Víkurfréttir - 15.12.2011, Blaðsíða 11
11VÍKURFRÉTTIR • FIMMTudagurInn 15. dESEMbEr 2011
Allir löglega skráðir hundar á Suðurnesjum eiga að vera með sérstakt merki í hálsólinni.
ER HUNDURINN
ÞINN MERKTUR?
Heilbrigðiseftirlitið hefur nú sent slík
merki í pósti til allra hundaeigenda.
Þeir hundaeigendur sem af einhverjum ástæðum hafa ekki fengið
merkið sent er bent á að hafa samband við dýraeftirlitsmann
Heilbrigðiseftirlitsins alla virka daga frá kl. 8:00 til 10:00 í síma
420 3288 eða senda tölvupóst til stefan@hes.is.
Hafnargötu 15 - Reykjanesbæ
NÝ SENDING
AF KJÓLUM
FRÁBÆRAR
JÓLAGJAFIR
Nýtt kortatímabil
OPIÐ
Í KVÖLD
TIL KL. 22
:00I . :
Körfuknattleiksmaðurinn Val-ur Orri Valsson heldur mik-
ið upp á Jordan búning sem hann
fékk í jólagjöf ungur að aldri. Það
lag sem kemur honum í jólaskapið
er Santa Claus is coming to town
með Jackson 5. Hann er duglegur
í eldhúsinu yfir hátíðirnar, þegar
kemur að því að borða.
Fyrstu jólaminningarnar?
Þegar ég fékk Chicago Bulls
búning með Jordan aftan
á þegar ég var 4 ára.
Jólahefðir hjá þér?
Á jóladag horfi ég á NBA leik og
fer til ömmu og afa í hangikjöt.
Ertu duglegur í eldhús-
inu yfir hátíðirnar?
Bara þegar kemur að því
að borða matinn.
Jólamyndin?
Engin sérstök held ég.
Jólatónlistin?
Santa Claus is coming to
town með Jackson 5.
Hvar verslarðu jólagjafirnar?
Bara hér og þar á hin-
um ýmsu stöðum.
Gefurðu mikið af jólagjöfum?
Nei, en ég skrifa mig samt
alltaf á alla pakka sem
mamma og pabbi gefa.
Ertu vanafastur um jólin, eitt-
hvað sem þú gerir alltaf?
Alltaf í sturtu á aðfangadag.
Besta jólagjöf sem þú
hefur fengið?
Jordan búningurinn.
Hvað er í matinn á aðfangadag?
Kalkúnn og Hamborgarhryggur
Eftirminnilegustu jólin?
Þegar ég fór til New York í
fyrra og eyddi þeim þar.
Hvað langar þig í jólagjöf?
Beats by Dr. Dre heyrnartól.
JÓLA HVAÐ?
Valur Orri Valsson
NBA og
hangikjöt á
jóladag
Kærleikskaffi á föstudaginn
Kæru Suðurnesjabúar. Við sjálf-boðaliðar Fjölskylduhjálpar Ís-
lands Suðurnesjum ætlum að hafa
Kærleikskaffi til skyrktar þeim sem
minna hafa á milli handanna á Center
Keflavík, Hafnargötu 29, nk. föstudag,
16. desember frá klukkan 15.
Biðjum við alla sem geta að koma og
sýna kærleik til þeirra. Stöldrum við
og íhugum út á hvað jólaboðskapurinn
gengur. Lifandi tónlist, kaffi og vöfflur.
Allir velkomnir og höfum góðaskapið
með. Verð pr. mann 500,-
Vertu í góðu
sambandi!
n Auglýsingadeild í síma 421 0001
n Fréttadeild í síma 421 0002
n Afgreiðsla í síma 421 0000