Fréttatíminn


Fréttatíminn - 30.10.2015, Blaðsíða 5

Fréttatíminn - 30.10.2015, Blaðsíða 5
www.icewear.is R E Y K J AV Í K - A K U R E Y R I - V Í K Í M Ý R D A L BIRTA | DÚNÚLPA MILLISÍÐ | 24.500 VANDAÐAR DÚNÚLPUR Ert þú að flytja? Leigir bílinn og ekur sjálf/ur www.cargobilar.is Karlarnir losuðu bindin!  Stjórnmál AfSlöppuð northern future ráðStefnA n orthern Future ráðstefnan var haldin á Grand Hótel í Reykjavík í gær og fyrra- dag, 28. og 29. október. Á fundinum voru forsætisráðherrar allra Norð- urlandanna, Eystrasaltsríkjanna og Bretlands. Ráðstefnunni er henni ætlað að vera tækifæri til að miðla þekkingu og vettvangur fyrir sam- tal milli landanna og var fókusinn í ár á framtíð skapandi greina og ný- sköpun í opinberri stjórnsýslu. Þetta var í fimmta sinn sem ráð- stefnan var haldin en David Came- ron setti hana fyrst árið 2011. Heim- sókn hans til Íslands markar nokkur Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra tók á móti David Cameron, for- sætisráðherra Breta en breskur forsætisráðherra hefur ekki sótt Íslendinga heim síðan Winston Churchill kom hingað í seinni heimstyrjöldinni. Mynd/Hari tímamót því hann er fyrsti forsætis- ráðherra Bretlands til að sækja Ís- land heim síðan Winston Churchill kom hingað árið 1941. Heimsóknin vakti töluverða athygli í Bretlandi en þar höfðu fjölmiðlar spáð því að Cameron myndi nota hana til að svara efasemdarmönnum í Evrópu- málum, en ekkert varð úr því heldur lagði hann áherslu á að þátttakend- ur ráðstefnunnar væru þar fyrst og fremst til að hlusta og læra. Á miðvikudagskvöldið snæddu þátttakendur saman kvöldverð og hafði Cameron orð á því morgun- inn eftir hversu afslappað andrúms- loftið hefði verið, enginn hefði ver- ið með punkta né skrifaða ræðu. Reyndar höfðu flestir forsætisráð- herrarnir orð á því hversu afslapp- að andrúmsloftið í hópnum væri og vitnuðu í orð Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar sem hafði bent á það kankvís í opnunarræðu sinni að þátttakendur væru svo afslapp- aðir að þeir hefðu allir losað sig við bindin. Fjölmargir íslenskir sérfræðing- ar miðluðu þekkingu sinni á ráð- stefnunni sem endaði með blaða- mannfundi. Þar var Cameron meðal annars spurður út í samskipti Ís- lands og Bretlands, hvort Íslending- ar ættu inni afsökunarbeiðni eftir að Bretar beittu ákvæðum hryðju- verkalaga gegn þeim vegna Icesave- málsins. Cameron sagðist þá frekar vilja horfa til framtíðar en fortíðar og ítrekaði við það tækifæri vilja sinn til samstarfs við Íslendinga í orkumálum og vitnaði í hugmyndir um sæstreng milli ríkjanna tveggja. -hh fréttir 5 Helgin 30. október-1. nóvember 2015
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.