Fréttatíminn


Fréttatíminn - 30.10.2015, Blaðsíða 6

Fréttatíminn - 30.10.2015, Blaðsíða 6
Afgreiðslutími Mán. til fös. frá kl. 10–18 Laugardaga frá kl. 11–16 www.dorma.is Holtagörðum 512 6800 Dalsbraut 1, Akureyri 558 1100 REST heilsurúm MEIRA Á dorma.is COMFORT heilsurúm • Svæðaskipt poka- gormakerfi • Burstaðir stálfætur • Sterkur botn • 320 gormar pr fm2 • Góðar kantstyrkingar • Svæðaskipt poka- gormakerfi • Burstaðir stálfætur • Sterkur botn • 320 gormar pr fm2 • Steyptar kantstyrkingar • Inndraganlegur botn • 2x450 kg lyftimótorar • Tvíhert stál í burðargrind • Hliðar- og enda stopparar • Hljóðlátur mótor • Viðhaldslaus mótor Aðeins 123.675 kr. Nature’s Comfort heilsudýna með Classic botni. Stærð: 180x200 cm. Fullt verð: 164.900 kr. 25% AFSLÁTTUR af 100 x 200 cm á meðan birgðir endast. Aðeins 54.675 kr. Nature’s Rest heilsu- dýna með Classic botni. Stærð: 100x200 cm. Fullt verð: 72.900 kr. 25% AFSLÁTTUR af 180 x 200 cm á meðan birgðir endast. STILLANLEGT HEILSURÚM með Shape heilsudýnu SHAPE B Y N AT U R E ’ S B E D D I N G Dormaverð Stærð cm. Shape og C&J silver 2x80x200 349.900 2x90x200 369.900 2x90x210 389.900 2x100x200 389.900 120x200 199.900 140x200 224.900 Við eigum afmæli og nú er veisla Það er oft þannig að eldra fólk sem er á leið úr stórum sér- býlum og vill minnka við sig þarf af borga með sér. Þá finnst manni oft vera vitlaust gefið. veður Föstudagur laugardagur sunnudagur Hiti yfir frostmarki og nokkuð Hvöss sa-átt. rigning annað slagið. Höfuðborgarsvæðið: Skýjað og Smá væta, einkum framan af. Hæglætisveður og að mestu þurrt. frystir um kvöldið. Höfuðborgarsvæðið: Hægviðri og Sól með köflum. Hvessir af sa með rigningu þegar kemur fram á daginn. Höfuðborgarsvæðið: SlagveðurSrigning yfir miðjan daginn. lægðir á ferð – vænlegur laugardagur Sýnishornaveður er það kallað af sumum þegar breytingar í veðri eru mjög tíðar, stundum nokkrar á dag. ómögulegt er að rekja allt það sem verður í gangi næstu daga hjá okkur. lægðir fara hjá og inn í þeim verða aðrar minni lægðir! Í stórum dráttum hægir vindinn á landinu á laugardag og styttir upp, þó ekki um allt land. frystir víða um kvöldið. Hlýnar aftur á sunnudag þegar skilum hrað- fara lægðar er spáð úr suðri og þá með slagveðursrigningu, fyrst sunnanlands. 5 5 4 3 6 1 2 2 3 3 6 3 -2 -3 5 einar sveinbjörnsson vedurvaktin@vedurvaktin.is Þ að sem heillar við þetta húsnæði er að þetta er sérbýli á einum vinsælasta stað borgarinnar,“ segir Gústaf Adolf Björnsson, fasteignasali hjá Fasteignasölunni Fold, um uppgerðan bílskúr sem var á sínum tíma breytt í atvinnuhúsnæði en hefur nú verið breytt í íbúðarhúsnæði. Umrædd eign er við Víðimel og uppsett verð er 39,9 milljónir. Húsnæðið sjálft telur 92,1 fm en því fylgir bílskúr og herbergi í fjölbýlishúsinu sem bíl- skúrinn tilheyrði upphaflega. Samanlagður fermetrafjöldi er 139,2 sem þýðir að fermetr- inn selst á 350.000 en það er meðalverð á fer- metra í Vesturbænum. Fasteignamatið er 25.3 milljónir. Húsnæðið er skráð sem atvinnu- húsnæði en eigandi stefnir á að fá það flokkað sem vinnustofu. uppgerðar íbúðir alltaf dýrari Húsnæðið var selt fyrir