Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.2013, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.2013, Blaðsíða 25
og vantaði einhvern til að skrifa. Hann hringdi í mig og spurði hvort ég vildi ekki koma með og skrifa um leikinn. Ég var sosum alveg til í það og reyndar vildi svo skemmtilega til að það var annar ljósmyndari þarna frá Íslendingi, sem var annað Akur eyrarblað, hann bað mig um að skrifa líka fyrir sig. Þannig að ég skrifaði tvær útgáfur fyrir sitthvort blaðið.“ Í kjölfar þessara fyrstu skrefa í íþróttafréttamennskunni var Adolf ráðinn fréttaritari Dags í Reykjavík. Hann flakkaði svo á milli ýmissa starfa í nokkur ár, lærði meðal annars flugumferðarstjórn og var íþróttafréttamaður á Stöð 2, en árið 1991 var hann svo ráðinn inn á RÚV. Fékk hann það hlutverk að sjá um Íþróttaspegilinn þar sem ljós hans fór að skína af alvöru. Þá var hann annar umsjónarmanna Helgarútgáf- unnar á Rás 2 um tíma þar sem hann sinnti ansi fjölbreyttum verkefnum. „Ég flakkaði út um allan bæ og var með alls konar uppákomur, fór í teygjustökk, svifflug, gekk upp á Esj- una og margt fleira.“ Adolf er óhræddur við að fara út fyrir hinn hefðbundna ramma og hefur augljóslega gaman af lífinu. Það hefur sýnt sig í gegnum tíðina að hann er til í ýmislegt. „Maður verður að vera það. Maður má ekki taka sjálfan sig of hátíðlega, maður verður að geta fíflast og aldrei að hafa móral. Aldrei. Það er bara regla númer eitt að hafa aldrei móral yfir neinu, þó að maður geri sig að fífli.“ Fær að vera í korseletti heima við Adolf fær líka oft stórkostlegar hug- myndir sem hann framkvæmir. Hann tekur sem dæmi þegar honum datt í hug að klæða sig upp í korsel- ett og taka atriði úr Rocky Horror fyrir Menntaskólanema á Akureyri sem höfðu fengið hann til að vera heiðursgest á árshátíð þeirra. „Þessir krakkar ganga ennþá til sálfræðings eftir að ég kom fram hjá þeim fyr- ir tveimur árum. Þau bera ör á sál- inni eftir þetta.“ Hann viðurkennir að konan hans, sem var með honum á árshátíðinni, hafi ekki verið neitt sérstaklega hrifin af uppákomunni. Þetta var þó ekki í fyrsta skipti sem Adolf tók umrætt atriði, en hann segir þá Frank-N-Furter vera hálf- gerða sálufélaga. „Ég er samt búin að lofa konunni því að Frank-N-Furter sé dauður, þangað til ég er búinn að ná af mér tíu kílóum. Hún segir að ég fái ekki að vera opinberlega í korsel- etti fyrr en ég sé búinn að losa mig við tíu kíló. Það er svo aftur á móti annað mál innan heimilisins“ seg- ir Adolf sposkur á svip og skellir upp úr. „Lífið er til að hafa það skemmti- legt og það er frumskilyrði að reyna að vera ekkert ofsalega leiðinlegur.“ Nýtir lífsgleðina í starfinu Hann hefur nýtt hugmyndaflug sitt og lífsgleðina vel í verkefnum sínum fyrir Evrópska handboltasambandið með hressilegum innslögum þar sem hann hefur meðal annars klætt sig upp sem lukkudýr, dansað með klappstýrum og farið í kappát við handboltakappa. „Þar kemur í ljós að það er langmest áhorf á þessar óhefð- bundnu uppákomur þar sem maður reynir að fara út fyrir rammann og grínast aðeins. Það er það sem fólk vill.“ Aðspurður hvort það sé eitthvað sem hann sjái eftir þegar kemur að glensinu, segir hann svo ekki vera. „Ef ég viðurkenndi það fyrir sjálfum mér þá væri vissulega ýmislegt sem ég hef skammast mín fyrir að gera, en nei,“ segir hann hlæjandi. „Ef maður færi að taka upp á því að vera með móral þá myndi maður aldrei láta vaða í það sem er skemmtilegt. Þetta er eins og með allar framkvæmdir. Hvort sem maður er að smíða bústað eða gera upp íbúð. Ef maður gerði sér grein fyrir því áður en maður leggur af stað hvað maður væri að fara út í, þá gerði maður aldrei neitt. Maður verð- ur bara að segja sjálfum sér að þetta sé ekkert mál og taka afleiðingun- um. Þegar þú ert búinn að rústa einni íbúð, þá verður þú að gjöra svo vel að endurbyggja hana,“ segir Adolf sem talar af reynslu í þeim efnum. En að eigin sögn er hann mjög laghentur. Halda með fréttamönnum eins og liðum Þó honum þyki mjög gaman að gera óhefðbundna hluti þá segir hann ekkert jafnast á við að vera á stórmótum með íslenska hand- boltalandsliðinu, sérstaklega þegar vel gengur, og fá að lýsa leikjunum. En skemmtilegar lýsingar Adolfs á hinum ýmsu íþróttaleikjum hafa einmitt verið hans einkennismerki. Þó eru einhverjir sem ekki kunna að meta stílinn og hafa gagnrýnt hann opinberlega. Þrátt fyrir að gagn- rýnin sé oft mjög óvægin reynir hann að taka hana ekki nærri sér. „Það liggur við að fólk haldi með mönnum í þessari stétt eins og „Ég segi það sem mÉr dettur í hug“„Lífið er til að hafa það skemmtilegt og það er frumskilyrði að reyna að vera ekkert ofsalega leiðinlegur „Hún segir að ég fái ekki að vera opin- berlega í korseletti fyrr en ég er búinn að losa mig við tíu kíló. Viðtal 25Helgarblað 4.–6. janúar 2013 Litla fjölskyldan Adolf og Systa með frumburðinn, Elvu Dröfn. Hann 18 ára og hún 16. Að lýsa leik Adolf segist hafa verið gjörsamlega hauslaus og grátandi þegar hann lýsti leik Íslendinga og Spánverja í handbolta í undanúrslitum á Ólympíuleik- unum árið 2008. Hjónin Systa hefur verið dugleg við að fara með manni sínum í vinnuferðir. Þá lengja þau ferðirnar gjarnan og eyða góðum tíma saman. Hér eru þau á lokahátíð Ólympíuleikanna í Peking árið 2008.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.