Gerðir kirkjuþings - 1966, Page 17
19. gr.
Kostnaður við embættisferðir prófasta innan hvers prófasts-
dæmis greiöist úr ríkissjóði eftir reikningum, sem ráðherra
úrskurðar.
20. gr.
Kirkjustjórnin hlutast til um, að þær breytingar á skipun
prófstsdæma og prestakalla, sem ákvæði 1. gr. hafa í för með
sér, komist á svo fljótt sem við verður komið eftir gildistöku
Þessara laga
B.
21. gr.
Stofnaður skal sjóður er nefnist Kristnisjóður.
22. gr.
Stofnfe sjóðsins er:
a. Kirkjujarðasjóður• Skal sá sjóður lagður niður og
renna í Kristnisjóð.
b. Andvirði kirkjujarða, annara en prestssetursjarða, sem
seldar verða eftir gildistöku laga þessara.
23. gr.
Tekjur Kristnisjóðs skulu vera:
a. Vextir af stofnfó Kristnisjóðs.
b. Árlegt framlag úr ríkissjóði er samsvari opinberum
kostnaði af þeim prestaköllum, sem lögð eru niður
samkvæmt lögum þessum og við síðari breytingar á
prestakallaskipun landsins. Skal miða við full prests-
laun, eins og þau eru á hverjum tíma, svo og vió áætlaðan
opinberan kostnað af prestssetri.
c. Önnur framlög, sem ákveðin kunna að vera með lögum.
d. Frjáls framlög safnaða, einstaklinga og fyrirtækja.