Víkurfréttir


Víkurfréttir - 19.12.2013, Blaðsíða 48

Víkurfréttir - 19.12.2013, Blaðsíða 48
fimmtudagurinn 19. desember 2013 • VÍKURFRÉTTIR48 Blaðamaður Víkurfrétta Ey-þór Sæmundsson er búsettur í Berlínarborg þessi misseri. Þar hefur hann undanfarið verið með myndavélina á lofti og rannsakað jólamenningu hjá Þjóðverjum. Ýmislegt er öðruvísi í ríki Angelu Merkel. Maturinn er ekki eins góður, hér hefur ekkert snjóað og maður fær bara einu sinni í skóinn. „Ég hef upplifað jólin víða í gegnum tíðina. Á ströndum Kanaríeyja, á sundlaugarbakka í Flórída, í Vínar- borg og núna í Berlín. Þar er ég búsettur um stund og hef undan- farið notið þess sem borgin hefur upp á að bjóða þegar kemur að jól- unum. Þjóðverjar eru ekki duglegir að skreyta heimili sín, hvort sem það er að utan eða innan, en ferða- mannastaðir og verslunarkjarnar eru þó skreyttir hátt og lágt. Jóla- markaðir í Þýskalandi eru heims- fræg fyrirbæri og hér í Berlín er aragrúi af slíkum mörkuðum. Þar safnast fólk saman og fær sér snarl en þó aðallega til þess að hitta vini og fá sér í aðra tána. Sérstakt jóla- glögg er afar vinsælt hér í landi, en það kallast Glühwein, en það er drykkur sem settur er saman úr hituðu rauðvíni, kanil, negul og ýmsum. Það eru til ótal afbrigði af drykknum og m.a. rákust við á íslenska útgáfu af drykknum. Við könnuðumst satt best að segja lítið við drykkinn sem var gerður úr rommi, dökkum bjór og appelsínu- safa. Alltaf er maður að læra eitt- hvað nýtt í útlöndum. Það er nota- legt að vita til þess að alltaf er stutt í næsta bás sem selur Glühweinið góða en það yljar vel á köldum vetrarkvöldum. Ristaðar hnetur og möndlur eru afar vinsælar hér á jólamörkuðum en þær eru húð- aðar með karamellu og ilmurinn af þeim er alveg sérstaklega lokkandi. Hefðir og venjur eru misjafnar milli landa og eiga Þjóðverjar sér nokkrar hefðir sem við könnumst lítið við heima á Fróni. Þýskaland er stórt og venjurnar eru a.m.k. jafn margar og sambandslöndin innan ríkisins eru mörg. Hér er t.a.m. aðeins einn jólasveinn en hann kallast Sankti Nikulás. Hann kemur til byggða þann 6. desember og gefur börnum gott í skóinn. Við Íslendingar erum vön að skilja skóinn eftir í glugganum en hér tíðskast það að setja skótauið fyrir framan útidyrahurðina. Einn jóla- siður sem tíðkast í Þýskalandi þótti mér sérstakur. Á aðfangadag eru Þjóðverjar vanir að drekka töluvert magn af áfengi, bæði með matnum og síðar um kvöldið. Þá hittast gjarnan vinir og fara út á knæpu eða halda veislur í heimahúsum. Þetta yrði líklega litið hornauga á Íslandi en sjaldgæft er að boðið sé upp á nokkuð sterkara en malt á aðfangadag. Jólaverslunin er að sjálfsögðu af svipuðum toga og heima á Ís- landi. Í verlsunarmiðstöðvum er ys og þys og sama stressið og við þekkjum frá heimahögunum. And- stæðurnar í Berlín eru þó skemmti- legar. Hér eru nútímalegar bygg- ingar með risastórum glerhúsum og tilheyrandi verslunarkjörnum. Þegar farið er í eldri hverfin eru fleiri litlar huggulegar búðir þar sem „kaupmaðurinn á horninu“ hefur hreiðrað um sig. Það sem einkennir borgina er að maður þarf að hafa örlítið fyrir því að sækja sér jólaandann. Fyrir utan markaði og stórar verslanir er ekki ýkja jólalegt á götum borgarinnar. Snjóleysið hefur liklega eitthvað með það að gera að ekki er eins og jólalegt og heima á Íslandi. -jólapistill pósturu eythor@vf.is jól í Berlínarborg -Glühwein yljar líkama og sál á aðventunni Rauð Glühwein yljar, hressir og kætir í svartasta skammdeginu. Ég er ekki frá því að hér eftir verði jólahefð hjá mér að dreypa á örlitlu Glühwein yfir hátíðarnar. Við Íslend- ingar erum vön að skilja skóinn eftir í glugganum en hér tíðskast það að setja skótauið fyrir framan úti- dyrahurðina Jólamarkaðurinn í Charlottenburg er gríðarlega stór og vinsæll. Öll kvöld vikunnar er líf og fjör við þessa fyrrum konungshöll.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.