vandinn er hins vegar sá að þegar málið fer í almenna umræðu er haldið áfram að veitast að DV og öllum þeim sem skrifa athugasemdir þar í gegnum Facebook. Endalaust er hamrað á því að DV beri ábyrgð á þeim hroða sem kemur frá net­ tröllum. Grundvallarástæða þess að opið er fyrir athugasemdir við fréttir DV er sú að þannig er almenningi gefinn kostur á að tjá sig um þjóð félagsmál. Þetta er vettvangur hins frjálsa orðs en þó með ákveðnum takmörkunum. Ritstjórn DV hefur áskilið sér rétt til þess að eyða ummælum sem kunna að vera meiðandi. Og undantekningarlaust er ítarlega farið ofan í ábendingar lesenda þess eðlis að einstakir álits­ gjafar hafi gengið of langt í ummæl­ um sínum. Nær daglega er ummæl­ um eytt og hundruð dæma eru um að einstakir netsóðar séu varanlega útilokaðir frá því að gera athugasemd­ ir á DV. Og í allra viðkvæmustu málum eru athugasemdir alls ekki leyfðar. Vandinn er hins vegar sá að DV hefur ekki tök á uppsprettu ummæl­ anna. Öll skráð ummæli eiga sér upphaf á Facebook­síðum viðkom­ andi. Þótt ritstjórn DV eyði ummæl­ unum sín megin halda þau áfram að lifa sjálfstæðu lífi á Facebook. Þannig má öllum vera ljóst að ábyrgðin á um­ mælunum liggur annars staðar en hjá fjölmiðlinum. Fyrir liggja dómar þar sem lögsótt var fyrir ummæli sem birtust í athugasemdakerfi DV.is. Fjöl­ miðillinn var sýknaður en einstak­ lingarnir sem stóðu að baki ummæl­ unum voru gerðir ábyrgir fyrir eigin orðum. Það þýðir auðvitað að það að gera DV eitt og sér ábyrgt vegna þeirra sem fara offari á netinu er óhróð­ ur af versta tagi. Þetta er álíka og að lýsa ábyrgð á útvarpsstöð vegna um­ mæla nafntogaðs einstaklings á þeim vettvangi. Hver og einn sem tjáir sig í athugasemdakerfi er sjálfur ábyrgur. Eða til þrautavara Facebook sem legg­ ur til uppsprettuna. En hvað sem allri umræðu líður er nauðsynlegt að halda því til haga að langstærstur hluti þeirra sem læt­ ur í ljósi skoðun sína í athugasemda­ kerfi er gott og vandað fólk sem fer fram af kurteisi og yfirvegum. Örlítill minnihluti er í því að ausa óhróðri eða jafnvel dulbúnum hótunum yfir sam­ borgara sína. Svæsið dæmi um slíkt er þegar Hildur Lilliendahl var kynnt sem Hetja ársins hjá DV vegna óvæginn­ ar baráttu hennar gegn misrétti í garð kvenna. Nokkur nettröll veittust að henni með hrakyrðum og óhróðri auk þess að blaðamenn DV fengu sinn skerf á borð við það að vera sagðir heiladauðir. Hildur var borin þannig sökum að mörgum ofbauð. Henni hef­ ur verið óskað dauða og hún var sök­ uð um að selja sig til áhrifa, vammlaus konan. Í því tilviki hefur verið lokað á fjölmarga rudda sem eiga þess ekki kost framar að gera athugasemdir á DV. En þeir geta eftir sem áður haldið áfram að níðast á fólki á Facebook­ síðum sínum. Það er ekki á valdi DV að loka rógsveitunum á þeim enda. Jafnframt er aðeins örlítill minnihluti sem þannig veittist að æru Hildar. Meirihluti þeirra sem tjáðu sig gerði það með sómasamlegum hætti. Rónarnir koma óorði á brennivín­ ið. Hið sama á við um orðræðuna í netheimum. Lítt þroskaðir, illa inn­ rættir einstaklingar sverta marga. Sú framganga breytir ekki þeirri stað­ reynd að tjáningarfrelsið stendur öðru ofar. Verkefnið er að siðvæða um­ ræðuvettvanginn