Gripla - 20.12.2005, Page 54
52
POSTULASÖGURNAR Á SKAR‹I
Skar›sbók er a› áliti Ólafs Halldórssonar ritu› laust eftir mi›ja 14. öld. Hún er
safnrit eins og flestar hinna stærri skinnbóka og eru á hana skrá›ar ellefu
postulasögur. Ólafur l‡sir henni m.a. svo í formála sínum a› Sögum úr
Skar›sbók:
Skar›sbók er ger› á fleim tíma flegar bókager› stó› á sem hæstu stigi
á Íslandi. Bókin er í stóru broti, hefur líklega ekki veri› minni en 42,5
sm. á hæ› og allt a› 29-30 sm. á breidd, en fla› er sama brot og er á
Flateyjarbók. Stærstu blö› Skar›sbókar, eins og hún er nú, eru um fla›
bil 41,6 x 27-28 sm., en flest blö›in eru eitthva› skert á jö›rum og fló
einkum vi› kjölinn. (bls. 10)
Au›sé› er a› sá sem lét skrifa bókina hefur vilja› hafa hana sem glæsi-
legasta í útliti. Letri› er me› stærsta móti, eftir flví sem gerist í íslenzk-
um handritum, og bil milli lína í brei›ara lagi; svo og eru spássíur stærri
en almennt gerist og bili› milli dálka óvenju breitt. (bls. 11)
Kapítulafyrirsagnir í Skar›sbók eru skrifa›ar me› rau›u bleki, en upp-
hafsstafir eru dregnir ‡msum litum, og eru litirnir fjölskrú›ugri og me›
meiri blæbrig›um en í flestum ö›rum íslenzkum handritum. Upphafs-
stafir eru stærstir vi› upphaf hverrar sögu, og eru myndir af postul-
unum dregnar í upphafsstafi flessara sagna. . . . Öll l‡sing bókarinnar er
mjög falleg, en ekki kemst hún fló til jafns vi› l‡singu lögbókarinnar
frá Skar›i. (bls. 13)
Um sögu Skar›sbókar er meira vita› en nokkurrar annarrar skinnbókar ís-
lenzkrar frá fyrri öldum a› flví er Ólafur Halldórsson telur. Elztu heimildir um
hana er a› finna í Vilchins máldaga frá 1397, en flar er sagt a› Ormur bóndi
hafi lagt til kirkjunnar a› Skar›i á Skar›sströnd „postula sögur, so a› kirkjan
skal eiga hálfar, en sá bóndi hálfar er flar b‡r.“ (bls. 15) Er fletta helmingafélag
e›lilegt í ljósi fless a› á Skar›i var bóndakirkja en hún átti helming jar›arinnar
á móti bónda. Frá gjöf Orms er einnig sagt í máldaga kirkjunnar á Skar›i sem
skrá›ur er á au›ar sí›ur aftast í skinnbókinni. Var Ormur flessi Snorrason
höf›ingi mikill og um skei› lögma›ur og hir›stjóri. Hann er talinn fæddur
1320 og dáinn 1401 e›a 1402, og telur Ólafur flví ekki ósennilegt a› Skar›s-
bók hafi veri› fyrir hann ger› í Helgafellsklaustri flótt fless sé hvergi geti›.
GRIPLA