Fréttablaðið - 04.02.2016, Síða 1
Husky-hundurinn Buddha brá á leik í snjónum á Klambratúni í Reykjavík í gær. Það verður framhald á vetrarríkinu í dag því samkvæmt veðurspá
er gert ráð fyrir austan og norðaustan stormi eða roki, 20-28 metrum á sekúndu sunnan og vestan til á landinu síðdegis, en norðan og austan til aðra
nótt. Einnig má búast við talsverðri úrkomu, en mikilli úrkomu suðaustan- og austanlands. Fréttablaðið/Vilhelm
— M e s t l e s n a dag b l a ð á Í s l a n d i * —2 9 . t ö l u b l a ð 1 6 . á r g a n g u r F i M M t u d a g u r 4 . F e b r ú a r 2 0 1 6
Fréttablaðið í dag
skoðun Jón Gnarr skrifar um
verslunarferðir. 18-20
sport Sandra María spilar í
þýsku deildinni til vorsins. 26
Menning Óður og Flexa fá fólk
til að hlæja. 34
lÍFið Gefur út fyrstu sólóplötuna
í slagtogi við stórlax. 36-42
plús 1 sérblað l Fólk
*Samkvæmt prentmiðlakönnun Gallup apríl-júní 2015
Opið til
21
Í FRÉTTABLAÐINU Í DAG
16BLS
BÆKLINGUR
4BLS
BÆKLINGUR
Reykjavík • Hallarmúla 2 | Akureyri • Undirhlíð 2
sveitarstjórnarMál Reykjanesbær
hefur gefið lánardrottnum Eignar-
haldsfélagsins Fasteignar (EFF),
frest þar til á morgun, 5. febrúar,
til að ganga að tillögu bæjarins um
afskriftir skulda samkvæmt heim-
ildum Fréttablaðsins. Gangi það
ekki eftir sé bænum nauðugur einn
kostur að óska eftir því við innan-
ríkisráðuneytið að það skipi fjár-
hagsstjórn yfir sveitarfélaginu sem
tæki yfir stjórn fjármála Reykjanes-
bæjar.
Samþykkt var að senda bréfið á
fundi bæjarráðs síðasta föstudag
með atkvæðum þriggja fulltrúa
meirihlutans gegn atkvæðum full-
trúa Sjálfstæðisflokksins. Kjartan
Már Kjartansson, bæjarstjóri
Reykjanesbæjar, sagði í gær engin
viðbrögð hafa borist við bréfinu
enda er fresturinn ekki runninn út.
EFF er í eigu Reykjanesbæjar en
félagið á meðal annars skóla, leik-
skóla og sundlaugar sem Reykja-
nesbær rekur.
Heimildir Fréttablaðsins herma
að sáttatillaga bæjarins feli í sér að
6,8 milljarðar verði afskrifaðir af
skuldum Reykjanesbæjar en þar
mun stærsti hlutinn vera af skuld-
um EFF. Lánardrottnar bæjarins
hafa hins vegar ekki verið tilbúnir
að afskrifa meira en 5,1 milljarð af
lánum til bæjarins. Skuldir A- og
B-hluta Reykjanesbæjar námu í
árslok 2014 samtals um 40 millj-
örðum króna en skuldir EFF tæplega
8 milljörðum. Stærstu lánardrottnar
EFF eru Íslandsbanki, Landsbank-
inn og þá átti Glitnir stóra kröfu sem
afhent var ríkinu.
Viðræður Reykjanesbæjar og
lánardrottna hafa staðið í að verða
ár. Markmið viðræðna Reykjanes-
bæjar hefur verið að gera bænum
kleift að komast undir lögbundið
150 prósenta skuldahlutfall fyrir
árið 2022 en skuldahlutfallið stóð í
253,6 prósentum í árslok 2014.
Þá hefur Reykjaneshöfn verið í
greiðslustöðvun frá 15. október.
Reykjanesbær hefur farið fram á að
ábyrgð bæjarins á skuldum hafnar-
innar verði felld niður. – ih
Reykjanesbær setur
lánveitendum afarkosti
Reykjanesbær hyggst óska eftir því að fjárhagsstjórn verði skipuð yfir sveitarfé-
laginu samþykki lánardrottnar fasteignafélags í eigu bæjarins ekki afskriftir. Þeir
hafa frest til morguns til að ganga að tilboðinu. Bæjarstjóri segir svar ekki komið.
milljarður er
upphæðin sem
lánardrottnar hafa verið til-
búnir að afskrifa samkvæmt
heimildum Fréttablaðsins.
5,1
Höfuðborgarsvæðið, meðallestur á
tölublað, 18–49 ára. Prentmiðlakönnun
Gallup, okt.–des. 2015.
YFIRBURÐIR
Fréttablaðsins staðfestir
51,0%
20,5%
FB
L
M
BL
Allt sem þú þarft ...
skipulagsMál Fjórar tillögur
komust áfram í annað þrep í hug-
myndasamkeppni um Kársnesið í
Kópavogi.
„Með því að taka inn þær nýju og
fersku hugmyndir sem fram koma
í tillögunum tel ég að við tryggjum
að uppbygging sem fram undan er
á Kársnesi verði vel heppnuð,“ segir
Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri í
Kópavogi.
Allar tillögurnar gera ráð fyrir brú
frá Kársnesi yfir Fossvog til Reykja-
víkur enda er sú tenging bæði í
aðalskipulagi Kópavogs og höfuð-
borgarinnar.
Meðal hugmynda í tillögunum
má nefna sundlaug úti á Fossvog-
inum og sporvagna. – gar / sjá síðu 4
Fjórar tillögur
fara áfram
Það er lyftistöng
fyrir bæinn að
vestast á Kársnesinu verði til
hverfi þar sem atvinnulíf og
íbúðarbyggð
blandast
saman.
Ármann Kr.
Ólafsson bæjarstjóri
0
3
-0
2
-2
0
1
6
2
2
:4
2
F
B
0
5
6
s
_
P
0
5
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
5
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
0
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
0
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
8
5
C
-0
B
1
0
1
8
5
C
-0
9
D
4
1
8
5
C
-0
8
9
8
1
8
5
C
-0
7
5
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
A
F
B
0
5
6
s
_
3
_
2
_
2
0
1
6
C
M
Y
K