Víkurfréttir - 15.12.2011, Blaðsíða 35
35VÍKURFRÉTTIR • FIMMTudagurInn 15. dESEMbEr 2011
Krossmóa 4 - Reykjanesbæ - Sími 424 6464
FATNAÐUR
FYRIR
KONUR
OG BÖRN
Fyrstu jólaminningarnar?
Man ekki hvað ég var gamall en
ég átti þá heima í húsi í Garðinum
sem hét Akurgerði, tveggja her-
bergja hús með litlu anddyri og
kompu. Þó að fjölskyldan væri ekki
efnuð, var samt reynt að gera þetta
allt eins hátíðlegt og hægt var. Ég
hafði fengið leikfangariffil í jólagjöf
og plastvörubíl frá Reykjalundi.
Var þetta mikið notað og átti ég
t.d. leikfangariffilinn lengi, lengi.
Jólahefðir hjá þér?
Skata á Þorlák, hangiket sett strax
í pott þegar búið var að sjóða
skötuna og börnin hafa svo alltaf
skreytt jólatréð um kvöldið. Fór
oft hér áður fyrr á Hafnargöt-
urölt en nenni því ekki núna.
Svo er alltaf lambakjöt á að-
fangadag og hangiket á jóladag.
Kalkúnn svo um áramótin.
Ertu duglegur í eldhús-
inu yfir hátíðirnar?
Já, kjellinn sér bara um alla elda-
mennsku fyrir aðfangadag og
gamlársdag. Þá er ég einráður í
eldhúsinu og vil helst að enginn
sé að þvælast fyrir mér. En svo
eftir matinn þykir mér alltaf gott
að ganga frá….matarborðinu og
leyfa öðrum fjölskyldumeðlimum
að sjá um uppvaskið. Svo erum
við hjónin bara samtaka um elda-
mennsku aðra daga yfir hátíð-
irnar, jafnt sem aðra daga ársins.
Uppáhalds jólamyndin?
Christmas Vacation með Chevy
Chase og svo er Miracle on
34th Street alltaf í uppáhaldi hjá
mér og Christmas Carol eftir
Dickens er alltaf toppurinn.
Uppáhalds jólatónlistin?
White Christmas með Bing
Crosby í aðdraganda jóla, einnig
Hvít jól og svo Sissel Kyrkjebö,
Glade Jul, á Þorlák og aðfangadag.
Þessir diskar klikka ekki.
Hvar verslarðu jólagjafirnar?
Aðallega þar sem þær eru ódýrast-
ar en kaupi alltaf jólabókina fyrir
frúna í Bókabúðinni í Keflavík, þó
hún sé undir nafni Eymundsson í
dag. En við reynum að dreifa þessu
sem mest, stundum er búið að
kaupa eitthvað í jólagjöf í septem-
ber, en oftast er þetta nú afgreitt
í desember, bæði í Reykjavík og
hér á Suðurnesjum. Allt í mat-
inn kaupum við þó hér heima.
Gefurðu mikið af jólagjöfum?
Ekkert svo rosalega, reynum
frekar að hafa þær fáar en þá
í veglegri kantinum. Kaupum
stundum eitthvað sem allir í
fjölskyldunni geta notið.
Ertu vanafastur um jólin, eitt-
hvað sem þú gerir alltaf?
Já, þetta er allt í föstum skorð-
um, ekkert vesen, höldum okkur
yfirleitt heimavið, förum stundum
í bíó þegar einhverjar stórmyndir
eru í boði. Svo fáum við okkur
alltaf heitt súkkulaði á jóladags-
morgun og það er voða vinalegt
þegar við erum að sötra súkkul-
aðið á náttfötunum með börn-
unum. Svo förum við alltaf í jóla-
kaffi til vina okkar á annan í jólum.
Besta jólagjöf sem þú
hefur fengið?
Besta jólagjöfin hverju sinni er að
fá að vera í faðmi fjölskyldunnar.
En það er svo með jólagjafir eins
og börnin, maður á erfitt að gera
upp á milli þeirra, þetta er aðallega
hugurinn sem gildir, en yfirleitt
þykir mér gaman að fá bækur
tengdar listum og menningu.
Hvað langar þig í jólagjöf?
Ég er eiginlega ekki búinn að finna
hana ennþá, það verður örugglega
EKKI spjaldtölva, þó að einhver
verslun sé að reyna að telja fólki
trú um að hún sé jólagjöfin í ár.
En mér þykir gott að fá góða bók,
ekki skáldsögu endilega, heldur
einhverjar góðar handbækur,
listir, fræðibækur og þessháttar.
Hvað er í matinn á aðfangadag?
Lambaket að hætti húsbónd-
ans með brúnuðum og sætum
kartöflum, ásamt salati og til-
heyrandi. Er einhver „game“?
Eftirminnilegustu jólin?
Þegar ég lá veikur á aðfangadag,
gat hvorki etið né drukkið og
missti af öllum herlegheitunum.
Rankaði við mér á annan í jól-
um. Þó að þetta hafi ekki verið
skemmtilegustu jólin, þá man ég
alltaf eftir þessum jólum, því að
ég hafði aldrei verið veikur um jól
áður. Þetta hafa verið jólin 1993.
Svo fór ég árið 1985 í jólatúr með
Grundarfossi Eimskipafélags Ís-
lands til Írlands, Skotlands og
Englands. Fyrstu og einu jólin
sem ég hef ekki verið heima hjá
mér. Það var ekkert gaman!
JÓLA HVAÐ?
Bragi Einarsson
„Mér þykir gott að fá góða bók,
ekki skáldsögu endilega, heldur
einhverjar góðar handbækur,
listir, fræðibækur og þesshátt-
ar,“ segir myndlistarmaðurinn
og kennarinn Bragi Einarsson
úr Garði sem svarar hér nokkr-
um skemmtilegum spurn-
ingum í aðdraganda jólanna.
Góða bók Eins og endranær var líf og fjör á uppskeruhátíð útgáfufyrirtæk-isins Geimsteins þessi jólin, en hátíðin hefur verið haldin fyrsta
fimmtudaginn í desember svo lengi sem elstu menn muna. Á því var
engin breyting þetta árið og tónlistarmenn á vegum útgáfunnar tróðu
upp á skemmtistaðnum Ránni fyrir fjölda gesta sem skemmtu sér vel.
Ljósmyndari Víkurfrétta smellti af nokkrum myndum af mannlífinu.
Margt um mann-
inn hjá Geimsteini
Óskum Suðurnesjamönnum öllum
gleðilegra jóla
og farsæls komandi árs
með þökk fyrir viðskiptin
á árinu sem er að líða.
Gleðileg jól