Fréttatíminn - 30.10.2015, Page 5
www.icewear.is
R E Y K J AV Í K - A K U R E Y R I - V Í K Í M Ý R D A L
BIRTA | DÚNÚLPA MILLISÍÐ | 24.500
VANDAÐAR DÚNÚLPUR
Ert þú að flytja?
Leigir bílinn og ekur sjálf/ur
www.cargobilar.is
Karlarnir losuðu bindin!
Stjórnmál AfSlöppuð northern future ráðStefnA
n orthern Future ráðstefnan var haldin á Grand Hótel í Reykjavík í gær og fyrra-
dag, 28. og 29. október. Á fundinum
voru forsætisráðherrar allra Norð-
urlandanna, Eystrasaltsríkjanna og
Bretlands. Ráðstefnunni er henni
ætlað að vera tækifæri til að miðla
þekkingu og vettvangur fyrir sam-
tal milli landanna og var fókusinn í
ár á framtíð skapandi greina og ný-
sköpun í opinberri stjórnsýslu.
Þetta var í fimmta sinn sem ráð-
stefnan var haldin en David Came-
ron setti hana fyrst árið 2011. Heim-
sókn hans til Íslands markar nokkur
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra tók á móti David Cameron, for-
sætisráðherra Breta en breskur forsætisráðherra hefur ekki sótt Íslendinga heim
síðan Winston Churchill kom hingað í seinni heimstyrjöldinni. Mynd/Hari
tímamót því hann er fyrsti forsætis-
ráðherra Bretlands til að sækja Ís-
land heim síðan Winston Churchill
kom hingað árið 1941. Heimsóknin
vakti töluverða athygli í Bretlandi
en þar höfðu fjölmiðlar spáð því að
Cameron myndi nota hana til að
svara efasemdarmönnum í Evrópu-
málum, en ekkert varð úr því heldur
lagði hann áherslu á að þátttakend-
ur ráðstefnunnar væru þar fyrst og
fremst til að hlusta og læra.
Á miðvikudagskvöldið snæddu
þátttakendur saman kvöldverð og
hafði Cameron orð á því morgun-
inn eftir hversu afslappað andrúms-
loftið hefði verið, enginn hefði ver-
ið með punkta né skrifaða ræðu.
Reyndar höfðu flestir forsætisráð-
herrarnir orð á því hversu afslapp-
að andrúmsloftið í hópnum væri
og vitnuðu í orð Sigmundar Davíðs
Gunnlaugssonar sem hafði bent á
það kankvís í opnunarræðu sinni
að þátttakendur væru svo afslapp-
aðir að þeir hefðu allir losað sig við
bindin.
Fjölmargir íslenskir sérfræðing-
ar miðluðu þekkingu sinni á ráð-
stefnunni sem endaði með blaða-
mannfundi. Þar var Cameron meðal
annars spurður út í samskipti Ís-
lands og Bretlands, hvort Íslending-
ar ættu inni afsökunarbeiðni eftir
að Bretar beittu ákvæðum hryðju-
verkalaga gegn þeim vegna Icesave-
málsins. Cameron sagðist þá frekar
vilja horfa til framtíðar en fortíðar
og ítrekaði við það tækifæri vilja
sinn til samstarfs við Íslendinga í
orkumálum og vitnaði í hugmyndir
um sæstreng milli ríkjanna tveggja.
-hh
fréttir 5 Helgin 30. október-1. nóvember 2015