Gerðir kirkjuþings - 1966, Page 2
Fimmta Kirkjuþing hinnar íslenzku þjóðkirkju var kvatt
saman í Reykjavík sunnudaginn 2. október 1966 og sat til laugar-
dagsins 15. sama mán.
Þingið hófst með messu í Dómkirkjunni kl. 17 sunnud. 2. okt.
Þar prédikaði kirkjuþingsm. sr. Þorsteinn B. Gíslason, prófastur,
en fyrir altari þjónuðu sr. úskar J. Þorláksson, dómkirkjuprestur,
og kirkjuþingsm. sr. Þorgrímur Sigurðsson, prófastur. Altarisganga
var fjölmenn.
Þingsetning fór fram í fundarsal Neskirkju mánudaginn 3. okt
kl. 10. Voru þingfundir og nefndafundir haldnir á þeim stað eins
og að undanförnu.
Forseti þingsins, herra Sigurbjörn Einarsson, biskup, setti
þingið með ritningarlestri og bæn en sunginn var sálmur á undan.
Því næst ávarpaði biskup þingfulltrúa og gerði grein fyrir verk-
efnum þingsins. í ræðu sinni minntist biskup fyrrv. kirkjuþings-
manns, Jóns Jónssonar, bónda á Hofi, en hann andaðist 30. maí s.l.
Hann sat á Kirkjuþingi fyrsta kjörtímabil þess (1958-64). Heiðruðu
þingfulltrúar minningu hans með því að rísa úr sætum.
Að tillögu biskups var samþykkt að senda kveðju ekkju hans,
frú Sigurlínu Björnsdóttur.
Þinginu barst skeyti með árnaðaróskum frá kirkjumálaráðherra
Jóhanni Hafstein, en hann var á sjúkrahúsi og gat því ekki komið t
þings. Samþykkt var að senda honum kveðju og þakkir. Einnig var
forseta íslands, herra Ásgeiri Asgeirssyni, send kveðja og bárust
þinginu heillaóskir hans daginn eftir.
Á þessum fyrsta fundi var kosin kjörbrófanefnd og hlutu
kosningu: Steingrímur Benediktsson, Þórður Möller, sr. Þorgrímur
Sigurðsson, sr. Björn Magnússon og sr. Sigurður Guðmundsson.
Fjórir þingmenn höfðu tjáð forföll: Þingm. III. kjörd. af leik-
manna hálfu, Friðjón Þórðarson,sýslum., þingm. V. kjörd. af leik-
manna hálfu, Sigurjón Jóhannesson, skólastjóri, þingm. VI. kjörd.
af hálfu kennimanna, sr. Þorleifur Kristmundsson, og þingm. VII.
kjörd., af hálfu leikmanna, Erlendur Björnsson, hreppstj.