Víkurfréttir


Víkurfréttir - 19.12.2013, Blaðsíða 38

Víkurfréttir - 19.12.2013, Blaðsíða 38
fimmtudagurinn 19. desember 2013 • VÍKURFRÉTTIR38 Að þekkja rétta fólkið er oftast metið meira en hæfi- leikar og það er því miður sannleikurinn en ég læt það ekkert á mig fá Er mikil flökkukind Ýmislegt hefur á daga Önnu Óskar drifið á erlendri grundu. Hún segist vera mikil flökkukind sem hafi búið í Noregi, Bandaríkjunum, Ástralíu og svo núna í Sví- þjóð. „Þrátt fyrir heimþrá af og til þá held ég að ég hafi tekið góða ákvörðun með að flytja erlendis. Ég hefði sjálfsagt annars ekki byrjað í ljósmyndun. Í Gautaborg kynntist ég mjög listrænu fólki og það leiddi mig á þá braut sem ég er núna og til mannsins í lífi mínu, þannig að ég kvarta ekki,“ segir Anna Ósk ánægð. Fólkið er skemmtilegast Önnu Ósk finnst fólkið án efa skemmtilegasti hlutinn af starfi sínu sem ljósmyndari. Það sé alltaf gaman að hitta nýtt fólk og skapa eitthvað fallegt með því. Einnig sé alltaf gaman að sjá afrakstur hugmyndavinnunnar. Hún telur erfiðast við starfið að sitja tímum saman í eftirvinnu fyrir framan tölvuna. Það sé oft erfitt, fyrir bæði bak og aðra líkamshluta. Sandstormur og mikill kuldi Spurð um eftirminnileg atvik segir Anna Ósk að slík at- vik komi alltaf upp í myndatökum og í raun sé erfitt að velja á milli þeirra. Að vinna með skapandi fólki sé alltaf mjög gefandi og það sé alltaf gaman í tökum hjá sér. „Ég er heppin að því leytinu til að ég fæ að velja opið og skemmtilegt fólk að vinna með og það gefur mér mikið. Það er enginn dans á rósum að vera ljósmyndari eins og margir virðast oft halda. Ég hef þurft að vaða í vatni upp að mitti til að fá þá mynd sem ég vildi fá. Einnig hef ég lent í svakalegum sandstormi og varla getað staðið í lappirnar. Svo hef ég verið í svo miklum kulda að hend- urnar á mér voru orðnar bláar í enda dagsins. En þetta er allt þess virði ef maður fær þær myndir sem maður vill fá í lokin,“ segir Anna Ósk með áherslu. Íslensk náttúra besti bakgrunnurinn Hún segist alltaf koma reglulega heim til Íslands og það sé alveg nauðsynlegt. Þá verji hún oftast góðum tíma með fjölskyldu og vinum. Fjölskyldan sé alltaf númer eitt á listanum hjá henni. Þá elskar hún einnig að ferðast um landið og fá innblástur frá náttúrunni. Hún segir enga spurningu um það að hafa lært að meta betur heimalandið úr fjarlægð. „Ég er mjög stoltur Íslend- ingur og tala oft um Ísland og mæli með að fólk ferðist þangað. Sem ljósmyndari saknar ég oft íslensku náttúr- unnar sem bakgrunns í myndatökum. Það er ekki hægt að líkja Íslandi við neitt annað,“ segir Anna Ósk. Saknar íslensks matar og sælgætis Anna Ósk viðurkennir einnig að hún sakni sárlega íslensks matar og sælgætis. Henni líki líka vel við Ís- lendinga og einkenni þeirra. „Þeir eru svo hreinir og beinir, segja það sem þeir hugsa og eru ekki með eilífar krúsídúllur. Þeir eru óhræddir við að segja sínar skoð- anir og ég kann vel að meta það.“ Þegar hún bjó sjálf á Íslandi stundaði Anna Ósk, eins og margir Suður- nesjabúar, nám í Fjölbrautaskóla Suðurnesja og seinna í Viðskipta- og tölvuskólanum, sem var og hét, og nældi sér þar í markaðs- og sölugráðu. Eftir það tók við ljós- myndunarnámið í Ástralíu. Veit hvað hún vill Við báðum hana um að lýsa því hvernig venjulegur dagur hjá henni gengi fyrir sig. Hún segir það alveg fara eftir því hvað standi til. „Ef ég er að ljósmynda þá byrjar dagurinn með hárgreiðslu og förðun og það tekur oftast sinn tíma. Oft tekur það lengri tíma en sjálf mynda- takan.“ Hún segist vera nokkuð þekkt fyrir að vita hvað hún vill og tökurnar hennar séu oft ekki langar. „Það er mjög mikilvægt að vita hvað maður vill í þessum bransa því þá er auðveldrara fyrir fyrirsæturnar að gefa manni í raun það sem maður vill. Þegar tökum er lokið vil ég oftast byrja að vinna myndir sem fyrst svo að tilfinningin og stemmningin úr tökunni sé ennþá lifandi,“ segir Anna Ósk. Forsíðubirting algjör draumur Varðandi birtingu í tímarit og víðar segir Anna Ósk að slíkt sé alltaf mjög mikilvægt fyrir ljósmyndara. Það sé auglýsing sem erfitt sé að toppa. „Að fá forsíðu er algjör draumur. Því miður þá er birting i veftímariti og mörgum öðrum tímaritum oft ekki borguð og er því einungis auglýsing fyrir ljósmyndarann og „teymið“ hans. Því miður þá er tískubransinn mjög illa borgaður á meðan að þú ert að klífa upp metorðastigann en síðan ef þú ert heppin að fá greitt fyrir vinnu þá er verið að tala um fjárhæðir sem flestir láta sig bara dreyma um.“ Þá segir hún bæði klíku- skap og baktal vera í þessum bransa eins og mörgum öðrum. „Að þekkja rétta fólkið er oftast metið meira en hæfileikar og það er því miður sannleikurinn en ég læt það ekkert á mig fá. Ég tel mig vera með ansi harða skel og hætti ekkert fyrr en ég er kom- inn á toppinn,“ segir Anna Ósk ákveðin að lokum. n Tískuljósmyndun er skemmtilegur en harður bransi: „ÉG VEIT HVAÐ ÉG VIL“ Ljósmyndarinn og Sandgerðismærin Anna Ósk Erlingsdóttir hefur búið í Gautaborg í rúm þrjú ár. Einnig bjó hún þar á árunum 2002 til 2006 en flutti til Queensland í Ástralíu og lærði ljósmyndun í rúm 2 ár. Hún segir ævintýraþrána hafa lokkaði sig til útlanda og hún hafi búið í útlöndum af og til frá því hún var 16 ára, þegar hún fór til Bandaríkjanna sem skiptinemi. Starf tískuljósmyndara gangi mikið út á það að þekkja rétta fólkið en hún blæs á það og fer sínar eigin leiðir. -viðtal pósturu olgabjort@vf.is Tekin í Sandvík 2013 og hefur verið birt á heimasíðu Vogue Italia.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.