Fréttatíminn - 30.10.2015, Blaðsíða 10
Það er þetta fólk sem notar deili-
hagkerfið hvað mest og sérstaklega
vettvanga þar sem hægt er að búa
til peninga, eins og td. Airbnb.“
Hvað vakti áhuga þinn á deilihag-
kerfinu?
„Mér fannst deilihagkerfið geta
verið stór þáttur í að hraða fyrir
breytingum í átt að betri heimi,
sem ég lýsi í Plenitude, því það vek-
ur áhuga fólks á því að vinna minna
og lifa með minni innkomu. Mér
finnst líka áhugavert hvað margir
vettvanganna sem bjóða upp á að
deila eru til þess gerðir að minnka
ójöfnuð, þó þeir séu það alls ekki
allir.“
Hvernig hafa rannsóknir þínar á
lífsstíl fólks haft áhrif á þitt eigið líf?
„Ég hef gert ýmislegt til batn-
aðar í gegnum árin. Ég veit ekki
nákvæmlega hversu marga tíma
á viku ég vinn, en það er vegna
þess að ég vinn aldrei of mikið. Ég
tek mér alltaf frí um helgar og
líka stundum á virkum dögum.
Hér áður fyrr kenndi ég alltaf
á mánudögum sem þýddi að
sunnudagurinn fór í að undir-
búa tímana, en núna kenni ég
á þriðjudögum! Ég geng í vinn-
una, ég er vegan, ég bý í húsi
sem notar ekki mikla orku og allar
endurbætur eru grænar; sjálfbær
viður, engin eiturefni og staðbund-
in framleiðsla. Ég hef ekki enn
komið mér upp rútínu á neinum
deilivettvangi en það er planið að
auka það.“
Nú átt þú tvö börn. Hvernig elur þú
þau upp til að verða meðvitaðir neyt-
endur?
„Við ákváðum að sleppa sjón-
varpi á heimilinu og við borðum
ekki skyndibita. Mér finnst það
hafa verið mjög góðar ákvarðanir.“
Halla Harðardóttir
halla@frettatiminn.is
Í bók þinni Plenitude frá árinu 2011 lýsir þú því hvernig róttæk-ar lífsstílsbreytingar gætu breytt
lífi okkar til frambúðar. Þú teiknar
upp mynd af lífi sem snýst frekar um
að búa til tíma heldur en peninga og
þar sem tíminn nýtist til að rækta
andann og tengsl við annað fólk.
Hvert er fyrsta skrefið í þessa átt og
er þetta yfir höfuð mögulegt?
„Já, þetta er mögulegt ef fólk
ákveður það. Það góða við lífsstíls-
breytingar er að það þarf ekki að
umturna heilu samfélögunum í einu
lagi heldur byrja þær inni á heimil-
unum, með litlum ákvarðanatökum.
Við stjórnum lífi okkar sjálf, en ekki
fyrirtækin í landinu eða ríkisstjórn-
in.
En auðvitað eru takmörk fyrir því
hvað lífsstílsbreytingar geta gert
fyrir samfélagið. Þess vegna þurfum
við að setja lög og reglur sem hraða
breytingum til hins betra. Til dæmis
með mengunarsköttum sem gera
samfélög staðbundnari, vinnutíma-
löggjöf, sem styttir vinnudaginn svo
hægari lífsstíll og minni neysla sé
möguleg, og með því að ríkið bjóði
upp á almenna grunnþjónustu sem
auðveldar fólki að lifa og minnkar
áhyggjur af daglegu streði,“ segir
Juliet Shchor, félagsfræðingur við
Harvard og Boston College.
Sumir myndu kalla hugmyndir þínar
útópískar.
„Félagsfræðingar hafa verið að
nota orðið „raunverulegar útópíur“.
Það eru breytingar sem eru mögu-
legar og sem yrðu til þess að bæta
líf og heilsu almennings. Módelið
sem ég byggi í Plenitude er raun-
veruleg útópía. Við höfum séð lífs-
stílsbreytingar á borð við þær sem
ég lýsi, þar sem fólk vinnur minna
og á því meiri tíma með sjálfu sér
og til að deila með öðrum, gerast í
litlum samfélögum. Ég ritstýrði ný-
lega bók þar sem var fjallað um slíkt
dæmi í franska héraðinu Aude. Og
sum þeirra róttæku samfélaga sem
nú spretta í Bandaríkjunum líkjast
módelinu sem ég lýsi í bókinni.“
Þú talar um mikilvægi þess að deila
hlutum, bæði til að minnka fram-
leiðslu og þannig álag á jörðina, en
líka sem leið til að auka samskipti,
sem séu, auk aukins tíma, oft það sem
Tímabankar og deilihagkerfi
eru skref í átt að betri heimi
Juliet Shchor, félagsfræðingur við Harvard og Boston College, hefur skrifað fjölda bóka um áhrif
neyslusamfélagsins á líf okkar. Hún segir róttækar hugmyndir sínar um að fækka vinnustundum
til að eiga meiri tíma og minnka neyslu vera framkvæmanlega útópíu sem ekki aðeins geri okkur
hamingjusamari heldur líka jörðina sjálfa, sem við séum að missa frá okkur vegna ofneyslu.
