Fréttablaðið - 04.02.2016, Síða 24

Fréttablaðið - 04.02.2016, Síða 24
„Við auglýstum á Facebook-síðu bókasafnsins eftir þátttakendum á fatamarkað og fengum frábær við- brögð. Færri komust að en vildu og það myndaðist bið listi. Við ætl- uðum í fyrstu nokkur borð undir fatnaðinn en þurftum að bæta við. Það verður líka raðað í bókahill- ur og föt hengd á hillurnar. Ég veit að þarna verða bæði skór og tösk- ur, skart gripir og ýmis legt fleira,“ segir Ásta Sirrí Jónasdóttir, deild- arstjóri á Bókasafni Kópavogs, en safnið stendur fyrir óhefðbund- inni uppá komu annað kvöld þegar hópur fólks mun selja úr fataskáp- um sínum á safninu. Föt, skór og skart sjást ekki alla jafna í hillum bókasafns og segir Ásta uppákomuna lið í því að auka við það sem safn- ið hafi upp á að bjóða. Fyrir standi bóka- safnið fyrir fjöl- breyttum viðburðum sem tengjast starf- semi bókasafnsins beint, svo sem ýmiss konar fyrirlestr- um, kynningum, bóka- klúbbum og leshringjum. „Á laugardögum er gjarnan fjölskyldudag- skrá, spiladagar og fleira. Okkur langar hins vegar til að búa til fjölbreyttari uppákomur sem höfða til fleira fólks,“ útskýrir Ásta. „Við viljum gera Bókasafn Kópavogs að menningar miðstöð og fá yngra fólk- ið inn á safnið. Fata- markaðurinn verður hluti af dagskrá í til- efni Safna nætur og Vetrar hátíðar og ef vel tekst til langar okkur að halda slíkan markað aftur. Þá hefur komið upp hugmynd um fataskiptimarkað í framhaldinu. Hér höfum við pláss sem tilvalið er að nýta. Við tökum öllum uppástungum um viðburði fagnandi og um að gera að senda okkur skilaboð,“ segir Ásta. Á safnanóttinni verður ýmislegt fleira en fatakaup í gangi á safninu. Eftir hefðbundinn dag á morgun verður safnið opnað aftur klukkan 19 og verður opið fram að miðnætti. „Það verður margt skemmtilegt í gangi hjá okkur á Safnanótt. Meðal annars verða hér lítil vélmenni frá Skema, Dash og Dot, sem hægt verður að leika sér með í leikja- braut sem við útbúum úr bókum safnsins. Edda Björgvins leikkona mætir hingað með glens og spákon- an Sirrý spá mun spá fyrir gestum. Sirrý spá er afar vinsæl og vissara að mæta á slaginu sjö og skrá sig hjá henni,“ segir Ásta. „Björn Thorodd- sen klárar svo kvöldið fyrir okkur með léttum djassi og þá verða léttar veitingar í boði.“ heida@365.is Ásta Sirrí Jónasdóttir, deildarstjóri á Bókasafni Kópavogs, lofar góðri skemmtun annað kvöld á Safnanótt en þá verður meðal annars blásið til fata- markaðar á safninu. mynd/anton BrinK MarkaðssteMning á bókasafninu Föt, skór, skart og fylgihlutir munu fylla hillur Bókasafns Kópavogs annað kvöld en safnið blæs til fatamarkaðar á Safnanótt. Ásta Sirrí Jónasdóttir deildarstjóri segir uppátækið hafa fengið frábærar viðtökur. Levi ś Kringlunni – Levi ś Smáralind – Levi ś Glerártorgi Afnám tolla og hægstæðara gengi skilar sér beint í vasa viðskiptavina Leví s LEVÍ S LÆKKAR VERÐIN *skv. Gengitöflu Íslandsbanka 1. feb 2016 Verðdæmi Levi ś 501 501 (litur 14) á Íslandi kr. 13.990 501 (litur 14) í Bretlandi GBP 75 kr. 14.065* 501 (litur 14) í Danmörku DKK 799 kr. 15.220* ég elska. Allir íslensku hönnuðirnir eru í uppáhaldi hjá mér og Norðurlandaþjóð- irnar eiga geggjaða hönnuði. bestu kaupin? Vetrarleggings frá 66°Norður sem ég keypti á lagersölu á Akureyri fyrir mörgum árum og er í nánast allan veturinn! Verstu kaupin? Fjölmargar flík- ur úr Primark sem kosta ca. 5 evrur/dollara stykkið og teygj- ast, rifna og verða götóttar í fyrsta þvotti. Hverju verður bætt við fata- skápinn næst? Mér finnst ég eiga allt! Ég þarf ekki neitt! Kannski að maður leyfi sér smart náttföt einhvern tímann. Ég hef sofið í alltof stórum t-skyrtum alla tíð! Hver er helsti veikleiki þinn þegar kemur að tísku og útliti? Ég fell alltaf fyrir klútum og treflum af öllum gerðum. Svo kaupi ég alltaf slatta af lífræn- um snyrtivörum þar sem slíkar vörur eru seldar. Ég gæti hugs- að mér að opna búð með þannig varningi, það er svo lítið úrval til hérna á Íslandi. notar þú fylgihluti? Ég er rosa- lega veik fyrir töskum … á marga tugi af rosalega skrítn- um og glaðlegum töskum. áttu þér tískufyrirmynd? Eva skvísa dóttir mín er eiginlega fyrir mynd fjölskyldunnar. Hún er meira að segja smart þegar hún fer með ruslið út í tunnu! Hvað er fram undan hjá þér? EDDAN, leikritið mitt í Aust- urbæ –það eru aðeins fjór- ar sýningar eftir og þær eru á leiðinni að fyllast. Svo eru það námskeið og fyrirlestrar um allan heim, gaman gaman! solveig@365.is Edda leikur um þessar mundir í Eddunni í austurbæ. Ég elska að fara á Camden-markað- inn í London. Þar eru öll gömlu hippafötin til enn þá og þar eru einnig allir ungu hönnuðirnir með skrítnu flíkurnar. Edda Björgvinsdóttir Skór, skart og fylgihlutir verða í hillum Bókasafns Kópavogs annað kvöld. nordicphotoS/gEtty 2 FÓLK Tíska 4. febrúar 2016 0 3 -0 2 -2 0 1 6 2 2 :4 2 F B 0 5 6 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 4 K _ N Y .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 8 5 C -5 0 3 0 1 8 5 C -4 E F 4 1 8 5 C -4 D B 8 1 8 5 C -4 C 7 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 A F B 0 5 6 s _ 3 _ 2 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.