Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.2013, Qupperneq 35
É
g tók mér einu sinni pásu í
sjö, átta mánuði þegar ég var
17 ára. Þá hélt ég að ég vildi
hætta en svo var aldeilis ekki,“
segir afreks íþróttakonan og
fimleikastjarnan Íris Mist Magnús-
dóttir.
Hefði sjálf kosið Aron
Íris Mist, sem er nýorðin 26 ára, hefur
æft fimleika frá sjö ára aldri og unnið
alla titla sem hægt er að vinna hér
innanlands auk þess að hafa unnið
Evrópumeistaratitil í hópfimleikum
árin 2010 og 2012.
Hún og Róbert Kristmannsson,
sem er einnig í Gerplu, voru valin
fimleikafólk ársins 2012 og Íris Mist
endaði í níunda sæti þegar íslenskir
íþróttafréttamenn völdu íþróttamann
ársins á dögunum þegar handbolta-
kappinn ungi Aron Pálmarsson hlaut
titilinn eftirsóknarverða.
Íris Mist hefur einu sinni áður
komist á listann yfir besta íþróttafólk
landsins og er sátt við sigurvegarann
í ár. „Aron átti virkilega skilið að vinna
þetta. Ég hefði kosið hann sjálf. Þetta
var rétt valið í ár; jafnvel þótt hann sé
í handbolta,“ segir hún brosandi en vill
lítið tjá sig um þá staðreynd að hand-
bolta- og knattspyrnumenn séu sigur-
sælastir þegar listi síðustu ára er skoð-
aður. „Þetta er bara eins og þetta er.
Ég vil lítið segja um þetta. Fótbolti og
handbolti eru mest áberandi íþrótt-
irnar. Ég er bara ánægð með að við
stelpurnar vorum valinn hópur ársins.“
Erfið meiðsli
Íris Mist er úr Garðabæ. Foreldrar
hennar eru Anna Rakel Sigurðardóttir
og Magnús Örn Tómasson en þau
skildu þegar Íris var tveggja ára. Hún
á einn níu ára hálfbróður en fjölskylda
hennar er þessi týpíska flókna íslenska
fjölskylda með stjúpforeldrum og
stjúpsystkinum. Hún segir að sér hafi
ávallt gengið vel í skóla en hún mun
útskrifast úr íþróttafræðum frá Há-
skólanum í Reykjavík í vor og er þessa
dagana að hefja vinnu við BS-ritgerð
sína.
Ferill Írisar Mistar hefur verið á
miklu flugi síðustu árin. Það var því
mikið áfall þegar hún sleit hásin í lok
október í fyrra rétt fyrir Norðurlanda-
mót. „Þetta var ekki skemmtileg lífs-
reynsla en samt var ekkert við þessu
að gera. Ég hafði alltaf verið hepp-
in hvað meiðsli varðar. Það hlaut að
koma að mér. Liðið var líka svo sterkt
að ég hafði engan áhyggjur þótt við
hefðum misst tvo liðsmenn. Þær voru
það góðar.“
Hún hóf aftur að æfa eftir síðasta
sumar þegar liðið gerði sér lítið fyrir
og tryggði sér aftur Evrópumeistara-
titilinn. Eftir mótið hefur hún verið í
hvíld en stefnir á að fara að æfa aftur
á fullu. „Við æfðum svo svakalega mik-
ið fyrir mótið svo ég leyfði mér að taka
smá pásu. Maður verður að fá að anda
og einbeita sér að einhverju öðru en
íþróttinni um stund. Eins og skólan-
um,“ segir hún og bætir við að hún hafi
engan áhuga á að leggja skóna á hill-
una í bráð.
„Ég held áfram eins lengi og mig
langar til þess. Líftíminn í íþróttinni
er alltaf að lengjast og svo lengi sem
ég meiði mig ekki og líkaminn þolir
álagið held ég áfram. Það er að segja
ef áhuginn verður áfram til staðar og
ég nýt þess að vera í íþróttinni. Það
eru slík stór atriði sem stoppa mann,
annars getur maður haldið áfram í
þessu sporti eins lengi og maður vill,
líkt og gengur og gerist í handbolta og
fótbolta. En þetta er náttúrulega bæði
tímafrekt og dýrt.“
Evrópumeistarar borga
æfingagjöld
Íris Mist býr enn í foreldrahúsum.
„Flestar af okkur stelpunum í liðinu
erum í skóla og vinnum sem þjálfarar
til að fá 50 prósenta afslátt af æfinga-
gjöldunum,“ segir hún og játar því að
vissulega sé það ákveðin ósanngirni
að tvöfaldir Evrópumeistarar í fimleik-
um þurfi enn að borga æfingagjöld.