með því að henda nettröllunum út. Athugasemdakerfi þar sem nafnbirtingar er krafist eru af hin góða. Tryggvi og Kristján n Mikil átök eru á meðal sjálfstæðismanna í Norð­ austurkjördæmi þar sem Tryggvi Þór Herbertsson sæk­ ir að Kristjáni Þór Júlíussyni, oddvita flokksins. Litlir kærleikar hafa verið á milli þingmannanna tveggja í gegnum tíðina og hefur kuldinn aukist. Tryggvi Þór þykir vera klækjarefur sem býr yfir ýmsum ráðum í slagnum við Kristján Þór en er þó ekki talinn eiga möguleika á sigri í lok mánaðarins. Þorvaldur þögull n Í þessum mánuði mun stjórnmálaaflið Dögun kynna frambjóðendur sína. Víst er að þingmennirnir, Þór Saari og Margrét Tryggva- dóttir munu skreyta lista. Einnig liggur fyrir vilji Lýðs Árnasonar, læknis og út­ gerðarmanns, til að taka slaginn. Lýður býr í Hafnar­ firði og er ekki ólíklegt að hann fari fram í Kraganum. Stóra spurningin er hins vegar sú hvort Þorvald- ur Gylfason muni gefa kost á sér. Liðsinni hans mun örugglega skipta sköpum fyrir Dögun sem sækir á brattann. Hundur Davíðs n Afstaða fólks til ára­ mótaskaups Sjónvarps­ ins virðist skiptast í tvö horn sam­ kvæmt net­ könnun DV. Um helm­ ingur telur að skaupið hafi verið lélegt eða arfaslakt. Bjarni Benedikts- son, formaður Sjálfstæðis­ flokksins, fékk harkalega á baukinn að vanda en hon­ um var að þessu sinni líkt við hund Davíðs Oddssonar. Ef skoðað er hversu margir telja skaupið vera arfalélegt liggur sú tala nærri kjörfylgi Sjálfstæðisflokksins. Gervisíld n Kryddsíld Stöðvar 2 var rislítil að þessu sinni. Af einhverjum ástæðum var þátturinn tekinn upp einhverj­ um dögum fyrir út­ sendinguna á gamlárs­ dag. Hann bar þess merki að þar vantaði þá stemningu sem fylgir beinni útsendingu. Aðstandendur Krydd­ síldarinnar höfðu von­ ast til að geta haldið því leyndu að varan var gömul. Voru þátttakendur beðnir um trúnað. Þór Saari þing­ maður sá aftur á móti ekki ástæðu til að taka þátt í þagnarbandalaginu og bloggaði um gervisíldina. Ég krota þetta í dagbókina Ég er mjög stolt Þóra Arnórsdóttir fréttamaður setur sér nokkur markmið í byrjun hvers árs. – DV Hildur Lilliendahl var valin hetja ársins 2012 af lesendum DV. – DV Hildi óskað dauða „ Rónarnir koma óorði á brennivínið. Ég á mér þá von ... A lltaf skal nýtt ár byrja með þeim hætti, að ég baða mig í nýrri vonarglætu. Þetta sviðsljós er oftast einkaflipp sem hefst á miðnætti þegar að ég óska sonum mín­ um árs og friðar. Já, á meðan flugelda­ sýning fjöldans verður að einni alls­ herjar gleði í hjörtum okkar, fyllist ég von. En þessi von er ekki einsog sú sem ég drekk í mig með morgunkaffinu við hverja dögun. Hér er á ferðinni máttur sem mig langar að deila með ykkur. Ég held nefnilega að það sé löngu tíma­ bært, að ég leyfi ykkur að njóta með mér yndisins þess arna. Ég á semsagt þá von að allt fari á besta veg. En stundum er leiðin að besta veginum torsótt og grýtt. Og jafnvel þótt það hafi hvarflað að mér að okkar bíði betri tíð með blóm í haga, er samt einsog dýfa kreppunn­ ar hafi ekki verið nægjanlega djúp fyr­ ir þessa þjóð. Það liggur við að maður voni að hér eigi allt eftir að fara á allra versta veg, ef það mætti nú verða til þess að þjóðin vaknaði af fastasvefni fáviskunnar. Það