Víkurfréttir


Víkurfréttir - 19.12.2013, Blaðsíða 2

Víkurfréttir - 19.12.2013, Blaðsíða 2
fimmtudagurinn 19. desember 2013 • VÍKURFRÉTTIR2 Árni Sigfússon, bæjarstjóri o g o d d v i t i m e i r i h l u t a Sjálfstæðismanna í bæjarstjórn Reykjanesbæjar, ætlar að greina frá ákvörðun sinni um áramótin, hvort hann ætli að gefa kost á sér áfram. Árni kom til Reykjanes- bæjar árið 2000 og hefur verið oddviti og bæjarstjóri í bráðum þrjú kjörtímabil. Vitað er að þrýstingur er á Árna um halda áfram og klára eitt kjör- tímabil í viðbót. Flestir bæjarfull- trúar Sjálfstæðisflokksins hafa hug á að bjóða fram krafta sína áfram þó þeir hafi ekki allir ákveðið sig endanlega. Ekki er vitað um mörg ný nöfn nema Guðmund Péturs- son sem m.a. hefur rekið fyrirtækið ÍAV þjónustu. Mikil endurnýjun varð á lista Sjálfstæðismanna við síðustu kosningar þegar sjö af tíu efstu á listanum voru nýir fulltrúar. Nefnd á vegum Sjálfstæðisflokks- ins hefur að undanförnu rætt við bæjarfulltrúa. Á fundi fulltrúaráðs 16. jan. n.k. verður lagt fyrir fund- inn hvort stilla eigi upp lista eða efna til prófkjörs sem þá yrði haldið í febrúar. Gefi Árni kost á sér áfram og flestir núverandi bæjarfulltrúar er jafnvel talið líklegt að stillt yrði upp á lista. Samkvæmt skoðana- könnun Morgunblaðsins í nóv- ember myndi flokkurinn halda 6 mönnum af 7 og hreinum meiri- hluta áfram í bæjarfélaginu, ef kosið yrði í dag. Barátta hjá Samfylkingu Hjá Samfylkingunni hefur Friðjón Einarsson gefið það út að hann ætli að halda áfram en hann var efstur á lista fyrir síðustu bæjarstjórnar- kosningar. Heyrst hefur að Ey- steinn Eyjólfsson sem skipað hefur 2. sæti flokksins í bæjarfélaginu hafi áhuga á að bjóða sig í oddvita- sætið. Hann sagði í samtali við VF að hann væri ekki búinn að taka ákvörðun en væri að velta því fyrir sér. Þriðji bæjarfulltrúi flokksins, Guðný Kristjánsdóttir er að hugsa sinn gang. Kristinn Jakobsson, oddviti og eini bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins, mun líklega leiða listann áfram en hann hefur óskað eftir því. Á fundi Framsóknarfélags Reykjanesbæjar í nóv. sl. var samþykkt að stilla upp á lista. Forráðamenn Vinstri Grænna í Reykjanesbæ hafa sagt að þeir muni ekki bjóða fram í vor. Ekki er vitað um stöðu hjá Bjartri framtíð og Pírötum sem fengu góða niður- stöðu í skoðanakönnun nýlega en hvorugt framboðið hefur boðið áður fram í Reykjanesbæ. -fréttir pósturu vf@vf.is SÆLKERAVERZLUN MEÐ KJÖT OG FISK HÓLAGÖTU 15 // REYKJANESBÆ WWW.SHIPOHOJ.IS NÝ VERZLUN SKATAN ER KOMIN 990 KR/KG n Bæjarstjórnarkosningar vorið 2014: Árni undir feldi til áramóta Bæjarstjórn Reykjanesbæjar samþykkti tillögu Umhverfis- og skipulagsráðs um að gatnagerðargjöld verði lækkuð um 30% á árinu 2014. Með lækkuninni verði stuðlað að því að blása lífi í glæður byggingafram- kvæmda í Reykjanesbæ á nýjan leik. Frá því að ný gjaldskrá gatnagerðargjalda tók gildi í Reykjanesbæ árið 2007 hefur byggingar- vísitala hækkað