Fréttatíminn - 30.10.2015, Blaðsíða 24
A uður Jónsdóttir býr í Berlín en er stödd á Íslandi í nokkrar vikur til að fylgja
bókinni úr hlaði. Hún er í sjöunda
himni yfir íslensku leikskólakerfi,
en sonur hennar fær að mæta á
gamla leikskólann sinn meðan þau
dvelja hér, og það tekur töluverða
stund að kippa henni út úr móður
hlutverkinu og inn í rithöfundar
hlutverkið. Hún hlustar eiginlega
ekki á mig fyrr en ég spyr hvort hún
sé alltaf að skrifa um sjálfa sig?
„Örugglega að einhverju leyti,
já, eða öllu heldur um hluti sem ég
þekki af eigin reynslu. Þessi kar
akter er samt alls ekki ég, hún er
meira að segja mjög ólík mér, en
ég er vissulega með flogaveiki. Það
sem mig langar samt helst að leggja
áherslu á í sambandi við þessa bók
er að þetta er ekki bók um floga
veiki. Þessi kona er með þessa
birtingarmynd af flogaveiki og það
byggi ég á mínum kynnum af sjúk
dómnum. Hins vegar hefur floga
veiki mjög ólíkar birtingarmyndir
hjá mismunandi einstaklingum og
það er ekkert hægt að skrifa ein
hvern endanlegan sannleika um
það hvernig hún er og hvernig fólk
upplifir hana.“
Veit ekki hvað það þýðir að
hafa nafn
Auður þekkir það þó vel að fá grand
mal flogaveikiköst og tapa minni í
stuttan tíma eins og Saga, aðal
persóna bókarinnar. „Það sem ger
ist þegar maður fær svona grand
mal köst er að þegar þú vaknar þá
veistu ekki hvað þú heitir, þú veist
ekki einu sinni hvað það þýðir að
heita eitthvað, og það tekur þig tölu
verðan tíma að komast í gang aftur.
Minnið getur verið höktandi í tölu
verðan tíma eftir svona kast, en það
sem gerist hjá Sögu er að hún man
ekki erfiða hluti og það er hreinn
skáldskapur. Spurningin sem ég er
að velta fyrir mér í því samhengi
er hvað sé líffræðilegt og hvað sál
fræðilegt í svona minnisleysi. Ég
hef líka týnt syni mínum tvisvar,
þannig að ég er að skrifa um tvær
óraunverulegustu upplifanir sem ég
hef lifað, þegar það kemur nokkurs
konar gat á raunveruleikann vegna
áfalls.“
Flogaveikar persónur hafa áður
komið við sögu í bókum Auðar,
bæði í Stjórnlausri lukku og Vetrar
sól. Hún segist lengi hafa gengið
með þá hugmynd að skrifa um floga
veika aðalpersónu. „Flogaveikin er
svo táknræn fyrir það hvað lífið er
hverfult. Þeir sem eru með floga
veiki lifa við það að líkaminn getur
hvenær sem er tekið af þeim völd
in, þannig að hverfulleiki lífsins er
kannski nær þeim en öðrum. Ég er
búin að vera á lyfjum síðan ég var
unglingur og ef ég er illa sofin eða
illa fyrirkölluð, sem eykur líkurnar
á kasti, þá sef ég extra lengi, borða
feitan mat og eyk lyfjaskammtinn.
Ég hef samt oft orðið hrædd við
það að fá kast í óheppilegum að
stæðum, það er þessi blygðunar
kennd sem fylgir því að eiga það á
hættu að hrynja niður, froðufella og
pissa á mig, sá ótti lúrir alltaf undir.
Flogaveikin er bæði ógnvekjandi
og heillandi sjúkdómur, sérstak
lega þar sem svo lítið er vitað um
orsakir og afleiðingar, eins og með
marga aðra heilasjúkdóma. Flog
getur haft áhrif á minnið og þann
ig haft áhrif á veruleikaskynjunina.
Við getum verið stödd í allt öðrum
veruleika eftir klukkutíma en við
erum í núna. Mér fannst líka gaman
að leika mér með mörk undirmeð
vitundar og sjúkdómsins í þessari
bók; hvað er í rauninni veruleiki hjá
henni, hvað er ímyndun og hvað er
sjúkdómurinn. Þau mörk eru mjög
óljós og hún veit kannski ekki einu
sinni sjálf hvað er hvað. Það sem
ég þurfti sérstaklega að passa mig
á var að láta ekki líta svo út að ég
væri að skrifa einhvern endanlegan
sannleika um flogaveiki eða nokkuð
annað. Það er engin endanleg út
gáfa til og kannski engin ein skynj
un réttari en önnur.“
Missir tökin á ástinni við að
verða mamma
Annað áberandi stef í Stóra skjálfta
er hvernig upplifun það er að vera
mamma. Einnig þar sækir Auður í
eigin reynslu. „Já, ég held að allar
mæður þekki það að missa tökin
á ástinni þegar þær eignast börn.
