Gerðir kirkjuþings - 1966, Blaðsíða 16

Gerðir kirkjuþings - 1966, Blaðsíða 16
sóknarinnar er, skylt að annast ]?ar guðsþjónustur án sérstaks endurgj alds. 15. gr. Þegar sóknarkirkja er lögð niður, skulu eignir hennar og andvirði renna til þeirrar eða þeirra kirkna, er sóknin hverfur til, og skiptast á milli þeirra í réttu hlutfalli við tölu þeirra gjalder.da. er hverri sókn bsetist v.ið niðurlagningu sóknarinnar. Nó eyðist kirkjusókn gersamlega að fólki eða söfnuður er orðin svo fámennur, að hann getur ekki haldið kirkju messufærri að dómi hlutaðeigandi sóknarprests og prófasts, og skal þá prófast- ur taka við sjóði kirkjunnar og umsjón hennar. Kirkjustjórn ákveð- ur síðan, að fengnum tillögum héraðsprófasts, hvort kirkjan skuli lögð niður. Ef svo verður, varðveitist andvirði hennar og sjóður .. hinum almenna kirkjusjóði. Þau heimili, sem eftir kynnu að vera í sókninni skulu lögð til annarar sóknar eða sókna eftir ákvörðun kirkjustjórnar. Byggist sóknin á ný og sóknarmenn ákveða að endurreisa kirkju, skal veita henni sóknarréttindi að nýju og afhenda sjóð hinnar niðurlögðu kirkju. 16. gr. Heimilt er kirkjustjórn að ákveða, að fenginni umsögn sóknarnefnda prestakalls og með ráði sóknarprests og héraðsprcf asts, að flytja skuli prestssetur á hentugri stað í prestakallinu. Akvörðun um þetta efni skal birt í B- deild Stjórnartíðinda. 17. gr. Víðlend og afskekkt prestaköll skulu njóta staðaruppbóta samkvæmt mati kirkjustjórnar á staðháttum að fengnum tillögum stjórnar prestafélags íslands. 18. gr. NÓ tekst ekki að fá prestakall skipað í fimm ár, og er þá kirkjustjórn heimilt að sameina það öðru prestakalli eða öðrum. NÚ hefur prestakall lagzt niður með þessum hætti og skal það tekið upp að nýju, ef tala íbúa og aðrar aðstæður gera það eðlilegt að mati kirkjustjórnar.

x

Gerðir kirkjuþings

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.