Fréttatíminn


Fréttatíminn - 30.10.2015, Blaðsíða 2

Fréttatíminn - 30.10.2015, Blaðsíða 2
Skógarhlíð 18 • Sími 595 1000 www.heimsferdir.is B irt m eð fy rir va ra u m p re nt vi llu r. H ei m sf er ð ir ás ki lja s ér ré tt t il le ið ré tt in g a á sl ík u. A th . a ð v er ð g et ur b re ys t án fy rir va ra . Netverð á mann frá kr. 59.900 m.v. 2 í herbergi. Sevilla 6. nóvember í 3 nætur ST ÖK KT U Frá kr. 59.900 m/morgunmat Hitamælirinn Þeim félögum Einari K. Guðfinnssyni, forseta Alþingis, og Sigmundi Davíð Gunn- laugssyni forsætisráðherra tókst ekki betur upp en svo við heimsókn Davids Cameron í Alþingishúsið að breski fáninn sneri öfugt þegar hann ritaði nafn sitt í gestabók þingsins. Ætla má að þó heim- sóknin hafi að öðru leyti verið ágætlega heppnuð muni þetta klúður ekki gleymast. Leikur á móti Ben Kingsley Leikkonan Hera Hilmarsdóttir mun leika eitt aðalhlutverkanna í spennumyndinni An Ordinary Man þar sem mótleikari hennar verður Óskarsverðlaunahafinn Ben Kingsley. Hera leikur þjónustustúlku sem myndar tengsl við eftirlýstan stríðs- glæpamann sem er í felum. 27.000 heimili á Íslandi eru með Netflix-áskrift ef marka má könnun Gallup sem gerð var fyrir Viðskiptablaðið. Samskonar könnun var gerð fyrir 20 mánuðum og síðan hefur áskrifendum fjölgað um 4,9% Verðbólgan komin í 1,8% Vísi tala neyslu verðs hækkaði um 0,07% í októ ber og er verðbólga, mæld á tólf mánaða tíma bili, 1,8% 29.192 inn flytj end ur voru á Íslandi um síðustu ára mót eða 8,9% mann fjöld ans. Það er fjölg un frá því í fyrra þegar þeir voru 8,4% lands manna, alls 27.445. 60% af heildarveltu matvöruverslana á Íslandi er hjá verslunum Haga, Hagkaup og Bónus. Verslanir Kaupáss, Krónan og Nóatún, eru með 23% veltunnar og Samkaup um 17%. Viðskiptablaðið greinir frá.  Haftaafnám Skilyrði Sem föllnu bankarnir þurfa að uppfylla Nær 500 milljarða stöðugleikaframlag G reiðslur sem renna munu beint eða óbeint í ríkissjóð vegna stöðugleikaframlags föllnu bankanna nema nærri 500 milljörðum króna, að því er fram kom á fundi fjármálaráðherra og seðlabankastjóra fyrr í vikunni. Þar var greint frá skilyrðum sem föllnu bankarnir þurfa að uppfylla til að fá að gera nauðasamninga og fá undanþágu frá gjaldeyrishöftum. Heildarráðstafanir gagnvart slita- búnum nema 856 milljörðum króna. Stöðugleikaframlagið nemur 491 milljarði og rennur til ríkisins en getur farið upp í 599 ef virði eigna hækkar, auk annarra ráðstafana. Stöðugleikaframlag Glitnis nemur 229 milljörðum króna, Kaupþings 127 milljörðum og LBI 23 milljörð- um. Fram kom hjá seðlabankastjóra að gjaldeyrisforði þjóðarinnar yk- ist um 40 milljarða og skuldastaða þjóðarbúsins yrði um 10 prósent af landsframleiðslu á næsta ári en hún nemur um þriðjungi í dag. Sveinn Valfells í Indefence hópn- um telur, að því er fram kom í frétt RÚV, að vandinn sé að hluta óleyst- ur, honum verði hliðrað fram í tím- ann. Markmiðið hafi verið að koma í veg fyrir óæskileg áhrif þegar krónueignir föllnu bankanna færu úr landi við losun hafta. Þeim fyr- irsjáanlega vanda hafi einungis ver- ið frestað. „Vandinn er skilgreindur upp á 815 milljarða,“ sagði Sveinn í viðtalinu, „hins vegar eru slitafram- lögin ekki upp á nema 379 milljarða, eftir virðast standa 400 milljarðar af krónueignum sem kunna að fara úr landinu og hafa þannig neikvæð áhrif á íslensku krónuna og rýra kaupmátt á Íslandi.