Víkurfréttir - 29.11.2012, Qupperneq 4
AÐVENTA • fimmtudagurinn 29. nóvember 2012 • VÍKURFRÉTTIR4
Hilmar Bragi Bárðarsonvf.is
Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319
Krossmóa 4, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421 0000
Páll Ketilsson, sími 421 0004, pket@vf.is
Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, hilmar@vf.is
Eyþór Sæmundsson, eythor@vf.is
Jón Júlíus Karlsson, jjk@vf.is, GSM 849 0154
Sigfús Aðalsteinsson, sími 421 0001, fusi@vf.is
Víkurfréttir ehf.
Þórgunnur Sigurjónsdóttir, sími 421 0006, thorgunnur@vf.is
Þorsteinn Kristinsson, steini@vf.is, sími 421 0006
Rut Ragnarsdóttir, sími 421 0000, rut@vf.is
og Aldís Jónsdóttir, sími 421 0000, aldis@vf.is
Landsprent
9000 eintök.
Íslandspóstur
www.vf.is, m.vf.is og kylfingur.is
Útgefandi:
afgreiðsla og ritstjórn:
ritstjóri og ábm.:
fréttastjóri:
blaðamenn:
auglýsingadeild:
umbrot og hönnun:
auglýsingagerð:
afgreiðsla:
Prentvinnsla:
uPPlag:
dreifing:
dagleg stafræn Útgáfa:
RITSTJÓRN
RITSTJÓRNARBRÉF
Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið fusi@vf.is. Auglýsingar berist fyrir
kl. 17 á þriðjudegi fyrir útgáfudag sem er almennt á fimmtudögum. Móttaka
smáauglýsinga fer fram á vef Víkur-frétta, vf.is. Smáauglýsingar berist fyrir kl. 15 á
þriðjudögum. Sé fimmtudagur frídagur þá kemur blaðið út á miðvikudögum og þá
færist skilafrestur auglýsinga fram um einn sólarhring.
Efni til Víkurfrétta skal sendast á póstfangið vf@vf.is. Aðsendar greinar birtast á
vef Víkur-frétta, vf.is. Það er mat ritstjórnar hvaða aðsendu greinar birtast í prent-
aðri útgáfu blaðsins. Ekki er greitt fyrir aðsent efni, texta eða myndir, hvort sem það
birtist í blaðinu eða á vefsíðum Víkurfrétta.
Meirihlutinn féll – í faðMa!
Ég sakna þess mikið að
Litla leikfélagið í Garði
hafi hægt og hljóðlega
lognast útaf og hætt að
setja á svið leikverk og
rómaðar revíur. Ég var
virkur félagi í Litla leik-
félaginu. Steig fyrst á svið
árið 1982 þegar ég var
tólf ára. Þá var það leikverkið um
Litla Kláus og Stóra Kláus. Aðrar
uppfærslur fylgdu í kjölfarið. Annað
hvort var leikið á sviði, unnið við
lýsingu eða bara aðstoðað við leik-
skrárgerðina. Síðasta leikverkið sem
ég tók þátt í að setja á svið og fór
með nokkur hlutverk í var gaman-
leikur sem Ómar heitinn Jóhannsson
skrifaði og fjallaði um lífið í litlu
sjávarplássi. Þar fór ég með hlutverk
færeysks blaðamanns sem þóttist
vera pólskur farandverkamaður. Í
sama verki lék ég níræða ömmu og
einhver önnur smærri hlutverk.
Ástæða þess að ég rifja
upp árin með Litla leik-
félaginu í Garði er sá
farsi sem verið hefur í
Garði síðustu misseri og
tengjast bæjarmálunum
og fjölmörgum uppá-
komum í kringum þau.
Ég veit það að ef krafta
Ómars Jóhannssonar hefði enn
notið við þá væri hann búinn að
skrifa sjóðheita revíu um fallandi
meirihluta í Garðinum og stuðið í
kringum skólamálin. Nýjustu kaflar
revíunnar hefðu verið skrifaðir um
nýliðna helgi. Bæjarfulltrúar í Garði
fóru nefnilega inn í helgina með þá
trú að meirihluti númer tvö á þessu
kjörtímabili væri að falla, því enn
einn bæjarfulltrúinn væri kominn
um borð í hringekju og ætlaði frá
borði í faðmi annars flokks.
