Víkurfréttir


Víkurfréttir - 29.11.2012, Side 27

Víkurfréttir - 29.11.2012, Side 27
VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 29. nóvember 2012 • AÐVENTA 27 Hafnargötu 90 (fyrir ofan Tölvulistann) s. 420 6070 Reynir Ólafsson lögg, fasteignasali. Júlíus Steinþórsson lögg, leigumiðlari, sölumaður Sigrún Inga Ævarsdóttir sölumaður ERUM MEÐ Í EINKASÖLU 16 STÓRGLÆSILEGAR NÝJAR 3ja OG 4ra HERBERGJA ÍBÚÐIR VIÐ BJARKARDAL 33 SÖLUSÝNING LAUGARDAGINN NK. MILLI KL. 14:00 - 16:00. Íbúð 101 – seld 102 - seld 103 – seld 104 201 202 – seld 203 204 205 206 301 302 - seld 303 304 305 - seld 306 Bílskúr 101 - seldur 102 – seldur 103 104 105 106-seldur 107-seldur 108-seldur Með fjölbýlishúsinu eru til sölu aðeins 8 bílskúrar og á þar við fyrstur kemur fyrstur fær! Möguleiki er að fá íbúðirnar á ýmsum byggingarstigum. Möguleiki er á 100% fjármögnun! Verðdæmi á 3ja herbergja tilbúinni íbúð með 20.280.000 kr. láni, 100% lán: 80% lán á 4,2% vöxtum frá ILS miðað við 40 ár – greiðslubyrði ca. 70.000 kr. 20% lán á 4,2% vöxtum frá seljanda miðað við 30 ár – greiðslubyrði ca. 20.000 kr. Samtals greiðslubyrði lána: ca. 90.000 kr. á mánuði. Nánari upplýsingar á skrifstofu okkar. Árið 1997 var Mið-stöðvar símenntunar á Suðurnesjum (MSS) stofnuð. Stofnun mið- stöðvarinnar var mikil bylting í menntunar- málum á Suðurnesjum og síðan þá hefur miðstöðin sífellt leitað nýrra leiða til að bregðast við þörfum Suðurnesj- anna í sérstökum námskeiðum og auknu framboði í fullorðins- fræðslu. MSS hefur yfir 12 ár séð til þess að aðstaða sé fyrir nem- endur sem búa á Suðurnesjum til að sækja sér fjarnám með því að sjá til þess að kennsluaðstaða, heimavinnuaðstaða og próftaka sé til staðar. Þessi aðstaða hefur verið vel nýtt og skila mörgum meiri menntun án þess að flytja úr bæjarfélaginu eða að vera á brautinni daglega. Allt þar til árið 2010 hefur samband Sveitarfélaga á Suðurnesjum stutt við miðstöðina en þá var fram- lagið tekið af vegna bágrar stöðu sveitarfélaganna á svæðinu. Nú í haust var farið af stað með fjar- nám í hjúkrunarfræði m.a. vegna þrýstings frá sveitarfélögunum en sambandi sveitarfélaga var um leið gert ljóst að ekki væri hægt að halda úti fjarnáminu nema með stuðningi sveitarfélagana og í kjöl- farið ítrekaði sambandið mikilvægi Miðstöðvar sí- menntunar og mikilvægi hennar fyrir svæðið. Enn hefur þó ekkert svar borist frá sambandinu og ekk- ert loforð um fjárframlög verið gefið. Nú er í byggingu glæsilegt hjúkrunarheimili fyrir aldraða í Reykjanesbæ og það hefur verið vilji ráðamanna að halda eins mik- illi þjónustu á heilbrigðistofnun Suðurnesja og hægt er. Þessari þjónustu er ekki hægt að halda úti án hjúkrunarfræðinga. Mikill vandi hefur steðjað að þessum tveimur stofnunum undanfarin ár vegna þess að erfitt er að fá sérmenntað fólk til starfa og því er mikilvægt að svæðið geti verið sjálfbært á þessu sviði og snúi vörn í sókn með því að bjóða heimamönnum menntun í heimabyggð. Ein rök sambands sveitarfélaga fyrir því að ekki þurfi að