Fréttatíminn


Fréttatíminn - 30.10.2015, Blaðsíða 20

Fréttatíminn - 30.10.2015, Blaðsíða 20
Sími: 5 700 900 - prooptik.is Skráðu þig í netklúbbinn okkar á prooptik.is og þú færð 25% afslátt af linsum í öllum verslunum Prooptik 25% afsláttur af linsum í netklúbbnum okkar! Við erum til staðar þegar þú þarft á okkur að halda MEÐ VIRÐINGU OG KÆRLEIK Í 66 ÁR Útfarar- og lögfræðiþjónusta www.útför.is Ragnar skilur ekki hvers vegna það ætti að vinna á móti honum sem rithöfundi að vera hægrisinn- aður. „Er ekki ágætt að rithöfundar komi af öllum sviðum samfélagsins og hafi sem breiðust áhuga- mál?“ Ljósmynd/Hari Get ekki hætt að vera lögfræðingur þótt ég skrifi bækur R agnar Jónasson er á mikilli siglingu á bókmenntahaf-inu, Bók hans Snjóblinda hefur selst svo vel í Bretlandi að ákveðið hefur verið að flýta útgáfu Náttblindu og búið er að semja um útgáfu hinna bókanna þriggja um Ara lögregluþjón á Siglufirði í Bretlandi. Auk þess er fyrsta bókin í flokknum komin út í Póllandi, væntanleg í ítalskri þýðingu 2017 og verið er að ganga frá samning- um um útgáfu í Bandaríkjunum. Ragnar hefur þó sagt skilið við Ara – í bili allavega – og í nýrri bók hans Dimmu kynnir hann til leiks nýja aðalpersónu, lögreglu- konuna Huldu Hermannsdóttur sem hefur fengið þau skilaboð frá yfirmönnum sínum að hún eigi að fara á eftirlaun 64 ára gömul, það sé ungur karlmaður að bíða eftir starfinu hennar og skrifstofunni. Er þetta femínísk bók? „Ábyggilega. Eitt af því sem Hulda þarf að glíma við er gler- þakið sem stöðvar frama hennar innan lögreglunnar af því að hún er kona. Hún er dálítið bitur yfir því hvað hún hefur náð skammt þrátt fyrir sína hæfileika. Hún horfir á karlmennina hljóta frama á kostnað hennar sjálfrar og það situr í henni. Karlarnir rotta sig saman, en hún situr ein fyrir utan. Ertu femínisti? „Já, eru það ekki allir? Það fer bara eftir því hvernig menn skilgreina það hugtak. Þetta er allavega bók um konu og von- andi skrifuð af skilningi á henni og hennar aðstæðum.“ En hvað veist þú um þær tilfinn- ingar sem það vekur að vera 64 gömul kona sem er orðin óþörf? „Ég hef ekki upplifað það sjálfur, ég get staðfest það, þannig að þetta var ákveðin áskorun. Ekki óyfirstíganleg samt, vegna þess að í þessum sex bókum sem ég hef skrifað hef ég verið að skrifa um alls kyns persónur á öllum aldri, af báðum kynjum og oft hefur mér fundist skemmtilegast að skrifa um eldra fólkið í bókunum sem hefur sterkar baksögur. Þarna gafst mér tækifæri til að skapa nýja persónu sem ég gat skapað langa sögu, sem Ari hafði auðvitað ekki, vegna þess hve ungur hann er.“ Ragnar Jónasson er að verða einn af okkar frægustu glæpasagnahöfundum erlendis, þar sem bækur hans um Siglufjarðarlögguna Ara rokseljast. Hann hefur þó sagt skilið við Ara í nýjustu bók sinni, Dimmu, og kynnir til leiks 64 ára lögreglukonu með mikla baksögu. Ragnar vinnur fullan vinnudag sem lögfræðingur en skrifar á hverju einasta kvöldi og segir að ef hann hætti því væri hann búinn að týna sjálfum sér. ég get ekkert hætt að vera lögfræð- ingur þótt ég skrifi líka bækur.“ Hér gerir Ragnar hlé á tali sínu og dregur fram þéttskrifaða inn- bundna bók þar sem allt er hand- skrifað. „Þetta eru glæpasögur sem ég skrifaði þegar ég var ellefu og tólf ára, þá var ég byrjaður að lesa Agöthu Christie og algjörlega heill- aður. Þegar ég var sautján ára fór ég svo að þýða bækurnar hennar á ís- lensku, þýddi fjórtán bækur, og það var ekki fyrr en að því loknu sem ég fór að skrifa mínar eigin glæpa- sögur. Það sakar reyndar ekki þegar maður er að koma bókum sínum á framfæri erlendis að vera kynntur sem þýðandi Christie, hún er alveg heil stofnun í Bretlandi og það þykir ákveðinn gæðastimpill að hafa þýtt hana.“ Hægri eða vinstri skiptir ekki máli En finnst þér þú hafa átt erfiðara með að fá viðurkenningu íslenskra kollega þinna vegna þess að skrift- irnar eru ekki þitt aðalstarf? „Nei, ég segi það nú ekki. Það eru hins vegar ekki margir í þessari stöðu þannig að maður þarf einhvern veg- inn að finna sinn bás. Það þýðir hins vegar ekkert að vera feiminn við það hver maður er. Menn verða bara að taka því.