Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.2013, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.2013, Blaðsíða 22
22 Umræða 4.–6. janúar 2013 Helgarblað M amma varð áttræð á gamlárs­ dag. Yngri dóttir mín verð­ ur átta í vor. Ég er staddur á miðjum aldri. Og ber ábyrgð samkvæmt því. Við sem stöndum í miðjunni verðum að standa okkur. Nú er Ísland í okkar umsjá. Í einu jólaboðinu vatt sér að mér gamall kunningi og sagði: „Þú hefur tekið þátt í því að stilla upp þessum tveimur valkostum sem ég kalla nú bara ókosti: Annaðhvort Evrópusambandið eða Útilokunar­ sambandið (Mogginn, Davíð, LÍÚ, Heimssýn & Sjálfstæðisflokkurinn). Ég neita því að þurfa að velja á milli þessara tveggja ókosta! Ég heimta eitthvað nýtt!“ Nýtt ár vill nýtt. Orð hans sátu í mér. Er þriðja leiðin í boði? Er í alvörunni eitthvað nýtt í boði? 2. Senn líður að lokum fyrsta kjör­ tímabils frá Hruni. Við sem vorum reið í byrjun þess, hröktum Hrun­ stjórnina frá og fengum „okkar fólk“ í Stjórnarráðið, erum ekki jafn reið og áður, heldur meira á varðbergi; innst inni óttaslegin um hvað gerist í kosningum vorsins. Tekst okkur að fylgja dæmi Obama og verja óvin­ sælt og vanþakklátt uppbyggingar­ starf, eða verður valtað yfir allar góðar tilraunir til samábyrgðar, skynsemi, nýsköpunar og norrænn­ ar þolinmæði í vexti viðskiptalífs, og aftur „gefið í“ að hætti hússins við Háaleitisbraut 1? Það var einhver brosmildur léttir í áramótaávarpi Jóhönnu Sigurðar­ dóttur: Hér talaði kona sem hafði lagt hart að sér og fannst hún hafa unnið gott verk. Það sást að hún var fegin að þurfa ekki að taka einn slaginn enn, enda komin nálægt mömmu í aldri. En hvað tekur við af henni? 3. Í hverri viku heilsa mér menn (karl­ menn já) sem brosa milt í byrjun en píra svo augun af pirringi: „…jú jú, þetta mallar, en nú verðum við bara að koma þessum vinum þín­ um frá. Þessi andskotans vitleysa gengur ekki lengur!“ Íslensku krónukarlarnir eru alveg að springa. Þeir geta ekki beðið lengur eftir því að fá sam­ félagið aftur á sitt vald. Sami tónn­ inn heyrðist frá þingmönnum Flokksins í aðdraganda jóla. Heift­ in, reiðin og botnlaust úthaldið í málþæfingum sagði manni að nú væri allri kurteisi lokið. Héðan í frá fengi frekjan ein að ráða. Fyr­ ir vikið líður mörgum eins og litla glereygða nemendafélagsnördin­ um sem hefur gert allt til að byggja upp heilbrigt félagslíf og borga skuldir fyrri stjórnar sem mönnuð var af forhertustu fautum skólans. Nú hafa þeir hinsvegar króað litla nörd inn af útí horni á skólalóðinni og öskra á hann: „Skilaðu lyklunum!“ Þetta var orðalagið sem Bjarni Benediktsson notaði á þingi fyr­ ir jól. Hann skoraði á Jóhönnu „að skila lyklunum“. Sjálfsagt var þetta sagt í hita leiks og ekki yfirvegað orðalag, en óneitanlega afhjúpar það hugarfarið: „Við eigum Stjórnarráðið! Þið fenguð það bara lánað í smá tíma! Láttu mig fá lyklana!“ Í sögu landsins hefur Sjálfstæðis flokkurinn víst aldrei setið heilt kjörtímabil í stjórnar­ andstöðu. Við erum því komin inn á áður ókunnugt landsvæði, og sumir kunna ekki við sig, eru farn­ ir að öskra. Og það fyllir okkur af valdfrekjumeðvirkni. 4. Og í bakgrunni hljómar söngurinn sígildi um „Hjól atvinnulífsins“. „Það verður að koma þeim í gang!