Víkurfréttir


Víkurfréttir - 15.12.2011, Blaðsíða 31

Víkurfréttir - 15.12.2011, Blaðsíða 31
31VÍKURFRÉTTIR • FIMMTudagurInn 15. dESEMbEr 2011 Icelandic Fly Tying Flugukofinn opnar um helgina nýja og stærri verslun Veiðigleraugu frá 3.000 kr. Byrjendafluguveiðisett 25.000 kr. Reykbyssan 19.900 kr. (nánar á reykbyssan.is) Frábært úrval af veiðivörum Þú finnur örugglega jólagjöfina handa veiðimanninum í Flugukofanum Flugukofinn, Sólvallagötu 6, Reykjanesbæ, sími 821-4703 Veiðistangir Veiðihjól Veiðifatnaður Veiðibækur Veiðitöskur Hnýtingasett Vöðlur Og margt fleira Starfsfólk Íslenska Gámafélagsins óskar viðskiptavinum sínum og íbúum Suðurnesja gleðilegra, grænna jóla og velfarnaðar á nýju ári. Við þökkum samstar�ð á liðnu ári og hvetjum Íslendinga áfram til stórra afreka í endurvinnslumálum. Við hugsum áður en við hendum Starfsfólk Íslenska Gámafélagsins Í haust hófst hjá okkur í MSS fjögurra anna nám í fullorð- insfræðslu fatlaðra sem tengist inn á vinnumarkaðinn. Markmið með náminu er að efla fullorð- insfræðslu fatlaðra. Að gefa fötl- uðum einstaklingum tækifæri á jafnt við aðra að stunda nám sem skapar þeim meiri möguleika til þátttöku á almennum vinnu- markaði, þannig að þau geti verið fullir þátttakendur í samfélagi fyrir alla. Óhætt er að segja að námið hafi farið mjög vel af stað þar sem 9 manns settust á skólabekk og áhug- inn var gífurlegur. Á önninni var kennd líkamsbeiting við ýmis störf og farið í uppbyggingu líkamans og samskipti almennt á vinnustöðum og í þjónustu. Nemendur unnu verkefni bæði einstaklings og hóp- verkefni og gerðu stuttmynd um ýmsa hegðun í samskiptum. Á næstu önn sem hefst í febrúar verður farið í heilbrigðan lífsstíl og sjálfseflingu. Á þriðju önn verður farið í vinnu- staðinn og verkalýðsfélög, vinnu- staðamenningu, réttindi og skyldur á vinnumarkaði og fl. Einnig verður tölvukennsla. Fjórða og síðasta önnin tengist beint inn á vinnumarkaðinn. Ein- staklingar velja sér starf sem þau vilja kynnast og reynt verður að gera samning við fyrirtæki sem hentar hverjum og einum. Þeir sem vilja slást í hópinn geta sótt um það hjá undirritaðri hjá MSS. Hvert fag eru 40 kennslu- stundir og kennd eru tvö fög á önn samtals 80 kennslustundir. Jenný Magnúsdóttir Verkefnastjóri hjá MSS ›› Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum: Tveggja ára nám í full- orðinsfræðslu fatlaðra Fyrstu jólaminningar? Ég mun aldrei gleyma jólunum á Kanaríeyjum og jú svo held ég að enginn gæti gleymt því þegar maður er veikur á aðfangadag, alveg ömurlegt. Fékk gubbupestina eitt skiptið, takk fyrir pent! Jólahefðir hjá þér? Það er alltaf farið í skötu á Þorláks- messu á Kaffi Duus hjá Bóa. Ekki samt í ár því ég er stödd í Noregi og þá er skata 4. des. fyrir Íslend- inga. Svo fórum við oft í messu kl. 18:00 fyrir mat en núna horfum við bara á hana í sjónvarpinu eða hlustum á útvarpið, voða kósý. Ertu dugleg í eldhúsinu yfir jólin? Ég er ekkert rosa dugleg í eld- húsinu, eða jú ég hjálpa nú til með jólasalatið og geri diskana tilbúna fyrir forréttinn. Jólamyndin? Elf er bara snilld, svo bara þessar gömlu góðu klassísku jólamyndir sem eru sýndar í sjónvarpinu yfirleitt. Jólatónlistin? Þegar ég hlusta á Frostrósir finnst mér vera komin jól. Flottustu jólatónleikar sem ég hef farið á. Hvar verslarðu gjafirnar? Ég versla bara jólagjafirnar hér og þar. Alltaf gaman að kaupa smá hluti í Söstrene Grene og í TIGER og gera svo eitthvað kósý og dúllerí, eitthvað persónulegt. Gefurðu mikið af gjöfum? Já, ég gef alltof mikið af gjöfum. En það er bara gaman. Ertu vanaföst um jólin? Nei alls ekki, það er yfirleitt aldrei eins. Eitt skipti fór ég til Kanar- íeyja en það voru mjög skemmtileg jól. Svo núna er ég í Noregi og er mjög spennt að eyða jólunum með pabba og fjölskyldu hans. Besta jólagjöf sem þú hefur fengið? Ji ég get ekki valið bestu jólagjöfina mína. Hef fengið svo margt fínt í gegnum árin og allar jafn æðis- legar. Ég verð bara að segja að besta jólagjöfin er sú að eyða jólunum í faðmi fjölskyldu sinnar og ættingja sem maður elskar og þykir vænt um. Og líka einna helst minningarnar að hafa eytt jólum með þeim ætt- ingjum og fjölskyldumeðlimum sem hafa yfirgefið okkur í dag blessuð sé minning þeirra. Hvað er í matinn á aðfangadag? Rjúpa. Hvað langar þig í jólagjöf? Það er svo margt sem er á óska- listanum mínum í ár. Vona bara að allir eigi góð jól, kossar og knús. JÓLA HVAÐ? Vigdís Eygló Einarsdóttir Vigdís Eygló Einarsdóttir er að eigin sögn 23 ára flækingur, uppalin í Keflavík. Hún býr í Osló um þessar mundir. Þar er hún að skoða skóla en hún hefur alltaf haft mikinn áhuga á öllu því sem tengist listinni, dans, hönnun og tísku. http://deedeeandonerose. blogspot.com/ Jólin koma með Frost- rósum 2011 Gleðilega hátíð Jólalukka SKAFMIÐA LEIKUR VÍK URFRÉTTA OG VERSL ANA Á SUÐURN ESJUM Jólalukkan 5000 vinningar Verslum heima!

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.