Víkurfréttir


Víkurfréttir - 29.11.2012, Qupperneq 39

Víkurfréttir - 29.11.2012, Qupperneq 39
VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 29. nóvember 2012 • AÐVENTA 39 SPORT Körfuknattleikskappinn Ólafur Ólafsson úr Grindavík er kom- inn aftur á ról eftir mjög alvarleg meiðsli sem hann varð fyrir í úrslita- keppninni á síðustu leiktíð. Ólafur fór mjög illa úr lið á ökkla í leik gegn Stjörnunni og reif í kjölfarið nánast öll liðbönd á hægri ökkla. Hann braut einnig ristarbein og var ljóst í upphafi að hann yrði lengi frá. Meiðslin voru mikið áfall fyrir Ólaf enda var hann lykilleikmaður í liði Grindavíkur sem náði þó að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn þrátt fyrir fjarveru hans í síðustu leikjum úrslitakeppninnar. Ólafur hefur leikið lítið hlutverk í síðustu leikjum Grindavíkur en er að nálgast sitt fyrra form. „Það er frábært að vera kominn aftur af stað og endurhæfingin hefur gengið mjög vel,“ segir Ólafur. „Meiðslin voru mjög alvarleg og í upphafi var talið að ég myndi ekki snúa aftur fyrr en í febrúar. Þetta hefur verið mjög erfiður tími. Þeir sem þekkja mig vita að ég er ofvirkur og líkar ekki að sitja heima og gera ekki neitt. Það hjálpaði að ég ákvað strax í upphafi að vera jákvæður og nú er ég kominn á ról, nokkrum mánuðum á undan áætlun.“ Fitnaði talsvert af að gera ekki neitt Ólafur hefur fengið að leika nokkrar mínútur í Lengjubikarnum en hefur aðallega vermt bekkinn hjá Grinda- vík meðan hann nær fyrri styrk á ný. Ólafur viðurkennir að bekkjarsetan fari ekkert allt of vel í hann, en skilur vel að þjálfarinn vilji fari sparlega með hann. „Ég þarf að koma mér í betra form og vinna mér inn spilatíma. Ég er svo klikkaður að auðvitað tel ég mig eiga að spila 40 mínútur í hverjum leik. Ég er afleitur í því að sitja á bekknum og læt alveg heyra í mér að ég vilji fá að spila. Ég jafna mig á því klukkutíma eftir leik og veit að þetta snýst allt um að liðinu gangi vel og að ég fari varlega af stað úr meiðslunum,“ segir Ólafur sem viðurkennir að hann hefði mátt vera duglegri í endurhæfingunni. „Ég sat eiginlega bara heima og gerði ekki neitt meðan ég var meiddur. Þegar ég losnaði úr gipsinu þá var ég ekki nógu duglegur að mæta í ræktina. Ég mátti ekki hlaupa en reyndi að halda mér við með því að skjóta reglulega, hjóla og fara í sund. Ég viðurkenni að ég fitnaði talsvert á þessum tíma en sem betur fer þá er það allt runnið af mér núna.“ Meiðslin 70% andleg Ólafur er þekktur háloftafugl í ís- lenskum körfubolta og hefur meðal annars orðið troðslukóngur. Honum leiðist heldur ekki að troða boltanum, helst á stórum augnablikum í leikjum. Nú stígur hann hins vegar upp úr mjög erfiðum meiðslum sem hefðu jafnvel getað bundið enda á feril hans aðeins 22ja ára gamall. Ólafur viðurkennir fúslega að hann sé ekki mikið í stórum troðslum þessa dagana. „Þú ert ekki sá fyrsti sem spyrð mig að þessu,“ segir Ólafur og hlær þegar blaðamaður spyr út í troðslur á æf- ingum. „Ég get alveg troðið en ég geri ekki mikið af því. Þegar ég fór fyrst af stað þá var ég mjög hræddur við að meiðslin myndu taka sig upp að nýju. Þegar ég stökk upp í skot þá passaði ég mig á því að lenda alltaf á vinstri löppinni. Það er erfitt að spila körfu- bolta ef þú ert hræddur og að hugsa um eitthvað annað. Fyrstu vikuna eftir meiðslin þá dreymdi mig löppina ennþá í ‚L-i‘ eins og þegar ég meidd- ist. Ég hef verið að vinna í andlega þættinum og eins og sjúkraþjálfarinn segir þá eru meiðslin 70% andleg. Það þarf líka að vinna sig andlega úr meiðslum.“ Sverrir ekki eins klikkaður og Helgi Ólafur og félagar í Grindavík fengu nýjan þjálfara fyrir tímabilið. Sverrir Þór Sverrisson tók þá við af Helga Jónasi Guðfinnssyni sem hafði stýrt Grindvíkingum til Íslandsmeistaratit- ilsins síðasta vor. Ólafur líkar vel við nýja þjálfarann sem gerði Njarðvík að tvöföldum Íslandsmeisturum í kvennakörfunni á síðustu leiktíð. „Ég kann mjög vel við Sverri Þór og hann er toppþjálfari. Það er þó eng- inn eins og Helgi Jónas því hann er klikkaður einstaklingur,“ segir Ólafur og hlær. „Sverrir er líkur Helga að því leytinu til að þeir halda leikmönnum mjög vel á tánum og skipta manni út ef maður er ekki að standa sig. Ef þú gerir það sem þjálfarinn segir þá mun liðið standa sig.“ Grindvíkingar mæta KR í kvöld í DHL-höllinni og er Ólafur spenntur fyrir leiknum. „Ég elska að spila á móti KR og hef spilað marga af mínum bestu leikjum á móti KR. Það er fátt sem kemur mér meira í gang en að heyra Bubba ‚s-mæltan‘ að syngja KR- lagið. Ég fæ vonandi að spila eitthvað og ætla að nýta þau tækifæri sem ég fæ. Ég er hvíldarmaður á bekknum í dag en þegar ég verð kominn í topp- form þá mega andstæðingarnir fara að vara sig.“ n Ólafur Ólafsson snýr aftur eftir erfið meiðsli n Var hræddur á fyrstu æfingunum Afleitur í að sitja á bekknum

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.