“ „Ríkið skuldar okkur fram­ kvæmdir!“ „Það verður að setja meiri pening í greinina!“ Aftur kemur frekjuhugtakið upp í hugann. Hjól atvinnulífsins virð­ ist vera þríhjól. Eins og bandóður barnakór sem æpir á pulsu og ís mæta jakkafataklæddir menn í fréttatíma eftir fréttatíma og heimta pening, ríkisstyrk, fleiri verkefni, fleiri störf, lægri skatta, afnám gjalda, ef ekki hreinar afskriftir. Þeir heimta afturhvarf til hins gefandi ríkisvalds, til ríkisvalds í einkaeigu. Afturhvarf til þess tíma þegar þeir áttu „aðgang“ að ríkissjóði, þegar þeir höfðu gemsanúmerið hjá fjár­ málaráðherra og gátu hringt, jafn­ vel á sunnudagsmorgni, í von um peninga úr ríkiskassanum, peninga sér til handa. Því sá er undirtextinn í söngnum um „Hjól atvinnulífsins“. „Í landi hinna klikkuðu karl­ manna“ (svo vitnað sé í Andra Snæ) eru þeir vanir að fá sínu fram, fá „fé til stórframkvæmda“, „skilning hjá stjórnvöldum“, „fyrirgreiðslu hjá hinu opinbera“ og „innspýtingu í greinina“. Á Íslandi er löng hefð fyrir slíkum stórorkustalínisma, slíkum pilsfalda­ kapítalisma. Útgerðarmenn fortíðar gátu sannarlega hringt í forsætis­ ráðherra þótt á sunnudagsmorgni væri og pantað hjá honum gengis­ fellingu ef illa áraði. Dygði það ekki var kveikt í frystihúsinu og hafið nýtt líf fyrir tryggingaféð. Loðdýra­ kóngar fengu allt á lánum hjá systur­ flokknum en fóru svo á hausinn þegar raunveruleikinn tók við. Risu svo upp aftur og fóru í laxeldið. Þeir gömlu spillingarbangsar máttu þó eiga það að hafa stundað það sem kalla mátti rekstur þótt falskur væri. Annað en segja mátti um næstu kyn­ slóð íslenskra ævintýramanna: Hið þráláta markmið útrásarvíkinganna var einungis það að taka yfir rekstur, strípa hann og veðsetja, svo komast mætti yfir annan og meiri rekstur. Þeir stunduðu ekki rekstur heldur átu hann. Sumir þeirra voru með síma­ númerið hjá forsætisráðherra og fengu banka í nesti, aðrir urðu sjálf­ ir að útvega sér einn slíkan til að naga innan frá. En að lokum lentu skuldir þeirra líka á herðum lands­ manna, rétt eins og útgerðarmanna og loðeldismanna fyrri tíðar, þótt tölurnar væru töluvert hærri. Með þá dæmda úr leik virðist hinsvegar aðeins gamla kynslóðin standa eft­ ir, kynslóðin sem kann bara eitt lag, pilsfaldasönginn um „Hjól atvinnu­ lífsins“. Og nú bíða þeir eftir því að símavinir þeirra komist að á ný. 5. Hér virðist engin von til að upp vaxi kynslóð viðskiptamanna og at­ vinnurekenda sem lærir að komast áfram á sjálfum sér, á frumlegum hugmyndum og snjöllum útfær­ slum, frekar en að treysta sífellt á „vinveitta ríkisstjórn“, tengslin við Flokkinn, flóttaleiðir kennitölu­ flakksins, og syndakvittanir af­ skriftanna. Hjólandi um á þríhjóli atvinnulífsins þurfa þeir aldrei að hafa áhyggjur af ábyrgð fullorðins­ áranna. Ævilangt fá þeir að una sér í þeim sjúklega sandkassa sem ís­ lenskt viðskiptaumhverfi er, þar sem allir krakkar fá mömmukoss ef þeir detta á hausinn, mömmukoss með afskriftum og nýja kennitölu að auki. „Svona, svona, allt bú! Mamma kyssir á báttið. Farðu nú aftur að leika þér!