Því var lýst yfir að ágreiningur væri
í stjórnunaraðferðum og því var það
svo til frágengið að Davíð ætlaði
að kaupa ölið hjá D-listanum.
Liðsmenn Davíðs voru þó ekki á
því að hann myndi taka sér far með
þessari hringekju. Meirihlutinn var
kallaður til fundar. Næstum fallinn
en þá féllust menn og konur bara
í faðma. Ákváðu samt að boða til
bæjarstjórnarfundar og kjósa odd-
vita minnihlutans sem forseta bæjar-
stjórnar. Oddvitinn sá kom af fjöllum
með þennan ráðahag, sagðist bara
vilja Davíð og breiðfylking kæmi
ekki til greina. Hætt var við auka-
fund í bæjarstjórn og siglt verður inn
í jólin á laskaðri skútu bæjarstjórnar.
Eitthvað í áttina að þessu hefði revía
runnið undan rifjum Ómars heitins
Jóhannssonar. Blessuð sé minning
Ómars og vonandi blessast nú allt
hjá bæjarstjórninni í Garði. Það er
kominn tími á að bæjarfulltrúar
snúi bökum saman til góðra
verka og revían bíði betri tíma.
Markviss vinna skilar árangri
Njarðvíkurskóli hefur unnið markvisst eftir lestrarstefnu
sem unnin var af deildastjórum
skólans frá hausti 2011. Stefnuna
hafa deildastjórar kynnt í öðrum
skólum á svæðinu og hefur sam-
starf milli skólanna aukist til
muna. Má þar nefna samstarfs-
verkefni sem fellur undir lestrar-
stefnuna og eru allir skólar sem
heyra undir Fræðsluskrifstofu
Reykjanesbæjar þátttakendur í
því.
Þar sem færni í lestri er undirstaða
fyrir allt nám leggur Njarðvíkur-
skóli áherslu á lestrarkennslu á
öllum stigum skólans. Við álítum að
þó nemendur hafi náð grunntækni
í lestri þurfi þeir að halda áfram að
bæta sig í þessu mikilvæga fagi. Að
vinna með lestur er ferli sem þarf
að vera í sífelldri endurskoðun og
kennslan þarf þess vegna að taka
mið af því sem reynist farsælast
hverju sinni.
Veturinn 2011-2012 var áhersla
lögð á hraðlestur í öllum árgöngum
skólans. Þjálfun í hraðlestri er sam-
eiginlegt verkefni skóla og heimilis
en sérstök áhersla er á heimalestur.
Hver nemandi setur sér ákveðin
markmið sem hann vinnur að með
aðstoð kennara og foreldra til að
komast sem næst viðmiðum skól-
ans eða yfir þau.
Á þessu skólaári er áfram unnið
að því að efla hraðlestur en að auki
er veruleg áhersla á lesskilning. Til
að öðlast góðan skilning á texta er
ekki nóg að lesa mikið. Það þarf
einnig að beita markvissum les-
skilningsaðferðum og í lestrar-
stefnu Njarðvíkurskóla kemur fram
að lesskilningur skuli kenndur með
mismunandi aðferðum og sérstök
áhersla lögð á eftirfarandi þætti:
Vönduð efnistök, einföld framsetn-
ing og fjölbreytni.
Til þess að fylgjast með framförum
nemenda eru hrað- og lesskilnings-
kannanir lagðar fyrir nemendur
með jöfnu millibili yfir veturinn. Í
lestrarstefnunni er nákvæmlega út-
listað hvaða kannanir skulu lagðar
fyrir hvern árgang og hvenær, yfir
allt skólaárið. Þetta er gert til að
kanna hvort nemendur nái þeim
viðmiðum sem skólinn hefur sett
fyrir hvern árgang. Þeir nemendur
sem ekki ná settum viðmiðum
fá einstaklingsáætlun í hrað- og/
eða lesskilningi sem er svo endur-
skoðuð reglulega út frá niður-
stöðum næstu könnunar. Allar
niðurstöður könnunarprófa eru
færðar í gagnagrunn þar sem þær
eru varðveittar og er því auðvelt að
fylgjast með árangri hvers og eins
nemanda á skólaárinu og á milli
árganga alla skólagönguna.