er nefnilega svo, hér á okkar fagra landi, að fólk er til í að dansa kringum gullkálfinn um leið og tækifæri gefst. Eiginhagsmunapólitíkin er svo ráðandi í fátækum hjörtum. Og hjörtu sem ekki eiga kærleika, setja sér hin einföldu markmið græðginnar; að eignast sem mest með sem minnstri fórn. Og svona hugsar fólk jafnvel þótt oftsinnis læðist að því sá grunur, að nánast enginn munur sé á mamm­ onsku og mannvonsku. En von mín er ekki á þessum veika grunni reist. Reyndar er ég ekki að ætlast til þess að fólk stefni að því að verða ljótt, leiðinlegt og fátækt, þótt mér komi til hugar að nefna það, að ástæðulaust sé fyrir hvern einasta landsmann, að setja sér það mark að verða fallegur, skemmtilegur og ríkur. Dýrkun útlits og umbúða er einfaldlega ekki þess eðlis að æskilegt sé fyrir mannshugann að keppa að slíku. Eilíft kapphlaup við eigin skuldahala er í raun og veru ekki boðlegt hlutskipti nokkrum manni. Enda eru líkklæði vasalaus. Að dýrka útlit sitt, að eyða frítím­ anum framan við spegil, að monta sig af nýju andlitslyftingunni, nýja bílnum og öllum ríku vinunum, er ábyggilega ein mesta sóun lífsgæða sem hægt er að falla í. Þarna held ég að gryfja fá­ fræðinnar sé einsog opin leið til kvik­ setningar mannsandans; jarðarför seldrar sálar. Ég á mér semsagt þá von, að einhvern daginn vakni þjóð mín af fastasvefni fáviskunnar. Hér er ekki um einhvern fegrunarblund að ræða. Við þurfum að varpa af okkur hlekkj­ um hégómans og temja okkur fagra hugsun; átta okkur á því að hér er pláss fyrir okkur öll. Við höfum engan rétt til að líta upp til þeirra sem hafa náð að hagnast á óförum annarra og við höfum ekki heldur rétt til að líta niður á þá sem minna mega sín. Líf okkar getur einfaldlega ekki snúist um það að örfáir einstaklingar njóti forgangs, einvörðungu vegna þess að sá minni­ hluti nær að troða sér fremst í röðina. Það er til meðalvegur, það er til réttlæti og það er til lausn. Það er bók­ staflega til sanngjörn lausn sem er laus við hégóma heimskunnar og tildur trúarbragðanna. Þessa lausn nálgumst við með því að rækta með okkur kær­ leika og hjartagæsku. Gleðilegt nýár! Og þú mátt svosem fagna þínum friði og fyrir hverja raun með gleði þakka því lífið þitt er einsog merkimiði á meiriháttar stórum jólapakka. Leiðari Reynir Traustason rt@dv.is Útgáfufélag: DV ehf. Stjórnarformaður: Ólafur M. Magnússon Ritstjóri: Reynir Traustason (rt@dv.is) Fréttastjóri: Ingi Freyr Vilhjálmsson (ingi@dv.is) Umsjón helgarblaðs: Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir (ingibjorg@dv.is) Umsjón innblaðs: Kristjana Guðbrandsdóttir (kristjana@dv.is) Framkvæmdastjóri og vefstjóri DV.is: Jón Trausti Reynisson (jontrausti@dv.is) Sölu- og markaðsstjóri: Heiða B. Heiðarsdóttir (heida@dv.is) Umbrot: DV Prentun: Landsprent Dreifing: Árvakur DV á netinu: www.dv.is F R J Á L S T, Ó H Á Ð D A G B L A Ð Heimilisfang Tryggvagötu 11 Hafnarhvoli, 2. hæð 101 Reykjavík FRéTTASkoT 512 70 70 DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. 512 7000 512 7010 512 7080 512 7050 AÐALnúmeR RiTSTJÓRn ÁSkRiFTARSími AuGLýSinGAR 20 4.–6. janúar 2013 Helgarblað Skáldið skrifar Kristján Hreinsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.