Víkurfréttir - 19.12.2013, Blaðsíða 4
fimmtudagurinn 19. desember 2013 • VÍKURFRÉTTIR4
Hafnargötu 29, 230 Reykjanesbær - Sími 421 8585
ÖLL HELSTU
SKÓMERKIN
ERU HJÁ OKKUR
Six mix - Ecco - Tamaris - Vagabond,
Skechers - Studio London ofl.
Munið gjafabréfin
Opið til kl. 22:00 til jóla.
Hringbraut 99 - 577 1150
Félagar í FEB fá 12% afslátt
af öllum vörum og góð kjör
á lyfseðilsskyldum lyfjum
Opið: Mánudaga-föstudaga. 9:00 - 19:00. Laugardaga 14:00 - 18:00.
VELKOMIN Í LÁGT LYFJAVERÐ
u„Fyrir tveimur árum greindist
Einar sonur minn með sykur-
sýki og við dvöldum yfir jólin á
Barnaspítala Hringsins. Einari
áskotnaðist Playstation 3 leikja-
tölva og átti slíka fyrir og að hans
frumkvæði gáfum við Barnaspít-
ala Hringsins tölvuna til þess að
krakkarnir geti stytt sér stundir,“
segir Gunnar Einarsson, ÍAK
þjálfari.
Fjölskylda Einars er afar þakklát
starfsfólki spítalans og Gunn-
ar segir leikstofuna þar einstakan
stað og alltaf sé gott að hitta starfs-
fólkið. Þau fari þangað á 2ja til 3ja
mánaða fresti með Einar í reglu-
bundið eftirlit. „Það er alltaf svo
indælt og kemur fram við okkur
eins og það hafi þekkt okkur lengi.
Það var kominn tími til að gefa til
baka,“ segir Gunnar.
VF/Olga Björt
Listahátíðin Ferskir Vindar verður nú haldin í þriðja
sinn og mun hátíðin hefjast 21.
desember nk. og standa til 26.
janúar 2014.
Þema hátíðarinnar í ár er „víðáttan“
og markar það útgangspunkt fyrir
listafólkið sem streymir að úr
öllum heimshornum í Garð. Von
er á fjölda listafólks úr öllum list-
greinum alls staðar að úr heim-
inum, eða um 45-50 listamönnum
af um það bil 20 þjóðernum.
VF/Hilmar Bragi
u easyJet, eitt stærsta f lug-
félag Evrópu, hóf í síðustu viku
beint áætlunarflug frá Íslandi
til borgarinnar Bristol í Eng-
landi. Þetta er fjórða flugleið ea-
syJet frá Íslandi en félagið flýgur
þegar í beinu flugi frá Keflavík
til London, Manchester og Edin-
borgar.
Til að fagna þessari nýjustu flug-
leið Íslendinga bauð Isavia flugfar-
þegum sem voru að koma frá eða
voru á leið til Bristol, Manchester
og London með easyJet upp á ís-
lenskar jólakræsingar: Nýbakaðar
pönnukökur, randalínur, jólasmá-
kökur, mandarínur, malt og appels-
ín og heitt kakó. Alls voru það um
900 manns sem fengu að kynnast
íslenskri jólastemningu og hlýða á
ljúfa tóna íslenskra jólalaga.
Flogið verður til Bristol tvisvar í
viku allt árið um kring, á fimmtu-
dögum og sunnudögum. Keflavík
- Bristol er fyrsta heilsársflugleiðin
frá Íslandi sem hleypt er af stokk-
unum í desembermánuði. Algeng-
ast er að flugfélög kjósi að fara af
stað með nýjar flugleiðir á háanna-
tíma, s.s. í byrjun sumars en easyJet
hefur mikla trú á möguleikum Ís-
lands sem áfangastaðar allt árið.
VF/Hilmar Bragi
-fréttir pósturu vf@vf.is
Flippar! Starfsmenn flugstöðvarinnar bökuðu pönnu-kökur eins og þeir hefðu aldrei gert annað!
Pönnukökur flugu út í flugstöðinni
Blásið til Ferskra vinda
í Garði í þriðja sinn
„Það er gott að
gefa til baka“