styðja við fjarnámið er að ríkið eigi að borga það og í miðstöðinni sé til fjármagn sem nýta eigi í fjarnámið. Í viðræðum við ríkið um þennan vanda hefur komið fram að ríkið greiðir fasta upphæð til allra sí- menntunarmiðstöðvar á landinu sem sinna fjarnámi. Þessi upphæð breytist ekki eftir nemendafjölda enda er það í höndum sveitar- stjórna hvort þeir vilji efla slíkt nám í heimabyggð eða hvetja íbúa til að sækja sér háskólamenntun inn á höfuðborgarsvæðið. Nokkur sveitarfélög hafa t.d. boðið íbúum sínum upp á ferðastyrk til að sækja háskólanám. Þessi upphæð ásamt aðstöðugjöldum nemenda dugar ekki til að halda úti aðstöðu fyrir fjarnámsnemendur og því þarf að koma meira fjármagn til. Afkoma Miðstöðvar símenntunar var góð árið 2010 vegna mikilla verkefna í framhaldsfræðslunni en á síðasta ári var hallarekstur og stefnir að svo verðir einnig árið 2012. Það er afar brýnt að sveitarfélögin styðji betur við þessa þjónustu Miðstöðvar símenntunar en gert hefur verið undanfarin ár. Kann- anir hafa sýnt að almenningur á Suðurnesjum er mjög ánægður með starfsemi Miðstöðvarinnar og ánægðir með þessa þjónustu. Í ljósi umfangsmikillar könnunar á stöðu Suðurnesjanna kemur fram að menntunarstig íbúa verið almennt lægra en í öðrum landshlutum. Hlutfall íbúa með háskólamenntun er 17,7% en landsmeðaltal er 33%. Í ljósi þessara aðstæðna eru það kaldar kveðjur frá Sambandi sveitarfélaga á Suðurnesjum ef enn eitt árið á að hafna miðstöðinni um framlag frá sveitarfélögunum til að sinna aðstöðu fyrir fjarnámsnem- endur. Því skora ég á stjórnarmenn að íhuga vandlega málið og horfa til þess fjölda sem hefur útskrifast með háskólagráðu og þeirrar stað- reyndar að 87% þeirra búa enn á svæðinu og því er ljóst að menntun þeirra skilar meiri mannauði og auknum tekjum fyrir sveitarfélögin í formi útsvars. Einnig að brýn þörf er á að hækka menntunarstig og ekki síst þeirrar brýnu þarfar sem hér er fyrir heilbrigðisstarfsfólk. Það verður að hafa í huga þegar sveitarstjórnarmenn á Suður- nesjum forgangsraða fjármagni til ársins 2013. Inga Sigrún Atladóttir Stjórnarformaður MSS Er aðstaða fyrir fjarnem- endur ekki forgangsverkefni? PISTILL Árni Páll Árnason, þingmaður og fyrrv. ráðherra Samfylk- ingarinnar, hefur að undanförnu lagt land undir fót og heimsótt jafnaðarmenn vítt og breitt um landið til að ræða verkefnin fram- undan. Árni Páll leiðir lista Sam- fylkingarinnar í Suðvesturkjör- dæmi í alþingiskosningum í vor og hefur til þessa einn tilkynnt framboð sitt til formanns Sam- fylkingarinnar en nýr formaður mun taka við á landsfundi flokks- ins helgina 1.- 3. febrúar 2013. Árni Páll verður gestur á fundi Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ fimmtudagskvöldið 29. nóvember. Fundurinn verður í Samfylkingar- salnum Víkurbraut 13 við Kefla- víkurhöfn, er öllum opinn og hefst kl. 20.00. Fundur með Árna Páli ÞRjú blöÐ TIl jólA! ÞARFTU AÐ AUglýsA? Hafðu samband í síma 421 0001 eða á fusi@vf.is

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.