“ Og hér hefur Jóhanna reynst móðir allra mæðra, því hér er allavega eitt sem henni tókst ekki að breyta, og tókst ekki einu sinni að útskýra fyrir okkur af hverju henni tókst ekki að breyta. Íslensk­ ir athafnamenn þurfa því engu að kvíða. Engu skiptir hvernig þeir standa sig. Ef illa fer verður tapið bara afskrifað og eiginfjárstaðan því alltaf góð. (Í alvöru, strákar, hvernig nenniði að starfa í svona umhverfi? Er þetta í alvörunni gam­ an?) Á Íslandi er því ekki hægt að tala um samkeppnisumhverfi. Eina samkeppnin hérlendis snýst um af­ skriftir. Í Þingholtunum gengur brandar­ inn um útgerðarmanninn í hverf­ inu sem í tilefni jóla fyllti garðinn af ljósaperum og hafði eina fyrir hverja milljón sem hafði verið af­ skrifuð hjá honum á árinu, þær voru víst 3.000 talsins. Samt er þetta maður sem syngur reglulega á samkomum með Grátkór LÍÚ og sakar stjórnina um að níðast á sér og sínum, og sparkar svo gjarnan í okkur listamenn í leiðinni, fyrir að starfa í birtunni frá nokkrum ljósa­ perum frá því sama ríki. Afskriftir og kennitöluflakk er hið ólæknandi krabbamein íslensks efnahagslífs. Fjögurra ára vinstri­ stjórn hefur engu breytt um það. 6. Er okkur þá nokkuð viðbjargandi? Erum við ekki að eilífu föst í klóm hinna klikkuðu karlmanna? Jafn­ vel fjögur ár til vinstri virðast engu breyta, sama hvað þeir sjálfir væla. Er til einhver ný leið? Maður leyfir sér að vona það, en sér hana samt ekki. Og sneisafull af valdfrekjumeð­ virkni sýnum við sífellt sama við­ bragð: Að tala gegn fulltrúum klikks­ ins, gegn málþjófunum á Alþingi, gegn því sem við óttumst að hellist yfir okkur á ný. Og erum þannig sek um að viðhalda tvíhyggjunni, grafa fleiri skotgrafir. En hvernig semur maður við fólk sem froðufellir af valdfrekju og neitar sér um alla sjálf­ skoðun, hvað þá auðmýkt? Hvernig semur maður við nýj­ ustu fulltrúa hins gamla sem neita enn að horfast í augu við nálæga fortíð? Það næsta sem þau komast því er þetta: „Vitanlega fór ýmislegt úrskeiðis hér í hagstjórn ásamt því að yfir hinn vestræna heim gekk ein versta fjármálakreppa sögunnar.“ (Illugi Gunnarsson á Beinni línu DV.is) „Allir stjórnmálaflokkar eiga að skoða sín verk og áherslur reglu­ lega.“ (Hanna Birna á Beinni línu DV. is) Og einn þeirra bætir um betur. „Versta ríkisstjórn sögunnar,“ segir Friðjón R. Friðjónsson um núver­ andi stjórn í áramótauppgjöri Eyj­ unnar. Versta ríkisstjórn sögunnar. Hvorki meira né minna. Hvernig dílar litli nemendafélags­ nördinn við fautana á skólalóðinni sem heimta sífellt af honum lykilinn og taka hann á taugum með því að uppnefna hann versta bekkjarfor­ mann sögunnar, af því honum tókst ekki að borga skuldir þeirra nógu hratt og halda þeim nógu mörg partí? Á hann að reyna að róa þá með mál­ efnalegu tali? Reyna sáttaleið? Reyna að benda á fugl? Eða bara gefast upp og afhenda þeim lyklana? 7. Þrátt fyrir að „vera í stjórn“, finnum við í lok kjörtímabils til vanmáttar. Hvernig eigum við að geta kosið til þings, kosið eitthvað nýtt til þings, þegar þinghúsið sjálft er í raun ónot­ hæft? Það er búið að þrífa það að utan, eggjabrotin og jógúrtgumsið, en innandyra er ennþá allt útbíað. Ég skellti mér nefnilega á þing­ palla fyrir jól. Við vorum að koma úr hádegismat á Bergsson og lang­ aði að kíkja við. (Sem drengur hékk ég oft á þingpöllum, þótti alltaf undarlega gaman að fylgjast með leiðindunum í rakspíraköllunum sem þá luntuðust þar um sali.) Vopnaleitin var bara skemmtileg og við komum