Gerðir kirkjuþings - 1966, Blaðsíða 17

Gerðir kirkjuþings - 1966, Blaðsíða 17
19. gr. Kostnaður við embættisferðir prófasta innan hvers prófasts- dæmis greiöist úr ríkissjóði eftir reikningum, sem ráðherra úrskurðar. 20. gr. Kirkjustjórnin hlutast til um, að þær breytingar á skipun prófstsdæma og prestakalla, sem ákvæði 1. gr. hafa í för með sér, komist á svo fljótt sem við verður komið eftir gildistöku Þessara laga B. 21. gr. Stofnaður skal sjóður er nefnist Kristnisjóður. 22. gr. Stofnfe sjóðsins er: a. Kirkjujarðasjóður• Skal sá sjóður lagður niður og renna í Kristnisjóð. b. Andvirði kirkjujarða, annara en prestssetursjarða, sem seldar verða eftir gildistöku laga þessara. 23. gr. Tekjur Kristnisjóðs skulu vera: a. Vextir af stofnfó Kristnisjóðs. b. Árlegt framlag úr ríkissjóði er samsvari opinberum kostnaði af þeim prestaköllum, sem lögð eru niður samkvæmt lögum þessum og við síðari breytingar á prestakallaskipun landsins. Skal miða við full prests- laun, eins og þau eru á hverjum tíma, svo og vió áætlaðan opinberan kostnað af prestssetri. c. Önnur framlög, sem ákveðin kunna að vera með lögum. d. Frjáls framlög safnaða, einstaklinga og fyrirtækja.

x

Gerðir kirkjuþings

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.