Þarna er manneskja sem hefur
kannski alltaf verið tilfinningalega
vansvefta og svo hellist móðurástin
yfir hana af fullum krafti og hún
kann eiginlega ekkert að taka þess
ari tilfinningu. Ég hef upplifað það
að vera með barn á vökudeild, sonur
minn er með hættulega barkabólgu,
sem hefur blossað upp nokkrum
sinnum. Hann fékk vírus níu mán
aða og ef hann fær minnsta kvef
þurfum við að setja hann á steralyf
og vera tilbúin því að þurfa að fara
með hann á sjúkrahús. Einu sinni
var hann nærri kafnaður í höndun
um á okkur, var allur orðinn blár,
og þurfti eftir það að vera á spítala í
þrjá daga. Þá var ég einmitt að byrja
að leggja drögin að þessari bók og
þessi reynsla leitaði inn í frásögn
ina. Óttinn um barnið rústar svolítið
í henni taugakerfinu og hún hættir
að geta sofið, sem er um það bil það
versta sem getur hent manneskju
með flogaveiki. Ég er sem sé að
fjalla þarna um tvo sjúkdóma sem
ég þekki af eigin raun, en karakter
arnir eru engan veginn við.“
Auður býr með Þórarni Leifs
syni rithöfundi og Saga er nýskilin
við leiðinlegan rithöfund, en Auður
hlær þegar ég spyr hvort persóna
hans sé byggð á Þórarni. „Ó, nei,
Þórarinn er miklu skemmtilegri og
allt öðruvísi týpa. Mér fannst bara
skemmtilegt að setja þetta rithöf
undarelement inn í söguna, því að
Eftir flog kemur gat
á raunveruleikann
Stóri skjálfti nefnist ný skáldsaga Auðar Jónsdóttur sem kemur
út á næstu dögum. Þar er í forgrunni flogaveik aðalpersóna
en Auður segir þann karakter á engan hátt byggðan á henni
sjálfri, þótt hún hafi verið greind með flogaveiki sem unglingur.
Hún segir bókina loka ákveðnum hring, nú sé hún búin að
gera ákveðnum hlutum nægileg skil og geti snúið sér að nýjum
verkum.
mörgu leyti fjallar hún um hvað er uppspuni
og hvað er raunveruleiki. Þegar upp er staðið
reynist Saga kannski meira skáld en eiginmað
urinn, þótt hún skrifi ekki.“
Fékk blessun frá ömmu á jarðarfarar-
degi hennar
Síðasta skáldsaga Auðar, Ósjálfrátt, var skáld
ævisaga þar sem fjölskylda hennar var ekki
alltaf sýnd í rósrauðu ljósi, það hefur ekki
dregið neinn dilk á eftir sér innan fjölskyld
unnar? „Nei, nefnilega ekki. Þau voru svo eftir
sig eftir Fólkið í kjallaranum að þau tóku þetta
ekkert inn á sig. Þau hafa líka lúmskt gam
an af þessu enda er þetta alltaf mestan part
skáldskapur. Ég var aðallega viðkvæm gagn
vart ömmu með Ósjálfrátt því hún dó þegar ég
var að ganga frá bókinni. En svo kom bókin úr
prentun akkúrat þegar jarðarförin var og þá
fannst mér ég hafa fengið samþykki hennar og
blessun. Það var mjög skrýtin upplifun að sitja
við dánarbeð hennar og vita að maður hafði
verið að skrifa um alla sem þar voru. Mér leið
svolítið eins og Woody Allen. Ég reyndi samt
alveg vísvitandi í þeirri bók að gera ekkert sem
myndi særa neinn. Ég hef oft hugsað síðan að
ég hefði getað skrifað betri bók ef ég hefði
farið lengra með hlutina, en ég ákvað að vera
góð manneskja frekar en góður rithöfundur og
ég held að fjölskyldan hafi alveg skynjað það.“
Auður er snúin aftur sem pistlahöfundur á
Kjarnanum en þar birtist allt önnur manneskja
en í skáldskap hennar, mjög gagnrýnin og póli
tísk. Er það meðvituð ákvörðun að halda póli
tískri gagnrýni utan skáldsagnanna? „Skáld
sagnahöfundurinn og pistlahöfunurinn eru
alveg tvær aðskildar hliðar á mínum persónu
leika sem báðar þurfa að fá útrás. Ég vann sem
blaðamaður í tvö ár og finnst það mjög gaman.
Væri alveg til í, ef ég flyt aftur til Íslands, að
fara aftur í blaðamennskuna.“
En það hefur aldrei höfðað til þín að gerast
pólitískur rithöfundur og skrifa samfélagsgagn
„Það er þessi
blygðunarkennd
sem fylgir því
að eiga það á
hættu að hrynja
niður, froðufella
og pissa á mig,
sá ótti lúrir
alltaf undir.“
Ljósmyndir/Hari
Helstu verk
AuðAr
Jónsdóttur:
Skáldsögur:
Stjórnlaus lukka
1998.
Annað líf 2000.
Fólkið í kjallar-
anum 2004.
Tryggðapantur
2006.
Vetrarsól 2008.
Ósjálfrátt 2012.
Barnabækur
Algjört frelsi 2001,
ásamt Þórarni
Leifssyni.
Skrýtnastur er
maður sjálfur 2002.
Gagga og Ari 2004
Allt getur gerst 2005
Framhald á næstu opnu
24 viðtal Helgin 30. október-1. nóvember 2015