Gripla - 20.12.2005, Síða 245
HEILÖG ANNA BIRTIST ÁRNA MAGNÚSSYNI 243
flakkar jafnframt fyrir bókasendingu sem fylgdi bréfi Árna frá 1728 en í henni
var Noregssaga fiormó›ar Torfasonar og Grágásarhandrit. Bá›a titlana er a›
finna í vir›ingarger›inni yfir bókasafn Benedikts en umrætt Grágásarhandrit
mun vera fla› sem var í foliobroti og innihélt m.a. Járnsí›u. fia› var uppskrift
af AM 338 fol sem Ásgeir Jónsson haf›i gert ári› 1694. Árni lána›i Oddi
Sigur›ssyni handriti› til afritunar veturinn 1722-1723 og lét hann Sigur› Vig-
fússon Íslandströll skrifa fla› upp fyrir sig. Árni eigna›ist sí›ar handrit Odds
og fékk svo Benedikt fla›.43
Í bréfinu minnist Benedikt á Kaupmannahafnarbrunann sem haf›i geisa›
ári› á›ur og vottar Árna samú› sína yfir flví a› eldurinn hafi læst sig í hús
hans og bókasafn. Hann bi›ur Árna fló um a› uppfylla lofor› sitt um handrita-
láni› og a› hann skili sér jafnframt Sturlunguhandriti sínu, séu umrædd hand-
rit óbrunnin. Me› Hofsósskipi ári› á›ur haf›i hann sent Árna n‡ja l‡singu á
Kröflu me› ósk um a› hann léti fl‡›a og prenta hana fyrir sig. Sökum skip-
ska›ans hyggst hann láta fla› bí›a, fló hann eigi afrit til, flví enn séu jar›hrær-
ingar í gangi.44
Af Rau›askri›ubréfinu má sjá hva› Benedikt var a› s‡sla fyrir Árna ári›
1728 flví a› öll sú vinna hvarf í hafi› me› Hofsósskipi og hann flurfti a› hefj-
ast handa á n‡. fiar á me›al voru uppskriftir af máldögum sem Árni haf›i ósk-
a› sérstaklega eftir. Gottskálks og Go›svins biskupa bréf, sem Benedikt haf›i
líklega greint Árna frá í Kaupmannahöfn og voru til í Bólsta›arhlí› í ungdæmi
hans, haf›i hann fló ekki geta› haft upp á. Benedikt kve›st ómögulega geta
sent afrit af máldögunum nú flví flestum hafi veri› skila› og a› auki væri hann
hla›inn ö›rum störfum en lofa›i engu a› sí›ur a› gera hva› hann gæti. Me›
Hofsósskipi hvarf einnig uppskrift af Artúrs kappa sögum eftir handriti Bene-
dikts en til a› uppfylla lofor› sín segist hann senda Árna nú sjálft forriti›.
Hann kve›st fló ekki geta sent áttflættings rímu af fiór›i hre›u eftir fiorvald
Magnússon en lofar henni a› ári geti hann útvega› skrifara.45
43 Arne Magnussons private brevveksling, bls. 629, sjá einnig bls. 158-159; Jón Margeirsson,
„Bréf Árna Magnússonar til Íslands 1729.“, bls. 124 og 129-159; Arne Magnussons i AM.
435 A-B, 4to indeholdte Håndskriftfortegnelser, bls. 51; Katalog over den Arnamagnæanske
håndskriftsamling I, bls. 277. Um Sigur› Vigfússon, sjá Páll Eggert Ólason: Íslenzkar ævi-
skrár IV, bls. 272-273.
44 Arne Magnussons private brevveksling, bls. 630. Or› Benedikts gætu gefi› til kynna a› Árni
hafi a›sto›a› vi› a› koma Kröflubæklingi hans á prent ári› 1726.
45 Arne Magnussons private brevveksling, bls. 629-630. fiorvaldur Magnússon mun hafa unni›
fyrir sér sem skáld og héldu heldri menn honum uppi en í sta›inn orti hann fyrir flá, sbr.
Finnur Sigmundsson, Rímnatal II, bls. 150-151. Vel má vera a› fiorvaldur hafi dvali› um hrí›