Juliet, sem er vegan, á ekki sjónvarp og vinnur aldrei um helgar, er með fyrirlestur í Háskóla Ís-
lands í dag, föstudag, á vegum Landverndar og Félagsvísindastofnunar HÍ.
Bækur Juliet
True Wealth, 2011
Plenitude, 2010
Born to buy, 2004
Sustainable Planet, 2002
The consumer society, 2002
Do Americans shop too much?, 2000
The overspent American, 1998
The overworked American, 1992
Juliet Schor var prófessor við Harvard í 17 ár en kennir í dag við Boston College
auk þess að sinna ritstörfum. Hún flytur erindi um deilihagkerfið í dag, föstudag,
og að því loknu verða pallborðsumræður. Það eru Félagsvísindastofnun, Landvernd
og Háskóli Íslands sem bjóða til fyrirlestrarins en deilihagkerfið hefur verið kynnt
sem lausn við neyslusamfélaginu með tilliti til umhverfisáhrifa og félagslegra gæða.
Ljósmynd/Hari
ýtir fólki út í frumkvöðlastörf.
„Algjörlega. Minni tími í vinnu
þýðir meiri tími til að gera hluti sem
veita okkur ánægju sem ekki bara
bætir líf okkar heldur verður líka
til þess að við höfum meiri tíma
til að gera hluti sem eru ekki hluti
af almenna hagkerfinu, eins og til
dæmis að rækta garðinn okkar eða
sauma, en líka til að hugsa, sem oft-
ar en ekki verður til þess að vekja í
okkur frumkvöðulinn og hvatning
til að búa til peninga á nýjan og um-
hverfisvænni hátt.“
En enda litlu frumkvöðlafyrirtækin
sem starfa innan deilihagkerfisins
ekki eins og önnur fyrirtæki? Eru
fyrirtæki á borð við Airbnb og Uber
raunverulega nýir valkostir?
„Það er hægt að markaðsvæða
allt og fyrirtæki innan deilihag-
kerfisins eru ekki undanskilin því,
en DIY-hreyfingin (do it yourself /
gerðu það sjálf/ur) er frábær hreyf-
ing sem er í miklum uppgangi í
Bandaríkjunum. Allskonar skap-
andi fólk er að gera frábæra hluti og
stofna fyrirtæki sem eru ekki hluti
af risakeðjum. Í bókinni minni True
Wealth tek ég til dæmis bjórbrugg-
ara, garðyrkjufólk, saumastofur og
smíðaverkstæði sem dæmi um fyr-
irtæki sem bjóða upp á góðan val-
kost við til dæmis mengandi stór-
fyrirtæki. Það eru spennandi tímar
í loftinu.“
En hvað finnst þér vera gott dæmi um
fyrirtæki innan deilihagkerfisins?
„Ég er hrifin af stöðum þar sem
þú getur mætt og búið til þína hluti
og eins mörkuðum þar sem fólk
skiptist á mat og fötum. Svo er ég
er mjög hrifin af tímabönkum, þeir
eru alveg málið í dag. Það eru sam-
tök þar sem fólk gerist meðlimur
og þar sem er svo hægt að bjóða
fram einhverskonar þjónustu.
Gildi þess sem þú býður fram er
ekki mælt í peningum heldur tíma,
tímanum sem fer í að framkvæma
þjónustuna, þannig að nýi gjald-
miðillinn er tími. Tíminn sem þú
hefur eytt í verk er færður til bók-
ar og hver meðlimur er með sinn
„reikning“, svo bara safnar þú tíma
og eyðir honum í aðra þjónustu og
allur tími er metin til jafns. Það eru
allskonar hlutir í boði í bankanum,
umsjá barna eða eldri borgara, elda-
mennska, skutl á milli staða, hver-
skyns handa- og iðnaðarvinna, leið-
sögn, lögfræðiþjónusta, kennsla og
svo framvegis. Það getur verið erfitt
að finna mjög hálaunuð störf eins og
forritun og eins að finna tíma hjá
iðnaðarmönnum því þeir eru svo
eftirsóttir, en þetta er frábær val-
kostur sem virkar og sem skapar á
sama tíma samfélag jöfnuðar.“
Af hverju eru samfélög og fyrirtæki á
borð við þessi að spretta upp núna?
Er þetta afleiðing kreppu og atvinnu-
leysis eða er fólk að fá leið á gamla
vinnumódelinu?
„Ég tel þetta vera samspil margra
þátta. Kreppan hefur mikil áhrif og
í Bandaríkjunum er mikið atvinnu-
leysi. Mörg þessara deiliverkefna
byrjuðu eftir 2007 og hafa svo mörg
hver fest sig í sessi. Mikið af ungu
fólki skuldar háar fjárhæðir, í náms-
lán eða húsnæðislán og atvinnu-
tækifærin eru ekki á hverju strái.
10 fréttaviðtal Helgin 30. október-1. nóvember 2015