Víkurfréttir - 15.12.2011, Blaðsíða 21
21VÍKURFRÉTTIR • FIMMTudagurInn 15. dESEMbEr 2011
Afgreiðslustæði fyrir flugvélar við
flugstöð Leifs Eiríkssonar með
tengibrúm eru 11 og útistæði 3,
samtals 14 stæði. Flestir flugrek-
endur kjósa hins vegar að fá af-
greiðslu á sama tímabili snemma
að morgni og síðdegis en einnig er
nokkuð um áætlunar- og leiguflug
um miðnættið á sumrin. Björn Óli
segir þetta skapa mikið ójafnvægi
í nýtingu mannvirkjanna og leiddi
til þess að taka varð upp úthlutun
fastra afgreiðslutíma við flugstöð-
ina.
„Með aukinni umferð eykst álag-
ið á ofangreindum tveimur álags-
tímum enn frekar. Nærtækasta
lausnin er sú að dreifa álaginu út
fyrir mesta annatímann en takist
það ekki verður að grípa til annarra
ráðstafana. Gerð fleiri flugvéla-
stæða við flugstöðina og viðeig-
andi afgreiðslumannvirkja er þó
afar kostnaðarsöm og tryggt verður
að vera að um viðvarandi umferð-
araukningu sé að ræða áður en
gripið er til þessa ráðs. Vel er fylgst
með þróun þessara mála og hag-
kvæmar lausnir sífellt í skoðun.
Ljóst er þó að stækkun flugvall-
armannvirkja er flókið og tímafrekt
verkefni sem tekur a.m.k. tvö til
þrjú ár að hrinda í framkvæmd.
Ekki er nóg að fjölga flugvélastæð-
um heldur verður jafnhliða að auka
alla afkastagetu við flugafgreiðslu
í flugstöðinni svo sem innritun og
öryggisskimun farþega, flokkun og
öryggisskimun farangurs, o.m.fl.
sem þarfnast aukins húsrýmis og
tækjabúnaðar.“
Allmikilli farþegaaukningu er spáð
á næstu árum og hafa eftirfarandi
ráðstafanir sem áætlað er að grípa
til á komandi sumri verið kynnt-
ar flugvallarnotendum. Áætlað er
að nota tvö flugvélastæði á flug-
stöðvarsvæðinu sem notuð eru til
afgreiðslu á flutningaflugvélum
einnig fyrir farþegaflug og verða þá
alls 16 stæði í notkun við flugstöð-
ina. Gerðir verða nýir inngangar
á flugstöðvarbygginguna ásamt
tilheyrandi biðsölum til afgreiðslu
á flugfarþegum sem fluttir verða
með rútum til og frá útistæðunum.
Notkun útistæða er algeng á sam-
bærilegum flugvöllum í nágranna-
löndunum og til lengri tíma litið
er unnt að fjölga útistæðum enn
frekar.
Undirbúningur fyrir þessar ráðstaf-
anir er kominn vel á veg en end-
anleg útfærsla liggur þó ekki fyrir.
Farþegafjöldi í mikilli sókn. Um 2 milljónir fara um Keflavíkur-
flugvöll árlega og spáð er áframhaldandi stöðugri aukningu:
18% aukning 2011
Um 2 milljónir farþega fara um Keflavíkurflugvöll árlega. Á þessu ári
nam aukningin frá síðasta ári 18% og spáð er 7,5% aukningu farþega á
næsta ári og frekari aukningu á næstu árum. „Þó svo núverandi flug-
stöðvarmannvirki geti annað 3,5 milljónum farþega á ári með dreifðri
notkun yfir daginn er þegar farið að huga að stækkun og fjölgun flug-
vélastæða, sem þarf að eiga sér stað á næstu árum. Innan nokkurra ára
þarf að stækka flugstöðvarmannvirkið verulega með stórri viðbygg-
ingu. Hún verður þó ekki eins íburðamikil og þegar ný viðbygging var
vígð 2008. Við þurfum að gera þetta á eins hagkvæman hátt og hægt
er,“ segir Björn Óli Hauksson þegar hann er spurður út í hina miklu
farþegaaukningu til Íslands að undanförnu og hvaða þýðingu það hafi
fyrir rekstur flugstöðvarinnar næstu árin.
Björn Óli Hauksson, forstjóri Isavia
segir áframhaldandi farþegafjölgun
kalla á verulega stækkun flugstöðv-
armannvirkisins innan fárra ára.
Verslunar- og veitinga-
staðasvæðið í flugstöðinni
er sífellt betur sótt, bæði af
útlendingum og Íslendingum.