inn í miðja atkvæða­ greiðslu. Andrúmsloftið var sannar­ lega rafmagnað og kom manni í opna skjöldu. (Ég hafði ekki komið á þingpalla síðan 2009.) Groddaskap­ ur og óróleiki fyllti loftið. Uppsöfnuð illindi lágu eins og lágþokublettir yfir salnum. Og allt var á einhvern hátt orðið svo sjúskað og skítugt. Það var búið „að eyðileggja salinn“, eins og Guðmundur Steingrímsson hafði síðar á orði. Jafnvel þingmenn sjálf­ ir voru illa teknir í framan af svefn­ og samviskuleysi, karlar orðnir feitir og konur höfðu ófríkkað. Tilfinn­ ingin var sorgleg og enn sorglegra var að sjá sjálfa pontuna. Það fór ekki á milli mála: Hún leit út eins og fórnar lamb raðnauðgana. Hún hafði verið misnotuð mánuðum saman. Og í hvert sinn sem bjölluvein henn­ ar berast manni í gegnum viðtækin fær maður hland fyrir hjartað. Það blasir við að næsta þing getur ekki farið fram í Alþingishúsinu. Það verður að hvíla, leyfa því að jafna sig. Við hæfi væri að næsta þing verði haldið í Hegningarhúsinu við Skólavörðustíg. Það er góð hefð fyrir því að landinu sé stjórnað úr göml­ um fangelsum. Í næstu kosningum fella kjósendur sinn dóm og senda þau inn sem verðskulda fjögur ár. 8. Framtíðin virðist því ekkert sérlega björt á þessu nýja ári, nema kannski hjá samnefndum flokki. Þegar hug­ urinn hvarflar að „einhverju nýju“, og þeim sem þrá þriðju leiðina fram­ hjá ESB og ÚSB, berst talið fljótt að Jóni Gnarr. Við sem ekki fögnuðum skrautlegri komu hans inn í ís­ lensk stjórnmál fórum fljótt að ef­ ast um þann dóm. Þrátt fyrir sitt fá­ mennisklíkuyfirbragð hefur Besti flokkurinn gert fátt annað en fína hluti við stjórn Reykjavíkurborgar. Enginn saknar gamla valdaflokksins eða borgarstjóra hans, með slagorðin sín kátu, „gleði, snilld, lausnir“ sem hún lét starfsfólk Reykjavíkurborgar fara með á hverjum morgni brúna­ þung á svip. Jón Gnarr kann þá dýrmætu list, sem nauðsynleg er hverjum stjórnmálamanni en fáum gefin, að koma á óvart, að vera skrefi á undan. Hinsvegar er kannski full­ snemmt að kalla hann stjórnmála­ mann. Hann á enn eftir að takast á við erfiðustu mál okkar tíma, lands­ málin, innan­ og utan­, peninga­ stefnu, verðtryggingu, kvótakerfi, aðildarumsókn og allt það jarm­ andi jukk. Hann hefur hingað til glansað mest í smáatriðum tengd­ um borgarrekstri annarsvegar og mannréttindamálum útí hinum stóra heimi hinsvegar. Miðjan bíð­ ur hans. Það á enn eftir að koma í ljós hvort Björt framtíð sé í raun eitthvað mikið nýtt eða hvort hún er kannski bara Björt Framsókn, sem fanga mun „almennilega og duglega“ „ópólitíska fólkið“ á miðjunni sem fengið hefur nóg af spillingarsögu Myrkrar Framsóknar, og gerast mun ríkisstjórnarlím til næstu áratuga. 9. Eftir jólaboðið hugsaði ég stíft um orð kunningja míns og reyndi að finna lausnir og leiðir upp úr þriðju skotgröf til vinstri. Mér fannst ég verða að finna eitthvað nýtt handa nýju ári. Fyrir móður mína átt­ ræða og dóttur mína átta ára. En ég strandaði alltaf á þessari senu: Hvað gerir litli glereygði nördinn þegar honum er hótað á skólalóð­ inni? „Við erum því komin inn á áður ókunnugt landsvæði, og sumir kunna ekki við sig, eru farnir að öskra. Valdfrekjumeðvirkni Kjallari Hallgrímur Helgason

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.