“ Bjarni Bene- diktsson fjármála- ráðherra greinir frá skil- yrðunum. Mynd/Hari Algjört klúður Allt í himnalagi Skorað á Guðrúnu að bjóða sig fram til forseta Framboðið er skrifað í skýin og ég er strax komin með hugmynd að vef- síðu; kjör.is Skorað hefur verið á Guðrúnu Hafsteinsdóttur, markaðsstjóra Kjöríss og formann Samtaka iðnaðarins, að bjóða sig fram til embættis forseta Íslands. Nokkur hundruð manns hafa stutt áskorunina á Facebook en það er Guðlaugur Aðalsteinsson hugmyndasmiður sem er upphafs- maður áskorunarinnar og honum er fúlasta alvara. m ér finnst hún alveg til-valin og ég veit að það finnst það fleirum,“ seg- ir Guðlaugur Aðalsteinsson, hug- myndasmiður hjá auglýsingastof- unni Brandenborg, aðspurður um áskorunina. „Hún fór nú bara að hlæja þegar ég nefndi þetta við hana en mér er fúlasta alvara. Ég þekki hana því við vinnum fyrir Kjörís þar sem hún er markaðs- stjóri og svo er hún reyndar líka formaður Samtaka iðnaðarins svo hún er ekki beint atvinnulaus. Ég hef lengi unnið með henni og fékk þessa flugu í höfuðið fyrir dálítið löngu síðan.“ Framboðið er skrifað í skýin En af hverju Guðrún? „Í fyrsta lagi er hún ótrúlega hæf og með mikla reynslu, talar fjögur tungumál og hefur búið erlendis. En svo er hún bara svo góð mann- eskja. Heiðarleg, hugmyndarík, dugleg og gengur í öll störf. Hún er svo mikið alvöru, er úr sveit og klæðir sig alltaf upp í skautbún- ing á 17. júní og svo er hún dóttir stofnanda Kjöríss. Hún er heldur ekki þessi týpíski pólitíkus. Það þekkja hana ekki margir og þess vegna henti ég þessu á Facebook í Guðrún Hafsteinsdóttir er menntuð í mannfræði en hefur alla sína tíð unnið í Kjörís, fjölskyldufyrirtækinu í Hveragerði. Hún hefur starfað sem formaður Samtaka iðnaðarins frá því í mars 2014. Guðrún er gift Ólafi Ólafssyni, sölustjóra hjá HB Granda. Þau eiga saman þrjú börn, Hafstein, Dagnýju Lísu og Hauk. Fjölskyldan fluttist búferlum til Þýskalands árið 1998 og bjó þar í fimm ár. Í dag býr fjölskyldan í Hveragerði.  forSetaframboð formaður Samtaka iðnaðarinS á beSSaStaði? bríaríi en ef ég kem þessu í 10.000 læk þá verður hún að taka þessu al- varlega,“ segir Guðlaugur og bætir því við að þetta framboð sé í raun skrifað í skýin. „Ég er strax komin með hugmynd að vefsíðu; kjör.is“ Horfir ekki svo hátt til skýjanna „Guð minn almáttugur! Ég veit ekki hvort þetta er grín eða alvara,“ segir Guðrún hlæjandi aðspurð um áskor- unina og er greinilega ekki með hugann við Bessastaði. „Það er til svo mikið af hæfu fólki sem gæti orðið góðir forsetar og ég er ekki ein af þeim! Ég er í öðrum störf- um og horfi ekki svona hátt upp til skýjanna.“ Ólafur Ragnar Grímsson var kjör- inn forseti árið 1996 og hefur því setið fimm kjörtímabil, eða 20 ár á næsta ári. Næst verður kosið um nýjan forseta í lok júní 2016. Ýmsir hafa verið nefndir sem mögulegir frambjóðendur, þeirra á meðal Ragna Árnadóttir, Jón Gnarr, Berg- þór Pálsson, Páll Óskar Hjálmtýs- son, Halldóra Geirharðsdóttir og Andri Snær Magnason. Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is 2 fréttir Helgin 30. október-1. nóvember 2015
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.