Víkurfréttir - 15.12.2011, Blaðsíða 47
47VÍKURFRÉTTIR • FIMMTudagurInn 15. dESEMbEr 2011
Heldur 4. daga námskeið í knattspyrnu milli jóla og nýars í Reykjaneshöll.
Þriðjudag 27. desember, miðvikudaginn 28. desember,
mmtudaginn 29. desember og föstudaginn 30. desember.
Almennt námskeið fyrir 9 -12 ára (fæddir 2000, 2001, 2002, 2003)
þar sem farið er í grunnþætti knattspyrnunnar. Tími frá kl. 13:00 - 13:55.
Námskeið fyrir 13 - 16 ára þar sem aðaláherslan er varnar og sóknarleikur.
Tími frá kl. 14:05 - 15:00.
Þátttökugjald kr. 6000,-
Nánari upplýsingar í síma 897 8384
Skráning fer fram á netfanginu boltaskoli@mitt.is
Skráið nafn og kennitölu fyrir mmtudaginn 22. des. Þegar búið er að skrá einstakling á
námskeiðið verða sendar upplýsingar til baka með bankaupplýsingum. Þegar viðkomandi er
búinn að borga gjaldið er hann skráður á námskeiðið.
hika við að taka af skarið gegn eldri og
reyndari leikmönnum, hún reynir að velja
sín skot skynsamlega. Í vetur hefur hún
skorað 11,6 stig að meðaltali í Iceland Ex-
press-deildinni, ekki amalegt fyrir stelpu
sem lýkur grunnskóla næsta vor.
Byrjaði í fimleikum
Hún æfir með sínum jafnöldum en samt
þarf hún stundum að halda aftur af sér
svo að hún ofgeri sér ekki. Meistaraflokk-
urinn gangi svolítið fyrir þessa stundina
en samt mætir hún á sínar æfingar eins
og hún hefur gert síðan hún hóf að æfa
körfubolta þegar hún var í 2. bekk. „Ég
hef nánast alltaf æft tvisvar á dag og svo
förum við stelpurnar að lyfta saman.“ Sara
á tvíburasystur sem heitir Bríet Sif sem
leikur líka með meistaraflokki Keflavíkur
en þær hófu feril sinn sem íþróttamenn
í fimleikum áður en körfuboltinn varð
fyrir valinu. „Mamma sá fljótlega að fim-
leikar voru ekki íþrótt fyrir okkur syst-
urnar og hún tók þá ákvörðun fljótlega að
við færum í íþrótt þar sem væri meira um
hörku, þá fórum við að æfa körfubolta,“
segir Sara og hlær. Þær systur hafa síðan
verið hluti af mjög sterkum ´96 árgangi,
ásamt Söndru Lind Þrastardóttur og fleir-
um, en þær hafa nánast ekki tapað leik í
yngri flokkum. Sara segir þær allar vera
bestu vinkonur og að þær hafi stutt hvora
aðra í körfunni í gegnum tíðina.
Lemjum hvor aðra
og förum í fýlu
Það hefur alltaf verið samkeppni á milli
þeirra tvíburasystra eins og oft vill verða
með systkini. „Við erum ekki látnar leika
gegn hvor annarri þegar við förum einn
á einn á æfingum. Við lemjum bara hvor
aðra og förum í fýlu, þannig hefur það
alltaf verið. Okkur finnst það báðum leið-
inlegt að hún fái ekki að spila jafn mik-
ið og ég, en þannig er það núna og við
styðjum bara hvor aðra, við erum samt
ekkert mikið að ræða um þessa hluti,“
segir Sara.
Sara segist líta upp til þeirra leikmanna
sem eru í Keflavíkurliðinu en hún hafi
hins vegar alltaf hrifist mikið af Helenu
Sverrisdóttur sem nú leikur sem atvinnu-
maður í Slóvakíu. „Hún var mín fyr-
irmynd og mig langar að fara þá leið sem
hún fór. Fyrst í háskóla í Bandaríkjunum
og síðar sem atvinnumaður. Ég ætla mér
að fara sömu leið, það er stefnan. Mig
langar rosalega að fara út, það er bara
spurning hvenær og hvort ég fái tækifæri
til þess,“ sagði Sara Rún að lokum en ljóst
er að framtíðin er björt þegar svona ungar
og efnilegar stelpur eru tilbúnar að taka
við keflinu hjá Keflavíkurliðinu sem hefur
gríðarlega sterka sigurhefð.
Viðtal: Eyþór Sæmundsson
Hver er eftirlætis körfuboltamaðurinn þinn?
Michael Jordan
Lið í NBA?
Boston Celtics
Áhugamál fyrir utan körfubolta?
Fótbolti og hlaup
Hver er fyndnust í mfl kvenna?
Bríet Sif Hinriksdóttir, erum með ná-
kvæmlega sama húmor.
Hvað er það besta við það að eiga tvíburasystur?
Ótrúlega nánar, styðjum hvor
aðra í öllu sem við gerum.
En það versta?
Þegar fólk er að bera okkur saman og tek-
ur okkur sem sömu manneskjunni
Eftirlætis:
Kvikmynd?
Brides Maids er góð.
Þáttur?
Gossip girl
Tónlistarmaður/hljómsveit?
Ekkert sérstakt
Býrðu yfir leyndum hæfileika?
Ekki svo ég viti
Eitthvað sem fólk veit ekki um þig?
Mér finnst gaman að allri handavinnu.
Fyrstu jólaminningarnar?
Þegar ég var 6 ára, fyrsta og eina skiptið sem
ég fékk kartöflu í skóinn, henti henni strax
og þorði ekki að segja neinum frá því.
Jólahefðir hjá þér?
Fæ alltaf einn jólapakka fyrir jólamatinn.
Jólamyndin?
The Elf
Jólatónlistin?
Flest öll jólatónlist er skemmtileg
Ertu vanaföst um jólin, eitthvað sem þú gerir alltaf?
Vaki lengi og sef frameftir
Besta jólagjöf sem þú hefur fengið?
Bostonferð
Hvað er í matinn á aðfangadag?
Fylltar kalkúnabringur
Eftirminnilegustu jólin?
Ég er mikið jólabarn, get ekki gert upp á milli ára.
Hvað langar þig í jólagjöf?
Mjúka pakka
Í STUTTU MÁLI