„Fótboltamenn kvarta yfirleitt yfir því
að fá ekki borgað nógu mikið en við
þurfum að borga með okkur,“ segir
hún brosandi en bætir svo við: „Þetta
er samt okkar eigin ákvörðun og eitt-
hvað sem við kjósum að gera. Það
þýðir ekkert að kvarta þótt vissulega
sé þetta fáránlegt. Gerpla er tilbúin að
koma til móts við þá sem eiga í erfið-
leikum en ef fólk fær ekki hjálp heiman
frá er þetta ekkert grín. Bara æfinga-
gjöldin eru um það bil 200 þúsund á
ári og svo þurfum við að borga um 130
þúsund af ferðinni á Evrópumeistara-
mótið. Svo fórum við til Ítalíu í sum-
ar í æfingabúðir en sú ferð kostaði 200
þúsund á mann. Auðvitað reynum við
að fá styrki og halda úti fjáröflun og
öðru til að borga þetta niður en þetta
gerir það að verkum að þú ert ekkert í
íþróttinni nema hafa virkilegan áhuga
og ástríðu fyrir sportinu.“
Klappstýrur númer eitt
Hún segist alsátt með að búa í for-
eldrahúsum. „Það kemur ekkert
annað til greina svo það þýðir ekkert
að velta því fyrir sér. Svo er ég líka með
svo góða aðstöðu hérna, er alveg út af
fyrir mig. Ég fæ 50 þúsund krónur á
mánuði fyrir að þjálfa og get ekki lif-
að á því hvað þá fengið mér íbúð. Ég
á engan pening svo þetta er það eina
í stöðunni. Það er líka alltaf nóg að
gera hjá mér og það er ekki eins og
það skipti öllu máli hvar ég bý. Þetta
myndi örugglega skipta mig meira
máli ef ég væri ekki í fimleikum og ekki
í skóla. Þá vildi ég örugglega vera kom-
in í eigin íbúð. En eins og staðan er í
dag er ég mjög sátt. Það er gott að búa
með pabba. Það er líka alltaf eitthvað
spennandi og nýtt að gerast og það er
alveg þess virði að búa hér á meðan.
Svo þegar ég er hætt í fimleikum verð-
ur eitthvað nýtt sem tekur við. Það eru
bara forréttindi að hafa kost á því að
búa í foreldrahúsum. Svo fylgist fjöl-
skyldan alltaf svo vel með mér. Þau
eru klappstýrur númer eitt.“
Þrátt fyrir nám og krefjandi æfingar
gefur Íris Mist sér tíma fyrir félagslíf-
ið. Hún segist einnig meðvituð um að
hún sé fyrirmynd ungra krakka sem
ætli sér stóra hluti í fimleikum í fram-
tíðinni. „Mér finnst mjög mikilvægt að
við sem hópur séum góð fyrirmynd og
pössum hvað við segjum og gerum. Ég
leit alltaf svakalega upp til þeirra eldri
þegar ég var yngri og finnst þar af leið-
andi ekkert sjálfsagðara, hvort sem
fólk lítur upp til manns eða ekki, að
sýna krökkunum virðingu og vera góð
fyrirmynd.“
Heilbrigði er lífsstíll
Hún segist ávallt meðvituð um það
sem hún láti ofan í sig þótt hún fari
ekki alltaf eftir eigin plani. „Á vissum
tímum ársins passa ég mig mjög vel.
Aðallega sé ég til þess að ég fái nóga
næringu og næga orku til að æfa,“ seg-
ir hún og bætir við að hennar ráð til
ungra krakka séu þau að passa að fá
fjölbreytta fæðu í mátulegu magni.
„Það þarf að vera nóg en ekki of mik-
ið. Allar öfgar eru slæmar. Það þýðir
ekkert að missa sig í próteindrykkju
og halda að hlutirnir gerist strax. Heil-
brigði þarf að vera lífsstíll. Þú verður
ekki á próteinkúr alla ævi,“ segir hún
og bætir við að vissulega séu ungir
krakkar undir mikilli pressu varðandi
útlit og annað.
„Allar þessar auglýsingar sem segja
okkur að það sé hægt að kippa öllu í
lag á stundinni segja ekki alla söguna.
Kannski hentar einhverjum að byrja
öfgakennt en svo þarf að fara til baka
og enda í miðjunni. Besta leiðin er al-
mennt að breyta um lífsstíl og einbeita
sér að því sem er hollt og gott fyrir lík-
amann. Ekki því sem grennir mann.