um 61,5%. Gjöldin séu því orðin verulega hár kostnaðarliður við nýbyggingu húsa og íbúða og einn af ráðandi þáttum þegar húsbyggjendur taka ákvörðun um staðsetningu. Frá hruni hefur lítið gerst í nýbyggingu húsa og íbúða en merki eru um betri horfur í þeim efnum á næstunnni. Lækkun gatnagerðargjalda mun ekki hafa áhrif á fjárhagsáætlun Reykjanesbæjar fyrir árið 2014 að öðru leyti en því að auknar framkvæmdir gætu skilað auknum tekjum fyrir bæjarfélagið. -verður barátta um oddvitasæti Samfylkingarinnar? Árni Sigfússon Friðjón Einarsson Eysteinn Eyjólfsson Kristinn Jakobsson Vilja blása lífi í byggingafram- kvæmdir í Reykjanesbæ ÞAKKIR TIL SNJÓ- MOKTURSMANNA Kona úr Innri-Njarðvík hringdi og vildi koma á framfæri þakklæti til aðila sem sinnti snjómokstri í síðustu viku við Akurbraut. Þegar snjóruðningstækin fara um Akurbrautina lokast oft innkeyrslan hjá konunni en þessi góði maður kom aukaferð og hreinsaði frá innkeyrslunni. Bæjarstjórn Reykjanesbæjar sam-þykkti á fundi sínum í vikunni að selja 15% hlut bæjarins í HS Veitum að verðmæti um 1,5 milljarð króna. Fulltrúar Samfylkingarinnar greiddu atkvæði á móti. Fulltrúi Framsóknar greiddi atkvæði með ti l lögunni. Reykjanesbær á 51% í HS Veitum eftir þessa sölu. Árni Sigfússon, bæjarstjóri sagði að þessir peningar yrðu notaðir til að greiða niður skuldir. Salan væri hagstæð fyrir Reykja- nesbæ því áfram héldi hann meirihluta í félaginu sem væri mikilvægt. Kaupandi er fjárfestingafélagið Úrsus. Fulltrúar Samfylkingar voru ósáttir við þennan gjörning og bókuðu á bæjar- stjórnarfundi s.l. þriðjudag að með söl- unni á hlutnum fylgi hluthafasamkomu- lag sem takmarka muni meirihlutavald Reykjanesbæjar verulega. „Á undan- förnum árum hefur hlutur Reykjanes- bæjar í fyrirtækjunum HS-veitum og HS- orku, fyrrum Hitaveitu Suðurnesja, farið síminnkandi vegna sölustefnu meirihluta sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ. Mark- visst hefur verið unnið að því að færa þessi mikilvægu undirstöðufyrirtæki úr almannaeigu í einkaeign. Við erum nú, sem fyrr, mótfallin sölu hlutar Reykjanesbæjar í HS-veitum og greiðum atkvæði gegn fyrirliggjandi kaupsamningi,“ segir í bókuninni. Nokkur umræða varð á bæjarstjórnar- fundinum um þetta mál þar sem fulltrúar Samfylkingar fóru nokkuð mikinn í því að bæjarfélagið myndi ekki halda sömu völdum með þessari sölu því vald stjórnar HS Veitna myndi færast yfir til hluthafa- fundar. Böðvar Jónsson, forseti bæjar- stjórnar, sagði þessa breytingu litlu skipta og alls ekki vera takmörkun á valdi. -heldur áfram 51% hlut í félaginu. Minnihluti Samfylkingar á móti sölunni. Segir söluna takmarka meirihlutavald bæjarins. Reykjanesbær fær 1,5 milljarð fyrir sölu á 15% hlut í HS Veitum Frá bæjarstjórnarfundi í Reykjanesbæ á dögunum. Blása á lífi í byggingaframkvæmdir með lækkun gatnagerðargjalda um 30% á árinu 2014. Næsta blað fimmtudaginn 2. janúar 2014
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.