Fréttablaðið - 04.02.2016, Síða 18

Fréttablaðið - 04.02.2016, Síða 18
Frá degi til dags Útgáfufélag: 365 miðlar ehf. Stjórnarformaður: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir forStjóri: Sævar Freyr Þráinsson Útgefandi og aðalritStjóri: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is aðStoðarritStjórar: Fanney Birna Jónsdóttir fanney@frettabladid.is, Hrund Þórsdóttir hrund@stod2.is, Kolbeinn Tumi Daðason kolbeinntumi@365.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSn 1670-3871 fréttaBlaðið Skaftahlíð 24, 105 reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is ÞróunarStjóri: Tinni Sveinsson tinni@365.is helgarBlað: Ólöf Skaftadóttir olof@frettabladid.is og Viktoría Hermannsdóttir viktoria@frettabladid.is menning: Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is ljóSmyndir: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is framleiðSluStjóri: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚtlitShönnun: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is Halldór Fanney Birna Jónsdóttir fanney@frettabladid.is Guðmundur Franklín Jónsson viðskiptafræðingur Íslandsbanki hefur bæst við efnahagsreikning ríkisins með ca. 1.000 starfsmenn. Fyrir á þjóðin Landsbankann með sínum ca. 1.000 starfsmönnum. Ekki virðast starfsmenn okkar hjá Landsbankanum hafa passað upp á verðmætin okkar nógu vel, og kom það best í ljós í einka­ sölunni á hlutafénu í Borgun. En hvað er til ráða? Við vitum af fyrri reynslu að ríkisrekstur á fjármálafyrirtækjum hefur tilhneig­ ingu til spillingar. Og ekki viljum við að núverandi stjórnvöld skipti bönkunum á milli sinna flokks­ gæðinga, með hinni frægu helmingaskiptareglu, því þá er voðinn vís. Ég vil meina, að erfitt sé að lifa af á Íslandi fyrir smáfyrirtæki í frjálsri samkeppni ef tvær eða þrjár grúppur ráða á bankamarkaði. Þess vegna verðum við að fara öðruvísi að í þetta sinn. Dreifðasta eignarhald í heimi Ein einföld aðferð gæti verið sú að dreifa öllum hlutabréfum sem ríkið á í bönkunum endur­ gjaldslaust, á tilgreindu tímabili til hvers og eins núlifandi Íslendings, ca. 330.000 bréfum í hvorum banka, skrá bankana svo í kauphöllina og láta markaðinn sjá um rest. Þetta ferli væri hægt að gera á 5 til 10 árum, dreifa 5% til 20% af hlutabréfum í bönkunum á hverju ári. Með gegnsæi að leiðarljósi Af hverju er þetta sanngjarnt? Vegna þess að fólkið í landinu á bankana hvort sem er í gegnum ríkið og ber ábyrgð á endanum á öllum innlánum bank­ anna. Vonandi yrði þá stjórnað lýðræðislega með gegnsæi að leiðarljósi og af hverju ættu eigendurnir ekki að njóta ávaxtanna? Tvo varnagla myndi ég þó að setja og annar er sá að enginn einn aðili gæti átt meira en 5% og hinn er að við þyrftum að aðskilja fjárfestingabanka­ þjónustu frá almennum bankarekstri. Ríkið tæki svo sitt í gegnum skattheimtu á söluhagnað hluta­ bréfa. Við fáum víst ekki oft tækifæri til þess að leysa úr svona lúxusvandamáli. Lúxusvandamál Ein einföld aðferð gæti verið sú að dreifa öllum hlutabréfum sem ríkið á í bönkunum endurgjalds- laust, á til- greindu tíma- bili til hvers og eins núlifandi Íslendings, ca. 330.000 bréfum í hvorum banka … Fagnar ákvörðun Illuga Fyrir nokkrum misserum voru uppi hugmyndir um að sameina menntaskólastofnanir á Norður- landi eystra vegna fækkunar nem- enda. Menntamálaráðherra ákvað því að setja á laggirnar starfshóp vegna málsins til að finna hentuga lausn til að tryggja framboð náms í heimabyggð fyrir menntaskóla- nemendur. Nú liggur fyrir skýrsla um málið og ætla skólarnir í mikla samvinnu á næstu skólaárum. Úr óvæntri átt kom stuðningur við vinnu menntamálaráðherra á þingi í gær. Bjarkey Olsen Gunn- arsdóttir, þingmaður VG, fagnaði þessum úrræðum ráðherra. Hefur Illugi þannig fjölgað bandamönn- um sínum á þingi. Spilling í sinni tærustu mynd Á meðan Bjarkey hrósaði mennta- málaráðherra ræddi Guðmundur Steingrímsson styrkveitingar framsóknarmanns til framsóknar- manns. Gerði hann alvarlegar athugasemdir við umrætt verklag. „Ég vil ekki svona þjóðfélag,“ sagði þingmaðurinn, „það á ekki að vera úrslitaatriði hvort maður sé vinur ráðherra.