Hugsum frekar um það sem gerir
okkur heilbrigð og full af orku, veitir
vellíðan og lengir lífið.“ n
Lífsstíll 35Helgarblað 4.–6. janúar 2013
Reynir
Traustason
Baráttan
við holdið
Þ
að eru komin tvö ár síðan
ég ákvað að ná tökum á lífi
mínu sem offitusjúkling-
ur. Ég var rúmlega 135 kíló á
þeim tíma og þjáðist
af alls kyns fylgi-
kvillum þess að
vera of þung-
ur. Það þýddi
að ég átti erfitt
með gang. Ég var
með alltof hátt kól-
esteról í blóðinu. Og samkvæmt
úrskurði hjartalæknis míns var
ég á hengiflugi hjartaáfalls. 58 ára
gamall var svo að sjá sem stutt
væri í endalok lífsins.
Það var á þessum tímapunkti
þegar 2010 var að hverfa í aldanna
skaut að ég ákvað að nóg væri
komið. Ég gaf yfirlýsingar um að
nú yrði blaðinu snúið við. Ég ætl-
aði að létta mig um 40 kíló og
ganga á fjöldann allan af fjöllum.
Fjölskyldan lét sem hún tryði mér
en vantrúin lá í loftinu. 135 kílóa
maður þóttist ætla að klífa hæstu
fjöll Íslands og til að toppa aðra
yfir lýsingagleði stefndi hann á
Mont Blanc, hæsta fjall Evrópu-
sambandsins. Það sagði enginn
neitt sem gaf til kynna efasemdir
en ég fann að fólk leit á hugmynd-
ir mínar sem óraunhæfar.
Ég byrjaði á því að ganga á
Úlfarsfellið í ársbyrjun 2010. Það
voru þung spor. Samkvæmt dag-
bókum mínum frá þeim tíma tók
hver ferð á toppinn í fyrstu um 45
mínútur. Hægt og bítandi náði ég
að fikra mig upp fjallshlíðina. Mér
telst til að ég hafi stoppað 20 sinn-
um á leiðinni til að ná andanum.
Lungu og lappir voru gjörsamlega
á síðasta snúningi.
Þegar ég lít um öxl er einsýnt
að andinn skipti mestu máli þegar
ég var að staulast á fjall-
ið. Í stað þess að ein-
blína á toppinn og
hugsa stöðugt um
það sem eftir var af
uppgöngunni hugs-
aði ég um það sem
ég var búinn með. Ég
gladdist yfir hverjum gengnum
metra og lokaði augunum fyrir
því hve langt var eftir upp. Og
þetta var lykilatriði þegar ég var
að paufast upp með öll mín kíló.
Eftir því sem ferðunum fjölgaði
og kílóunum fækkaði léttist hver
ganga. Hálfu ári eftir að ég reis
upp úr sófanum var ég farinn að
ganga nær viðstöðulaust á fjallið
á 17 mínútum þegar best lét. Það
voru mikil tímamót. Og nú, tveim-
ur árum eftir vakninguna, geng ég
hiklaust tvisvar á Úlfarsfell án þess
að hvílast.
Þessi pistill er ekki eingöngu til
þess að gorta af árangri sem skil-
ar sér í góðri heilsu og getu til að
klífa há fjöll. Boðskapurinn er sá
að 58 ára gamall offitusjúkling-
ur fann leið til þess að sigrast á
sínum helstu veikleikum. Skila-
boðin til annarra offitusjúklinga
eru þau að það eru lítil takmörk
fyrir því hvað hægt er að gera til
að öðlast heilbrigði og þá ham-
ingju sem fylgir fjallgöngum og
öðrum líkamlegum átökum. Á síð-
ustu tveimur árum hef ég náð að
að toppa fjöll yfir 700 sinnum. Á
þeim 56 árum sem á undan komu
hafði ég farið um það bil í 20 fjall-
göngur, flestar sem barn.
Ég er ennþá sami offitusjúk-
lingurinn en held vandamálinu
niðri með því að passa mataræðið
og hreyfa mig reglulega og undan-
bragðalaust. Reglulega fell ég og
matarfíknin tekur völdin. En ég
stend jafnharðan upp aftur og legg
þá á fjallið. Það sama gildir um
flesta þá sem glíma við yfirþunga.
Þetta snýst um að koma sér af stað
og hætta ólifnaðinum.
Ég er ennþá
offitusjúklingur
„Gott að búa
með pabba“
n Fimleikastjarnan Íris Mist er alsátt við valið á íþróttamanni ársins
Býr heima Íris Mist er nýorðin 26 ára en
býr ennþá í foreldrahúsum. Hún segist
ekki hafa efni á öðru enda þurfi hún að
borga stóran hluta af keppnisferðum og
gjaldi fyrir æfingabúðir. mynd sigtryggur Ari