Víkurfréttir


Víkurfréttir - 19.12.2013, Blaðsíða 30

Víkurfréttir - 19.12.2013, Blaðsíða 30
fimmtudagurinn 19. desember 2013 • VÍKURFRÉTTIR30 Opinn fyrir því að starfa áfram „Ef meirihlutinn sem tók við aftur í fyrra hefði viljað skipta um bæjarstóra þá hefðu þeir bara gert það. Þá hefði ekkert verið við því að segja. Sem betur fer höfum við náð mjög góðu samstarfi og óskað var eftir því að ég starfaði áfram. Og það var alveg sjálfsagt af minni hálfu.“ segir Magnús. Samningurinn sem hann skrifaði undir í byrjun gildir út kjörtímabilið sem endar í maí. „Ég er alveg opinn fyrir því að vera áfram en það er aldrei hægt að segja neitt um slíkt fyrir- fram. Ég er bara jákvæður fyrir því ef til þess kemur,“ segir hann. Garður sé gott bæjarfélag og ágætt að starfa þar og eiga samstarf við íbúana. Hann hefur ekki orðið var við að sterkar fjölskyldur eða ættarveldi ráði mikið í stjórnmálum í Garði, a.m.k. ekkert umfram það sem gerist í öðrum sveitarfélögum á landinu. Það sé ekkert í tengslum við slíkt sem trufli hann í starfi. Ýmislegt líkt með Garði og Ólafsvík Hann segir að það sem einkenni Garðinn sé rólegt samfélag og umhverfið mjög fallegt. Garðskaginn sé einstakt land- svæði og á björtum degi sé flott útsýni út á Snæfellsjökul sem hann, sem Ólafsvíkingur, kunni mjög vel að meta. „Það er margt líkt með Garðinum og Ólafsvík. Garður er í grunn- inn sjávarútvegsbær þó að engin höfn sé hér núna. Einnig er hugarfar íbúanna svipað og ýmislegt í menningunni,“ segir Magnús. Hann var sveitarstjóri í Grundarfirði frá 1990 - 1995 og var svo kosinn á Alþingi 1995. Þar var hann meira og minna til ársins 2009. Einnig var hann framkvæmdastjóri Heilbrigðisstofnunarinnar á Selfossi í tvö ár og hefur því víða komið við. Ekki skemmtileg reynsla að missa starfið „Í þessum bransa veit maður aldrei hversu lengi maður staldrar við. Þetta umhverfi er nú þannig að starf bæjarstjóra er mjög ótryggt. Það hefur sannað sig og sýnt í mörgum sveitarfélögum í gegnum tíðina. Svo er þetta í raun tíma- bundið til fjögurra ára hverju sinni og svo er maður í lausu lofti fram að kosningum,“ segir Magnús en bætir við að hann sé orðinn ansi vanur slíku umhverfi. „Ég missti starf mitt sem þingmaður í miðjum alþingiskosningum. Það var ekki skemmtileg reynsla en svona er þetta bara. Maður verður bara að tækla það, standa sig vel og reyna að leggja sig fram svo að það hjálpi manni í framhaldinu.“ Meira „fútt“ í því að vera bæjarstjóri en þingmaður Magnús segir bæjarpólitíkina vera meira lifandi en þing- störfin því þar gerist hlutirnir. „Þegar maður er bæjarstjóri, sérstaklega í sveitarfélagi eins og hér, þá eru nánast öll mál á borðinu hjá manni. Á þingi er umhverfið öðruvísi, meiri um- ræður og minna sem kemur til framkvæmda. Reyndar gerði ég töluvert af því sem ráðherra. Það er meira „fútt“ í því að koma málum til framkvæmda en að ræða þau.“ Bjóst við erfiðu samstarfi vegna átakamála Magnús segir ýmislegt hafa gengið á í bæjarfélagsmálum og skólamálum í Garði áður en hann kom og hann hélt að sam- starfið yrði erfitt en raunin hafi orðið önnur. „Fólk tók bara saman höndum með að koma málum í lag. Lagði til hliðar allar væringar sem voru til staðar. Það hefur gengið mjög vel.