Gerðir kirkjuþings - 1966, Blaðsíða 5
5. Kirkjuþing
1. mál
Frumvarp til laqa um skipun
prestakalla oq prófastsdæma
og um
Kristnisjóð
Frumvarp þetta var samið af nefnd, er kirkjumálaráðherra
skipaði 23. apríl 1965. Hafði það verið lagt fyrir presta-
stefnu s.l. vor, er tók það til meðferðar og gerði ýmsar
tillögur til breytinga. Hafa till. prestastefnunnar verið
sendar prestum og kirkjuþingsmönnum, ásamt frv. nefndarinnar.
Kirkjuráð tók frv. til vandlegrar athugunar á fundum frá
22. sept. til 30. s.m., með hliðsjón af tillögum prestastefn-
unnar. Breytingatill. prestastefnu og kirkjuráðs voru lagðar
fram á Kirkjuþingi sem fylgiskjöl með frv.
Kirkjuráð lagði til að ályktun um Kristnisjóð, sem samþykkt var
á Kirkjuþingi 1964, væri skeytt við frv. um skipun prestakalla
og prófastsdæma og gerði kirkjuráð nokkrar breytingar á þeirri
ályktun og jók nokkru við hana um leið og það gekk frá henni í
lagafrumvarpsformi.
Kirkjumálaráðherra hafði hugsað sér að flytja mál þetta á
Kirkjuþingi, en gat ekki komið því við sakir sjúkleika og mæltist
þá til, að biskup tæki að sér flutning þess.
Rétt þykir að tillögur kirkjuráðs fylgi hér með, þar eð þær hafa
ekki verið kynntar utan vébanda Kirkjuþings.
Málinu var að lokinni fyrri umræðu vísað til löggjafarnefndar.
Hún skilaði áliti sínu þriðjudag 11. okt. og var önnur umræða
daginn eftir. Ýmsar breytingatillögur komu fram við nefndar-
álitið við 2. umræðu. Var umræðunni frestað og málinu vísað til
nefndarinnar að nýju.
Að lokinni umræðu var samþykkt það frv. , er hér fer á eftir: