Víkurfréttir


Víkurfréttir - 29.11.2012, Page 28

Víkurfréttir - 29.11.2012, Page 28
AÐVENTA • fimmtudagurinn 29. nóvember 2012 • VÍKURFRÉTTIR28 Adam Sigurðsson er á félagsfræðibraut í FS en hann er 16 ára Keflvíkingur. Adam æfir fótbolta en hann langar svolítið til þess að verða íþróttafræð- ingur í framtíðinni. Rósa dönskukennari er eftirlætis kenn- ari Adams og honum þykja inniskórnir sínir einkar þægilegir. Af hverju valdir þú FS? Því ég nennti engu veseni að fara í skóla í bænum og svo leist mér bara vel á hann. Hvernig finnst þér félagslífið í skólanum? Það er frábært. NFS stendur sig vel. Áhugamál? Aðallega fótbolti. Hvert er stefnan tekin í framtíðinni? Ég hef ekkert ákveðið hver stefnan er en mig langar svolítið að verða íþróttafræðingur. Ertu að vinna með skóla? Já, ég vinn á Skyndibarnum. Hvað er skemmtilegast við skólann? Úff...bara þegar ég er ekki í tímum. Hvar hangirðu í eyðum og frímínútum? Ég reyni að læra, en ef ekki, þá er ég bara í matsalnum. Stundarðu íþróttir eða ert í öðrum tóm- stundum? Ég æfi fótbolta með Keflavík. Best klæddur í FS? Þorgeir Magnússon er skuggalega mikið tískugúrú. Hverju myndir þú breyta ef þú værir skóla- meistari? Engin lokapróf og ég myndi fá gamla mötuneytið aftur, klárlega! Hvað borðar þú í morgunmat? Hafragraut eða Weetos. Hvaða FS-ingur er líklegur til þess að verða frægur? Arnór Ingvi Traustason. Hvað fær þig til að hlæja? Fyndnir hlutir fá mig oftast til þess að hlæja. Hvað er heitasta parið í skólanum? Halldór Gísli Ólafsson og iPod- inn hans. Óaðskiljanlegir! Hvert fara FS-ingar í hádegismat? Ég borða yfirleitt í matsalnum en annars eru Subway, Grillhornið og Rétturinn vinsælustu staðirnir. Eftirlætis: Sjónvarpsþættir Criminal Minds og Friends. Vefsíður Facebook og fótbolti.net Flík Inniskórnir mínir eru þægilegir Skyndibiti Beikon Olsen Kennari Rósa dönskukennari Fag í skólanum Íþróttir og danska Tónlistin Hjálmar, Ásgeir Trausti, Retro Stefson, Valdimar og Of Monsters and Men Hvað tónlist fílarðu í laumi (guilty pleasure)? Hljómsveitin Aerosmith rífur mig stundum upp! FS-INGUR VIKUNNAR EFTIRLÆTIS... Helena Rós Gunnars-dóttir er nemandi í 10. bekk í Myllubakkaskóla. Hún bakar og fer í jólabað á jólunum og fær hamborgar- hrygg á aðfangadag. Eftir- minnilegasta gjöfin hennar er ferð til Flórída sem hún fékk fyrir nokkrum árum og hana langar í eitthvað sætt frá kærastanum sínum í jólagjöf. Fyrstu jólaminningarnar? Þegar ég var 3 ára þá átti ég jólasveinabangsa sem ég kall- aði Dingo-Bo því að hann dansaði og söng Jingle Bells. Jólahefðir hjá þér? Á jóladag er hádegisboð sem fjölskyldan fer í, annars bara þetta venjulega. Ertu dugleg í eldhúsinu yfir hátíðirnar? Get ekki sagt það en ég reyni þó eitthvað að hjálpa til. Jólabíómyndin? How The Grinch Stole Christ- mas með Jim Carrey. Jólatónlistin? Íslensk jólatónlist er best. Hvar verslarðu jólagjafirnar? Fer eftir því fyrir hvern ég er að kaupa. Gefurðu mikið af jóla- gjöfum? Já ég myndi segja það. Ertu vanaföst um jólin, eitt- hvað sem þú gerir alltaf? Bara þetta hefðbundna, fara í jólabað og baka. Besta jólagjöf sem þú hefur fengið? Flórídaferð árið 2006 er alveg klárlega besta jólagjöfin. Hvað er í matinn á aðfanga- dag? Hamborgarhryggur. Eftirminnilegasta gjöfin? Aftur, Flórídaferðin. Hvað langar þig að fá í jólagjöf? Eitthvað sætt frá kæró. Íslensk tónlist best n HELENA RÓS GUNNARSDÓTTIR // UNG UmSJóN: PÁll oRRI PÁlSSoN • PoP@VF.IS Aerosmith rífur mig stundum upp MENNING OG MANNLÍF 60 ára! Sextíu ára afmæli Gagnfræðaskóla Keflavíkur og Holtaskóla var fagnað sl. föstudag. Skólinn var undirlagður af sögusýningu þeirra 60 ára sem skólinn hefur starfað og einnig var horft inn í framtíðina og skólastarfið árið 2052 skoðað. Nemendur skólans sýndu tísku áranna 1952 til 2052 og í skólastofum voru munir frá síðustu 60 árum, þar sem skoða mátti menningu og tísku í víðum skilningi. Meðfylgjandi myndir voru teknar í af- mælinu. Fleiri myndir eru væntanlegar inn á vf.is. Afmæli Holtaskóla fagnað með flottri sögusýningu

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.