“ Hann bætir við að lykillinn að góðu samstarfi sé mannlegi þátturinn. Að fólk tali saman og virði skoðanir hvers annars og beri virðingu fyrir hvert öðru. „Í svona sveitarfélagi eru ekki mörg stór mál svona átakamál á milli meirihluta og minnihluta. Að mestu leyti eru þetta samstæðir hlutir sem hægt er að komast að sameiginlegri niðurstöðu um og hafa hagsmuni bæjarins í fyrirrúmi. Það er mín reynsla,“ segir Magnús. Veðurfarið betra en hann bjóst við Magnús hafði komið nokkrum sinnum í Garð á árum áður og keppt við Víði í fótbolta en þekkti örfáa sem hann vissi að byggju þar. „Svo hafði maður þá ímynd af Garðinum að hér væri alltaf rok og leiðinlegt veður en það hefur algjörlega af- sannast í mínum huga. Það hefur komið skemmtilega á óvart hvað veðurfarið er gott.“ Magnús býr í Árbæjarhverfi Reykja- víkur og ekur á milli. Hann segist gefa sér þrjú korter í það hvora leið. Hann segist hafa tekið eftir því þegar hann keyri á milli t.d. yfir vetrartímann að það snjóar minna í Garði en t.d. í Reykjanesbæ. „Oft er hlýrra hér á skaganum en á leiðinni og alls ekki meiri vindur en annars staðar sem ég hef búið. Veðrið hefur í raun komið mér mest á óvart. Svo bara sam- félagið. Þegar maður kemur alveg svona nýr inn í samfélag þá veit maður ekki alltaf á hverju maður á von. En þetta hefur virkað mjög vel á mig og fólk hefur tekið mér mjög vel,“ segir Magnús brosandi. Ekki nógu mikill nagli Spurður um eiginleika sína sem endurspeglast best í því sem hann gerir segir hann að líklega sé það að hann á auðvelt með að starfa með öllu fólki. „Það skiptir einfaldlega mestu máli. Ef mannlegu samskiptin ganga vel þá er svo margt annað gott sem fylgir og gengur vel. Ég hef lært það í gegnum tíðina að lynda vel við alla sem ég starfa með og finna lausnir, miðla málum og framvegis. Sumir segja að ég sé alltof hógvær og ekki nógu mikill nagli. Ég á alveg naglann til en maður beitir honum bara þegar á þarf að halda. Ef maður ofnotar svoleiðis lendir maður bara í einhverjum öngstrætum og það gerir öll samskipti erfiðari,“ segir Magnús. Ný plata í deiglunni Tónlist er eitt af stærstu áhugamálum Magnúsar og hann hefur stundum gripið í gítarinn þegar tilefni er til, svo sem á þorrablóti og á Sólseturshátíðinni. Einnig spilar hann öðru hverju með hljómsveit sinni, Upplyftingu. „Við æfum ekki mikið, en það kemur fyrir. Höfum verið að dunda við upptökur og draumurinn er að gefa út plötu með nýju efni.“ Laga- og textahöfundurinn Jóhann G. Jóhannsson heitinn lét meðlimi sveitarinnar fá fjölda laga áður en hann lést. „Við erum með slatta af óútgefnu efni eftir hann og gætum í raun gefið út eina eða tvær plötur. Erum langt komnir með efni á eina plötu og það yrði gaman ef hún gæti komið út á nýju ári,“ segir Magnús að lokum. Viðtal og mynd: Olga Björt Þórðardóttir -viðtal F J Ö L H Æ F U R B Æ J A R S T J Ó R I Í G A R Ð I „Ég er stundum of hógvær“ Þegar MAGNÚS STEFÁNSSON hóf störf sem bæjarstjóri í Garði fyrir einu og hálfu ári þekkti hann ekki mikið til þar. Honum finnst þó margt líkt með Garði og heimabæ sínum, Ólafsvík, og hann hefur aðlagast menningunni og fólkinu vel. Hann segist eiga auðvelt með að láta sér lynda við aðra en sumir segi hann ekki nógu mikinn „nagla“. Olga Björt ræddi við Magnús um starfið, stjórnmálin og tónlistina, en hann leggur drög að nýrri hljómplötu með Upplyftingu með óútgefnu efni eftir Jóhann G. Jóhannsson heitinn. Kari Magnús Stefánsson bæjarstjóri í Garði og á bakvið má sjá þær Jenný Kamillu Harðardóttir, Karitas Söru G Haesler og Margréti Haraldsdóttur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.