Víkurfréttir - 15.12.2011, Blaðsíða 36
36 FIMMTudagurInn 15. dESEMbEr 2011 • VÍKURFRÉTTIR
„Vorið 2006 fór ég að stunda gönguferðir um Reykjanesskagann
með myndavél í hönd. Fram að því hafði ég haft þá sýn á skagann
sem flestir þekkja út um hliðargluggann á akstri eftir Reykjanes-
brautinni. Frá því sjón-
arhorni virðist landslagið
ákaflega tilbreytingasnautt
og lítið að sjá annað en
endalausar hraunbreiður
og lág móbergsfjöll. Ég
átti svo sannarlega eftir að
komast að raun um annað
enda er það svo að maður
fær allt aðra sýn á landið
þegar maður skoðar það
fótgangandi,“ segir Ellert
Grétarsson, leiðsögumað-
ur og náttúruljósmyndari.
Meðfylgjandi ljósmyndir
tók Ellert, sem fullyrðir að
Reykjanesskaginn sé nátt-
úruundur á heimsvísu.
Hvað á hann við með því?
„Aðeins á einum öðrum
stað í heiminum gengur úthafshryggur á land á mótum tveggja
jarðskorpufleka með sýnilegum ummerkjum eldsumbrota liðinna
árþúsunda. Hraunmyndanir, gígaraðir, sprungureinar, hverasvæði,
hraunhellar og jarðminjar af öllum gerðum prýða einstaka eldfjalla-
náttúru skagans. Og þetta er allt hér í hlaðvarpanum, sem felur í sér
ýmis tækifæri,“ svarar Ellert.
Ellert segir nýjan Suðurstrandarveg eflaust eiga eftir að kalla á
aukna umferð um helstu náttúrudjásn Reykjanesskagans sem hann
segir Reykjanesfólkvang og Krýsuvík vera.
Ellert Grétarsson, náttúruljósmyndari:
I I . Í I
Fallegur gatklettur yst á Reykjanesi, við svokallaðar Skemmur.
Reykjanesskagi
-náttúruundur á heimsvísu
- sjá framhald í næstu opnu...