Víkurfréttir - 15.12.2011, Blaðsíða 26
26 FIMMTudagurInn 15. dESEMbEr 2011 • VÍKURFRÉTTIR
stigana endalausa og þar séu menn
alltaf tengdir í línu. Reglan sé líka
að vera alltaf með hjálm og alltaf
með stáltá. Hann segir erfitt að vera
með öryggisgleraugu við þessar að-
stæður þar sem þau séu móðugjörn
en þegar unnin er vinna sem þeirra
er krafist, þá sé enginn afsláttur
gefinn.
Starfsmennirnir sem nú eru við
störf í námunni eru aðallega Græn-
lendingar sem starfa hjá verktaka-
fyrirtæki sem heitir EMJ, sem er
stærsta verktakafyrirtæki Græn-
lands. Einnig eru á svæðinu sviss-
neskir verktakar við uppsetningu
á kláfnum.
Erfitt og flókið verkefni
Uppsetning á kláfnum er erfitt og
flókið verkefni. Vírinn fer frá 13,5
metrum yfir sjávarmáli og upp í
720 metra og á milli endapunkta
eru 2,2 kílómetrar. Samtals verða
settir upp 6 vírar á þessari leið.
Sverasti kapallinn er 70 mm sver
en lengdarmetrinn er 220 kg.
Mikil einangrun
Þegar Haraldur var beðinn um að
útskýra lífið í Marmorilik sagði
hann að á svæðinu væri mikil
einangrun. Mannskapurinn væri
fastur í búðunum í sex vikur í senn
og stundum væru veður á svæðinu
þannig að grínast væri með það að
lífið væri eins og á Litla Hrauni. Á
haustin er allra veðra von á svæðinu
þegar fyrsti snjórinn fer að falla.
Þegar vetrarfrosthörkurnar byrja
verður ástandið betra því á þessum
slóðum er mikið háþrýstisvæði í
veðurfarinu og þá verður þar al-
gjört logn en gríðarlega kalt. Við
þessar aðstæður frýs fjörðurinn og
þá er algjörlega treyst á þyrluna.
Meðvitaður um hvítabirni
Aðspurður um dýralífið á svæðinu,
þá segir Haraldur vera talsvert líf.
Hann er að sjá snæhéra og refi í
miklu magni. Þarna sjást einnig
rjúpur og gæsir. Í fjöllunum má
sjá sauðnaut og á svæðinu er þekkt
gönguleið fyrir ísbirni á milli fjarða
rétt fyrir ofan okkur. Síðasta vetur
sáum við bjarnarspor en hann
hefur ekki ennþá komið í búðirnar.
„Við erum með sorphauga þarna
skammt frá og vitum að þeir hafa
verið að stelast í haugana,“ segir
Haraldur. „Við þurfum stöðugt að
vera á varðbergi gagnvart bjarn-
dýrum. Ef við förum í göngu frá
búðunum þá þarf athyglin að vera
í lagi, því þeir geta verið á bak við
næsta hól“.
Haraldur segir að þeir séu vel
vopnaðir til að verjast bjarndýrum
en bendir á að þegar upp er staðið
séu ísbirnir örugglega hræddari
við menn en menn við birnina.
Nokkuð af sel hefur sést á ísnum
á firðinum. Haraldur segir það
slæmt, því ísbirnir sæki í staði þar
sem selurinn sé á.
Allir séu 100% sáttir
- Hvað segir svo fjölskyldan heima
á Íslandi yfir svona ævintýra-
starfi?
„Þetta er ekki hægt nema að hafa
stuðning frá fjölskyldunni. Það
skiptir öllu að allir séu 100% sáttir
vegna sálarlífsins þegar komið er út
og fyrir fjölskylduna heima. Hann
segir konuna sína vera mjög sátta“.
Haraldur hóf störf í námunni í
byrjun þessa árs og réði sig fyrst til
eins árs. Hann hefur nú framlengt
ráðningarsamninginn um annað
ár.
Fyrirtækið sem Haraldur vinnur
hjá heitir Angel Mining en það
hefur sóst eftir því að fá Íslendinga
til að sinna öryggismálum í sínum
námum. Auk námunnar í Svarta
englinum er fyrirtækið með gull-
námu á Suður-Grænlandi. Þar er
Ragnar Hafsteinsson, fyrrverandi
slökkviliðsmaður á Keflavíkurflug-
velli, við störf. Þar grefur fyrirtækið
eftir gulli og silfri en í Svarta engl-
inum verður unnið Zink.
Dýpið í höfninni
3 kílómetrar
Öll aðföng koma annað hvort með
skipi eða flugi. Skip koma tvisvar
á ári, þegar ekki er ís á firðinum.
Dýpið við bryggjuna ætti að duga
öllum skipum, því dýpið 2 metra
frá bakkanum er þrír kílómetrar!
Það sem ekki kemur með skipum
er flutt á staðinn með þyrlum. Á
staðnum er síðan allt vatn hreinsað,
því jarðvegurinn á svæðinu er svo
ríkur af málmum að vatnið er ekki
drykkjarhæft.
Tölvuleikir og kvikmyndir
í frístundum
Spurður um hvað gert sé í frí-
stundum, segir Haraldur að hann
hafi aldrei verið mikið fyrir að spila
tölvuleiki fyrr en hann fór þarna út.
Þá tekur hann einnig mikið af kvik-
myndum og er að eyða miklum
tíma í að klippa það efni saman í
tölvu á staðnum. Þá er hann einnig
búinn að horfa á allar sjónvarps-
þáttaseríur sem hann hefur komist
yfir frá fyrsta til síðasta þáttar.
Í þessu starfi skiptir miklu máli
að vera í góðu formi enda eru það
átök að fara upp og niður stigana í
fjallinu. Þá daga sem ekki er farið í
fjallið er nauðsynlegt að fara í rækt-
ina. Eina vikuna var ekki hægt að
fara í fjallið í heila viku og það tók
því verulega á að hafa ekki hreyft
sig nóg þá viku, segir Haraldur.
Dýrmæt reynsla
Haraldur segir að sú reynsla sem
hann öðlist í Grænlandi eigi eftir að
nýtast honum þegar hann kemur
til baka í björgunarstörfin á Íslandi.
Hann segir þetta vera mikla línu-
björgunarvinnu og þeir félagar hafi
sótt námskeið hjá dönsku fyrirtæki
sem hafi þjálfað þá upp í þeirri
vinnu. Þeir séu báðir komnir með
góðan grunn í fjallabjörgun.
Video frá vinnusvæði Haraldar
á vef Víkurfrétta um jólin!
Marmorilik í Uummannaqfirði á
vesturströnd Grænlands, langt fyrir
norðan hinn byggilega heim.
Félagarnir Haraldur og Ingvi á
þyrlupallinum utan í hlíðum Svarta
engilsins í 748 m.y.s.
Haraldur með neyðartöskuna. Þyrlan
í baksýn og handan við sjóinn má sjá
viðlegukantinn þar sem dýpið er þrír
kílómetrar 2 metra frá landi.
Uppi í fjöllunum ofan við búðirnar í
Marmorilik hafa námumenn afdrep í
fjallahúsi til að komast í annað um-
hverfi. Hér er lent í nágrenni þess.
Unnið í námuopinu þar sem undir-
stöðum undir kláfinn er komið fyrir.
Án þyrlunnar væri lítið hægt að gera
í Svarta englinum. Hér er verið að
koma fyrir nýjum stiga í fjallinu.
OFURHUGA
ATVINNA FYRIR