Fréttatíminn


Fréttatíminn - 30.10.2015, Blaðsíða 36

Fréttatíminn - 30.10.2015, Blaðsíða 36
Litabókin tekur við af púslinu Hönnuðurinn og badmintonmeistarinn Elsa Nielsen gaf nýlega út sína þriðju barnabók sem nefnist Vinabókin. Áður höfðu bækurnar Knúsbókin og Brosbókin komið út sem ætlaðar eru fyrir yngstu kynslóðina. Einnig gaf Elsa á dögunum út litabók fyrir fullorðna sem nefnist Íslensk litadýrð. Hún segir hugmyndina hafa sprottið út frá sínum eigin teikningum og telur það mjög róandi og styrkjandi að lita eina mynd á dag. V inabókin er þriðja bókin í röðinni og nú er þetta orðin sería,“ segir Elsa Nielsen hönnuður. „Ég var að vinna með Jónu Vilborgu sem gerir þetta með mér á auglýsingastofu fyrir nokkrum árum. Hún er íslensku- fræðingur og sér um skrifin og bað mig um að vera með sér í þessari útgáfu og gera myndirnar, og ég er mjög þakklát fyrir það,“ segir hún. „Þetta er búið að vera mjög skemmtilegt ferli síðustu þrjú ár. Þessi fyrsta gekk svo vel og við fengum tilnefningu til Íslensku bókmenntaverðlaunanna, svo við ákváðum að halda bara áfram,“ segir Elsa. Myndir fyrir alla Elsa byrjaði um síðustu áramót að teikna eina mynd á dag, sem hún birti á Instagram undir myllumerk- inu #einadag. Upp frá þessu upp- átæki fékk hún þá hugmynd að búa til litabók fyrir fullorðna. Bókin heitir Íslensk litadýrð og er hugsuð fyrir fullorðna til dægrastyttingar, þó Elsa segir alla geta litað. „Þetta vatt upp á sig og vinkona mín gaf mér litabók sem hún fékk erlendis frá,“ segir hún. „Þetta heillaði mig mjög og ég ákvað að búa til svona bók fyrir fólk sem hafði áhuga. Þá var ekki þetta litabókaæði komið sem er vinsælt í dag. Þetta er svo mikil hugarró og þetta er mjög góð leið til þess að koma sér út úr þessum hraða tölvuheimi sem allir eru í,“ segir Elsa. „Börnin fara ósjálfrátt að lita með manni sem gefur manni mikla gæðastund. Þetta trélitaverkefni varð til þess að allir í kringum mig fóru bara að lita og sálfræðingar eru farnir að mæla með þessu gegn kvíða og andlegri vanlíðan. Þetta er mjög gott fyrir heilann og skynj- unina. Myndirnar eru misjafnar en allir eiga að geta litað. Ekkert endilega bara fullorðnir,“ segir hún. „Það eru líka flóknar myndir í bland. Dætur mínar, sem eru 8 og 12 ára, eru mjög heillaðar af þessu. Það er mikið af fólki sem er byrjað að lita, sem hefur ekkert gert af því svo ég held að þetta sé komið til að vera. Þetta er örugglega svipað og púsluspilin í gamla daga,“ segir Elsa. „Það er samt hægt að ferðast með litabókina með sér og grípa í hvar sem er.“ Líf í Smáralindina Verslunarmiðstöðin Smáralind byrjaði á dögunum með verk- efni þar sem íslenskir listamenn skreyta Smáralindina. Elsa var fengin til þess að vera fyrst í röðinni og um þessar mundir hanga myndir hennar í verslunar- miðstöðinni. „Þetta eru fletir sem hanga uppi á efri hæðinni og ég er fyrsti listamaðurinn sem fæ þetta verkefni,“ segir hún. „Þetta eru 14 myndir sem eru komnar upp núna og þetta er myndvinnsla sem ég hef unnið með, bæði tengt bókunum og vinnu minni sem graf- ískur hönnuður. Þetta eru svart- hvítar myndir sem ég set smá lit í og líf, og þær eiga að lífga upp á Smáralindina. Þetta stendur í ein- hvern tíma þar til næsti listamaður fær að taka við,“ segir hún. „Ég veit að þessar myndir standa eitt- hvað fram á næsta ár og þetta er skemmtilegt verkefni.“ Keppnisskapið fer aldrei Elsa er margfaldur Íslandsmeistari í badminton og telja titlarnir hátt í tuttugu talsins. Hún keppti tvisvar fyrir Íslands hönd á ólympíuleikum og var um árabil í landsliði Íslands í greininni. Hún lagði spaðann á hilluna fyrir nokkrum árum, en á dögunum tók hún þátt í heims- meistaramóti öldunga og vann brons. Hún er þó ekki hrifin af því kalla þetta „öldungamót.“ „Við fórum gamli landsliðshópurinn á þetta mót sem haldið var í Svíþjóð í september,“ segir hún. „Ég keppti í einliðaleik sem ég hef ekki gert og það gekk svona líka vel og ég fékk brons. Mér finnst hræðilegt samt að kalla þetta öldungamót,“ segir Elsa og hlær. „Það er erfitt að hætta í þessu sporti og maður losnar greinilega aldrei við þetta keppnisskap. Við hittumst alltaf tvisvar í viku og það er enn mikil keppni í þessu hjá okkur. Þetta var samt svaka- lega skemmtilegt og aldrei að vita hvort maður fari aftur. Ef maður er heill þá á maður að láta vaða, það er bara þannig,“ segir Elsa. „Ég er búin að vera í þessu lengur en hálfa ævina og það er ekkert hægt að hætta bara. Þetta er líka mjög félagslegt. Ég er tapsár, en það stendur stutt yfir. Ég hef samt aldrei farið að grenja,“ segir Elsa Nielsen hönnuður. Hannes Friðbjarnarson hannes@frettatiminn.is „Það er erfitt að hætta í þessu sporti og maður losnar greinilega aldrei við þetta keppnisskap,“ segir Elsa Nielsen. Ljósmynd/Hari KRINGLUNNI 2. HÆÐ | HAGKAUPSHÚSINU, SKEIFUNNI | SPÖNGINNI, GRAFARVOGI | SMÁRALIND, 1 HÆÐ. UMGJARÐADAGAR Í PROOPTIK Fullt verð: 19.900,- TILBOÐSVERÐ Á UMGJÖRÐ: 1 kr. við kaup á glerjum Opin Kerfi // Höfðabakka 9 // 110 Reykjavík // 570 1000 // ok.is Láttu okkur prentreksturinn. sjá um 40% minni prentarar Hagkvæmari prentun Öruggari prentun Auðkenning 40% hraðvirkari prentarar Sími: 5 700 900 - prooptik.is Skráðu þig í netklúbbinn okkar á prooptik.is og þú færð 25% afslátt af linsum í öllum verslunum Prooptik 25% afsláttur af linsum í netklúbbnum okkar! 36 viðtal Helgin 30. október-1. nóvember 2015
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.