Gerðir kirkjuþings - 1966, Qupperneq 28

Gerðir kirkjuþings - 1966, Qupperneq 28
-2- Biskuparáð fer með umboð þjóðkirkju íslands út á við og fyrirsvar hennar í þeim málum, sem ekki varða sérstaklega einstök biskupsdæmi. Biskuparáð getur falið einum biskupanna að fara með einstaka málaflokka eða að hafa á hendi umboð þjóðkirkjunnar í einstökum atriðum. Allir biskuparnir eru sjáifkjörnir til setu á Kirkjuþingi og í Kirkjuráði, en Reykjavíkurbiskup er forseti þessara stofnana beggja. 5.gr. Reykjavíkurbiskup vígir biskupa, ef því verður komið við, en ella sá biskup, sem hærri er að embættisaldri. Se embættisaldur jafn vígir sá biskup sem eldri er að árum, nema biskuparáð ákveði annað. 6. gr. Biskupar fara hver um sig með öll sérmál biskupsdæmis síns. Þeir vígja presta og kirkjur biskupsdæmisins og framkvæma annað það í biskupsdæminu, sem lög, reglur eða venjur fella undir biskupsvald. Biskupar skipa prófasta og má skipun í prófastsembætti vera til ákveðins tíma. Skálholtsbiskup hefur forræði Skálholtsstaðar í umboði þjóðkirkju íslands og skipar forsæti í Kirkjuráði þegar ráðstafað er árlegu framlagi til staðarins samkvæmt lögum nr. 32/1963. 7. gr. Biskupar skulu halda prestastefnu ár hvert, hver í sínu biskupsdæmi. Reykjavíkurbiskup boðar til allsherjar prestastefnu, þegar biskuparáð ákveður, að slík prestastefna skuli haldin, og er forseti hennar. 8. gr. Biskupar skulu vísitera biskupsdæmi sín eigi sjaldnar

x

Gerðir kirkjuþings

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.