“ Annað sem sumir segja að geri Ragnari erfitt um vik innan íslensks rithöfundasamfélags er að hann er hægri maður, var t.d. í Heimdalli í háskóla, en hann þvertekur fyrir það að það hafi haft nokkur áhrif á viðtökur. „Nei, ég held menn séu nú ekkert að velta því mikið fyrir sér. Er ekki ágætt að rithöfundar komi af öllum sviðum samfélagsins og hafi sem breiðust áhugamál? Lífsskoð- anir manns litast heldur ekki inn í bækurnar þannig að ég get ekki séð að það skipti nokkru máli.“ Hefurðu nokkurn tíma til að sinna nokkru öðru en lögfræðinni og skriftunum? „Fjölskyldunni, jú, ég gef mér alltaf tíma til að sinna henni, en annað kemst lítið að. Útgáfunni erlendis fylgja mikil ferðalög og ei- lífar bókmenntahátíðir og það bitnar auðvitað dálítið á fjölskyldunni, en ég er svo heppinn að eiga alveg ótrúlega skilningsríka og umburðar- lynda konu þannig að það hefur bjargast hingað til. Stundum hefur öll fjölskyldan komið með mér á þessar hátíðir, en nú er eldri dóttirin komin í skóla þannig að það fer að verða erfiðara um vik.“ Margir tryggir lesendur þínir eru hálf sárir yfir því hvernig þú skildir við Ara í síðustu bókinni, hefurðu al- veg sagt skilið við hann? „Nei, hann mun skjóta upp kolli aftur, ég veit ekki alveg hvenær, en hann er ekki alveg horfinn af sjónarsviðinu.“ Mun það breyta því hvernig þú skrifar að öðlast sífellt fleiri erlenda lesendur, hefurðu væntingar þeirra í huga við skriftirnar? „Nei, alls ekki, ég er að skrifa íslenskar bækur úr íslenskum veruleika, það mun ekk- ert breytast. Ég skrifa af því að ég þarf þess og get ekki án þess verið. Það mun held ég ekkert breytast. Ég sest niður á hverju einasta kvöldi og skrifa, það er það sem mér finnst skemmtilegt að gera. Þess vegna er ég að þessu og ef það lendir ein- hvern tíma í öðru sæti og það að koma bókinni á framfæri í fyrsta sæti þá er maður búinn að týna sjálfum sér.“ Friðrika Benónýsdóttir fridrika@frettatiminn.is Fórnaði sér í rannsóknarvinnu Hver er sú saga? „Hún er fædd um miðja öldina og er dóttir ís- lenskrar konu og amer- ísks hermanns. Hittir aldrei pabba sinn og er tekin af mömmu sinni og sett á vöggustofu þar sem hún er í tvö ár. Það sem mér fannst svo áhugavert að skoða var það hvaða áhrif slík reynsla hefur á manneskju. Ég las mér mikið til um rekstur vöggustofanna og börnin sem þar voru vistuð og mér finnst þetta efni hafa legið óbætt hjá garði í okkar bókmenntum.“ Hvaðan kom þessi kona til þín? „Ég veit það eiginlega ekki. En það er dálítið langt síðan ég fór að hugsa um hana og þetta nafn, Hulda, það er eitthvað dularfullt við það. Hér eru heldur ekki margir að skrifa um lögreglu- konur á þessum aldri, þannig að mér þetta vera svið sem gæfi færi á að prófa eitthvað nýtt.“ Ertu ekki kominn inn á svið Arnaldar þarna? Stríðsárin og afleiðingar hernámsins. „Ég hafði nú ekkert pælt í því, en þegar þú segir það þá sé ég að það er rétt. Hugmyndir liggja alltaf einhvern veginn bara í andrúmsloftinu, það á þær enginn frekar en annar. Sama með flóttamannamálin. Stúlkan sem Hulda er að skoða morðið á er rússneskur hælisleitandi, en ég skrifaði þetta áður en þau mál komust í hámæli þannig að það er algjör tilviljun. Auðvitað á allt sem maður skrifar einhverjar kveikjur, maður heyrir sögur eða les eitt- hvað sem vekur áhuga manns. Þriðji hluti sögunnar fjallar síðan um mann og konu sem eru að fara upp á hálendið um miðjan vetur og ég fórnaði mér í rannsóknar- vinnu fyrir þá ferð með því að gista í óupphituðum fjallaskála eina nótt í vetur. Ég hef aldrei upplifað annan eins kulda.“ Byrjaði að skrifa glæpasögur tólf ára Ritstörfin eru ekki aðalstarf Ragn- ars, hann vinnur fullan vinnudag sem lögfræðingur Gamma og sest við skriftir eftir að dætur hans, eins og fimm ára gamlar eru sofnaðar. Er þetta gerlegt? „Já, algjörlega. Ég setti mér þá reglu að skrifa í að minnsta kosti klukkutíma á hverju kvöldi og ég kvika aldrei frá því. Fyrir mér er þetta alveg eðlilegt, ég hef skrifað eins lengi og ég man eft- ir mér og ef ég væri ekki að skrifa þessar sögur væri ég örugglega að þýða einhverja bók eða þá bara að skrifa fyrir skúffuna. Ég þrífst ekki öðruvísi. Lögfræðin heillaði mig og RagnaR Jónasson Fæddur í Reykjavík 20. júlí 1976 Maki: María Mar- grét Jóhannsdóttir Tvær dætur. Aðallögfræðingur Gamma Kennir höfundarrétt við HR Bækur: Fölsk nóta 2009 Snjóblinda 2010 Myrknætti 2011 Rof 2012 Andköf 2013 Náttblinda 2014 Dimma 2015 20 viðtal Helgin 30. október-1. nóvember 2015
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.