ári á 30 milljónir og hefur því hækkað um 10 milljónir á einu ári. Gústaf segir það vera vegna endurbótanna en auk þess fari verð almennt hækkandi. „Það ræðst auðvitað bara af viðbrögðum mark- aðarins hvort það verð sem upphaflega er sett á fasteign heldur sér. Tíminn mun leiða það í ljós hvert endanlegt söluverð verður. Fasteignaverð í Vesturbænum er hátt, það er auðvitað breytilegt eftir götum og íbúðum og eftir því hvort við erum að tala um íbúð frá byggingarárinu og sem er upprunaleg, eða hvort við erum að tala um íbúð sem hefur verið tekin alveg í gegn, eins og á við í þessu tilfelli, það er alltaf dýrara. Þetta hús- næði hefur verið tekið í gegn frá A til Ö, bæði lagnir, gluggar og innréttingar, þarna er allt glænýtt.“ unga fólkið vill ekki stór hús Gústaf segir ekki vera mikið framboð af eign- um á þessu svæði og því fái nýjar eignir alltaf sterk viðbrögð. Nálægðin við þjónustu, vinnu- staði og háskólasvæðið heilli sérstaklega. Hann segir að almennt sárvanti millistórar íbúðir á markaðinn, ekki bara í Vesturbæinn, og því sé slegist um þær. „Það er ákveðið ójafnvægi á markaðinum því fermetraverðið á minni íbúðum sem eru miðsvæðis er mun hærra en á stórum einbýlishúsum í úthverf- unum. Fjögurra herbergja íbúðir eru að fara á um 40 milljónir en sérbýlin í úthverfunum eru að fara á rúmar 50 milljónir. Það er oft þannig að eldra fólk sem er á leið úr stórum sérbýlum og vill minnka við sig þar af borga með sér. Þá finnst manni oft vera vitlaust gefið. En unga fólkið í dag hefur ekki jafn mikinn áhuga á stórum eignum, það er dýrt að reka þær og ungu fólki hugnast það ekki eins og staðan er í dag. Markaðurinn kallar á minni eignir.“ Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is  Húsnæðismál markaðurinn Hrópar á minni eignir Uppgerður bílskúr í Vesturbæ á 40 milljónir Bílskúr í vesturbæ reykjavíkur, sem síðar varð atvinnuhúsnæði og hefur nú verið breytt í íbúðarhús- næði, er til sölu á 39,9 milljónir. gústaf adolf Björnsson fasteignasali segir verðið fylgja markaðinum og töluverðan áhuga vera á eigninni, enda um sérbýli á vinsælasta stað borgarinnar að ræða. Hann segir markaðinn hrópa á minni eignir, unga fólkið í dag hafi ekki áhuga á því að reka stór hús. fermetraverð í fjölbýli vesturbær innan Hringbrautar og Snorrabrautar 382.000 melar og Hagar 351.000 Sjáland, garðabæ 350.000 Hlíðar 315.000 Salir, kópavogur 310.000 mosfellsbær 284.000 rimar 278.000 grafarholt 276.000 Hraun, Hafnarfjörður 238.000 Seljahverfi 232.000 fermetraverð í sérbýli: miðbær vestan Snorrabrautar 360.000 Seltjarnarnes 311.000 reykjavík sunnan miklubrautar (Seltjarnarnes að reykjanesbraut) 295.000 lindir, Smára og Salir, kópavogur 288.000 grafarholt 276.000 miðbær norðan Snorrabrautar 259.000 Seljahverfi 232.000 Heimild: Þjóðskrá Það er ekki oft sem lítil sérbýli í vesturbænum koma á markað- inn. Húsnæðið telur bílskúr, uppgerða við- byggingu sem í dag er skráð sem atvinnuhúsnæði, og aukaherbergi í fjölbýlishúsinu sem bílskúrinn tilheyrði upp- haflega. Ljósmynd/Hari 6 fréttir Helgin 30. október-1. nóvember 2015
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.