Auk hefðbundinna hrað- og les-
skilningsprófa eru ýmiss önnur
matstæki (skimanir) notuð til að
hjálpa kennurum að koma auga
á vísbendingar sem mögulega
gætu bent til lestrarörðugleika hjá
einstaka nemendum með það að
leiðarljósi að taka á hugsanlegum
vanda áður en hann verður að
vandamáli (snemmtæk íhlutun).
Allar þessar skimanir eru staðl-
aðar og sýna því árangur á milli
ára eða tímabila hjá hverjum og
einum nemanda. Fyrst og fremst
eru þessar skimanir hugsaðar til
þess að vinna markvisst með veik-
leika og styrkleika hvers og eins.
Niðurstöður kannana og skim-
unarprófa sýna að þessi markvissa
vinna eftir lestrarstefnunni hefur
skilað betri og skilvirkari árangri í
lestri og lesskilningi á milli ára hjá
allflestum nemendum. Nemendum
sem ekki hafa náð viðmiðum í
lestri og lesskilningi hefur fækkað
verulega milli ára og þurfa því tölu-
vert færri einstaklingsáætlun til að
efla færni í lestri og lesskilningi.
Þessu má þakka markvissri lestrar-
og lesskilningskennslu, jákvæðum
nemendum, samstíga kennarahópi
og áhugasömum og hvetjandi for-
eldrum. Þá hefur nákvæm skráning
á árangri og eftirfylgni haft sitt að
segja. Nemendur, kennarar og for-
eldrar eru afar ánægðir með þann
árangur sem hefur áunnist.
Njarðvíkurskóli náði sögulegum
árangri á samræmdum prófum í
ár og eins og fram kemur í inn-
gangi er lesturinn undirstaða alls
náms og teljum við að sú mikla
vinna sem unnin er eftir lestrar-
stefnunni sé að byrja að bera þann
árangur sem stefnt er að. Ætlunin
er að halda ótrauð áfram og ná enn
betri árangri á öllum sviðum skóla-
starfsins.
Lestu meira-lestu betur!
Drífa Gunnarsdóttir
Helena Rafnsdóttir
deildastjórar Njarðvíkurskóla
Ókeypis gisting á
Hótel Keflavík
Hótel Keflavík býður upp á fría gistingu á hótelinu í
desember í ellefta sinn og styður
þannig við verslun og þjónustu
í Reykjanesbæ. Hótel Keflavík
ætlar að styðja við verslun í
Reykjanesbæ með því að bjóða
upp á allt að 20 herbergi á dag
sem gestir borga fyrir með því að
framvísa kvittunum úr verslunum
í Reykjanesbæ. Rétt er að árétta að
gistingin er hugsuð fyrir fólk sem
býr utan Suðurnesja en kemur til
Reykjanesbæjar til að gera jóla-
innkaup og um leið að heimsækja
vini og ættingja.
Gegn kvittun upp á 16.800 kr. fæst
frí gisting í 2ja manna herbergi en
sé framvísað kvittun upp á lágmark
20.800 krónur fæst gisting í fjöl-
skylduherbergi. Að auki fylgir frír
morgunmatur með gistingunni,
en Hótel Keflavík er rómað fyrir
sérlega glæsilegan morgunmat.
Steinþór Jónsson, hótelstjóri, segir
nauðsynlegt að Suðurnesjamenn
standi saman og versli heima fyrir
jólahátíðirnar. Tilboðið á Hótel
Keflavík stendur frá 1. til 20.
desember og allt að 20 herbergi eru
í boði á sólarhring.
Góð nýting hefur verið á Hótel
Keflavík í ár og hafa haustmánuð-
irnir verið einstaklega góðir að
sögn Steinþórs. Miklar breytingar
hafa verið gerðar á hótelinu en skipt
hefur verið um flesta glugga auk
þess sem gólf hafa verið flísalögð.
Þeir einstaklingar sem hafa áhuga
á að nýta sér þetta tilboð er bent á
að panta herbergi áður en haldið
er af stað í verslun og þannig
tryggja sér næturgistinu. Einungis
þarf að framvísa kvittunum í af-
greiðslu Hótels Keflavíkur og gildir
þar til jafns matarinnkaup sem
og önnur innkaup hjá verslunum
Reykjanesbæjar. Steinþór hvetur
einnig Suðurnesjamenn til að ýta
við vinum eða ættingjum sem búa
utan Suðurnesja að nýta sér þetta
frábæra tilboð.