“ Guðmundur passaði sig nokkuð á því að nota ekki orðið spilling í ræðu sinni en vissulega lýsir hann pólitískri spillingu í sinni tærustu mynd. Og það þarf ekki að hafa frjótt ímyndunarafl til að átta sig á því hvernig ákveðið var að veita nákvæmlega þessum manni þessa peninga til gerðar heimilda- myndar um afrek Framsóknar- flokksins. sveinn@frettabladid.is Heimild til endurgreiðslu á 100 prósentum af virðisaukaskatti vegna vinnu við viðhald eða endurbætur á húsnæði og frístundahúsum var samþykkt á Alþingi í mars árið 2009. Um var að ræða þjóðar­ átak stjórnvalda og fleiri til að koma hjólum atvinnu­ lífsins í gang í kjölfar kreppunnar og atvinnuleysis sem því fylgdi. Heimildin átti að hvetja til vinnuskapandi framkvæmda. Þetta átak var kallað Allir vinna. Hækkuð endurgreiðsla vegna íbúðarhúsnæðis og orlofshúsa var ekki síst ákveðin til þess að skapa hvata til heiðarlegra viðskiptahátta og draga úr svartri atvinnustarfsemi í byggingariðnaði, með tekjuhags­ muni ríkissjóðs að leiðarljósi. Í ársbyrjun 2015 var ákveðið að lækka endurgreiðsl­ una til eigenda íbúðarhúsnæðis vegna vinnu iðnaðar­ manna á húsnæði þeirra niður í 60 prósent. Á forsíðu Fréttablaðsins í gær var greint frá því að líkur væru á að skattaundanskot hefðu aukist í bygg­ ingariðnaði að undanförnu í kjölfar lægri endurgreiðslu virðisaukaskatts að mati ríkisskattstjóra. Í kjölfar breytinganna í byrjun ársins 2015 hefur beiðnum um endurgreiðslur fækkað um 60 prósent á sama tíma og umsvif í byggingariðnaði hafa aukist töluvert. Skúli Eggert Þórðarson ríkisskattstjóri segir að kaupandi geti komið sér hjá því að greiða 40 prósent af virðisauka­ skattinum og seljandinn sloppið við að gefa söluna upp til tekjuskatts með því að gefa vinnuna ekki upp. Sé skatturinn endurgreiddur sé hvatinn til að gefa vinnuna ekki upp enginn þar sem ávinningurinn er enginn. Skúli segir einnig að þar sem eftirlit með vinnu á heimilum sé erfitt, sé mikilvægt að hvatinn til undan­ skota sé ekki fyrir hendi og veltir því upp hvort ekki sé rétt að endurgreiða virðisaukaskattinn að fullu á ný. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði hið sama á Alþingi á mánudaginn. Skilaboðin sem bærust frá kerfinu væru þau að minna sé um að virðisaukaskatt­ skýrslum sé skilað eftir að endurgreiðslurnar voru lækkaðar. Spurningin sem eftir stendur er almenn um skatt­ kerfi. Skattar eru ávallt hækkaðir til að freista þess að fá meira í ríkiskassann. En þrátt fyrir þær fyrirætlanir gengur sú jafna ekki alltaf upp með þeim hætti sem gert er ráð fyrir. Þegar kemur að virðisaukaskatti af bygg­ ingariðnaði má spyrja sig – í ljósi þess að sterkur grunur leikur á því að skattaundanskotum sé að fjölga – hvort skatturinn sé ekki einfaldlega of hár. Markmið hvers skattkerfis á að vera að það sé einfalt, fyrirsjáanlegt og sanngjarnt og skili þannig tekjum inn í samreksturinn. Ef skattkerfið er flókið, ófyrirsjáanlegt og ósanngjarnt verður líklegra að menn fari að stinga undan og finni leiðir til að koma sér hjá því að borga. Ef atvinnulífið, og samfélagið allt, býr við hóflega skattheimtu þá skilar það sér á endanum í aukinni verðmætasköpun í þjóðfélaginu öllu. Því má spyrja sig hvort ekki sé tímabært að ríkið hætti þessari ómark­ vissu millifærslu sem felst í endurgreiðslu ákveðinna skatta, og lækki þess í stað skatta, gjöld og annað og leyfi atvinnulífinu að blómstra í friði. Með einföldum, fyrirsjáanlegum og sanngjörnum hætti. Einfalt er betra Ef atvinnu- lífið, og samfélagið allt, býr við hóflega skattheimtu þá skilar það sér á end- anum í aukinni verðmæta- sköpun í þjóðfélaginu öllu. 4 . f e b r ú a r 2 0 1 6 f I M M T U D a G U r18 s k o ð U n ∙ f r É T T a b L a ð I ð SKOÐUN 0 3 -0 2 -2 0 1 6 2 2 :4 2 F B 0 5 6 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 8 5 C -2 D A 0 1 8 5 C -2 C 6 4 1 8 5 C -2 B 2 8 1 8 5 C -2 9 E C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 0 5 6 s _ 3 _ 2 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.