Fréttablaðið - 11.06.2015, Page 4
11. júní 2015 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 4
Og ég
hræðist það
vegna þess að
ég veit að það
mun hafa
slæm áhrif á
heilbrigðis-
kerfið til framtíðar.
Ólafur G. Skúlason, formaður Félags
hjúkrunarfræðinga.
LEIÐRÉTT
Lesa má úr frétt í blaði gærdagsins að
Selfosslína 3 og Hellulína 2 kosti tæpar
600 milljónir króna. Það er hins vegar
kostnaður Landsnets við lagninguna
eina. Strengirnir sjálfir kosta sem svarar
rúmum 370 milljónum og heildarkostn-
aður því tæpur milljarður króna.
Sunna, ertu í fatageira?
„Er algjör algjör myndlistargeira.“
Sunna Ben myndlistarkona hefur hannað
ermalausa boli í tilefni samkomu sem boðað
hefur verið til á Austurvelli á laugardag til
stuðnings frelsun geirvörtunnar.
UMHVERFISMÁL
Starfsleyfi endurnýjað
Umhverfisstofnun hefur gefið út
endurnýjað starfsleyfi fyrir rekstur
kítín- og kítósanverksmiðju Primex
ehf. á Siglufirði. Ekki voru gerðar nema
smávægilegar orðalagsbreytingar á
sjálfum starfsleyfistextanum við útgáfu
starfsleyfisins sem gildir til 3. júní
2031, segir á vef Umhverfisstofnunar.
UPPLÝSINGATÆKNI Apple hefur á
heimsvísu kallað inn ferðahátal-
ara sem nefnast Beats Pill XL
vegna hættu á að rafhlaða þeirra
ofhitni og valdi eldhættu.
Fram kemur á vef Mannvirkja-
stofnunar, sem vekur athygli á
innköllun Apple, að hátalararnir
hafi verið seldir um heim allan
frá því í byrjun síðasta árs. Fólk
gæti því hafa keypt hátalara
þessarar tegundar á ferðalögum
erlendis eða í verslunum sem
selja Apple-varning hér á landi.
Leiðbeiningar um skil á vör-
unni er að finna á vef Apple
(www.apple.com/is/support/
beats-pillxl-recall). - óká
Innköllun Apple á heimsvísu:
Eldhætta af
ferðahátalara
SAMGÖNGUR Viðræður eru hafnar
milli Akureyrar- og Egilsstaða-
flugvallar við erlenda aðila um að
hefja millilandaflug.
Forsætisráðuneytið skip-
aði starfshóp í vor til að kanna
möguleika á millilandaflugi um
flugvellina á Akureyri og Egils-
stöðum og hefur sú vinna borið
þann árangur að viðræður eru
hafnar milli flugvallanna beggja
og erlendra aðila um mögulegt
samstarf í millilandaflugi.
Ef samningar næðust yrði það
tvímælalaust lyftistöng fyrir
ferðaþjónustu vítt og breitt um
landið auk þess sem það myndi
dreifa álagi af völdum ferða-
manna betur um landið. - sa
Millilandaflug úti á landi:
Flugfélög hafa
haft samband
PÁFAGARÐUR Frans páfi hefur
samþykkt stofnun sérstaks
dómstóls til að fjalla um mál
kaþólskra biskupa sem hafa hald-
ið hlífiskildi yfir barnaníðingum
í röðum presta.
Fyrir nokkrum árum kom upp
hvert málið á fætur öðru innan
kaþólsku kirkjunnar í Bandaríkj-
unum, á Írlandi, í Belgíu, á Ítalíu,
í Þýskalandi og víðar, þar sem
prestar höfðu framið kynferðis-
brot gagnvart börnum en bisk-
upar séð til þess að málin yrðu
þögguð niður.
Á síðasta ári sætti Páfagarður
harðri gagnrýni af hálfu Samein-
uðu þjóðanna fyrir að taka ekki
nægilega vel á þessum málum.
- gb
Nýr dómstóll í Páfagarði:
Dregur biskupa
til ábyrgðar
HÁTALARINN Beats Pill XL hátalarar
hafa verið seldir um heim allan frá því í
janúar í fyrra. MYND/APPLE
FRANS PÁFI Biskupar komast ekki
lengur upp með að halda hlífiskildi yfir
barnaníðingum. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA
SAMFÉLAG „Ríkisstjórnin verður að axla
ábyrgð á vanda sem er samfélagslegur og
verður ekki leystur af einstaklingum eða
frjálsum félagasamtökum einum,“ segir í opnu
bréfi til íslensku ríkisstjórnarinnar sem fem-
íníska vefritið Knúz birti á vefsíðu sinni í gær.
Bréfið er sent vegna byltingar á samfélags-
miðlum undanfarið þar sem fjölmargar konur
hafa sagt frá kynferðisofbeldi sem þær hafa
orðið fyrir.
„Í nær öllum tilvikum eru karlmenn gerend-
ur. Það liggur fyrir að þolendur munu þurfa
stuðning til að vinna úr áfallinu og að sama
skapi er ljóst að kynbundið ofbeldi er gríðar-
legt samfélagslegt mein sem full ástæða er að
vinna bug á,“ segir í bréfinu. Ellefu spurning-
ar til ráðherra ríkisstjórnarinnar eru settar
fram. Meðal annars er spurt hvort ríkisstjórn-
in ætli að grípa til sérstakra aðgerða vegna
frásagnanna, hvort samtök og stofnanir fái
aukafjárveitingar til að berjast gegn kyn-
ferðisofbeldi og hvort menntamálaráðherra
muni beita sér fyrir auknum forvörnum.
Ritstjórn Knúz segir það ljóst að mikið verk
sé óunnið og réttast væri að hrinda af stað
sérstöku átaki í nafni þjóðaröryggis þar sem
aðgerðir til að sporna gegn kynferðisofbeldi
yrðu kynntar auk aðstoðar við fórnarlömb. - þea
Femíníska vefritið Knúz birti opið bréf til ríkisstjórnar Íslands þar sem ráðherrar eru spurðir spurninga:
Vandinn ekki leystur af einstaklingum
ÁSKORUN Knúz skorar á ráðherra ríkisstjórnarinnar
að beita sér gegn kynferðisofbeldi. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
KJARAMÁL Í venjulegu árferði
hefðu fengist um 600 tonn af
afurðum úr slátrun á tæplega
3.000 nautgripum á því tímabili
sem verkfall dýralækna hefur
staðið, frá 20. apríl, að því er fram
kemur á vef Félags íslenskra kúa-
bænda.
„Við blasir því að víða er farið
að þrengjast verulega um í fjós-
um. Sárafáar undanþágur hafa
fengist til slátrunar nautgripa.
Undan þágur eru eingöngu veittar
á grundvelli sjónarmiða um dýra-
velferð og er gerð krafa um úttekt
dýralæknis á stöðu dýravelferðar á
viðkomandi búi, eigi undanþága að
fást,“ segir í umfjöllun félagsins.
Augaleið gefi að slátrun á fáum
gripum í senn yrði bæði „hrika-
lega“ kostnaðarsamt og tímafrekt.
„Það er því niðurstaða Lands-
sambands kúabænda að þær leik-
reglur sem settar hafa verið til
að fá undanþágur frá verkfalls-
aðgerðum eftirlitsdýralækna séu
óframkvæmanlegar og alger-
lega ótækar frá sjónarhóli naut-
griparæktarinnar.“ Bændur hafi
sýnt kjarabaráttu dýralækna
þolinmæði og skilning, en þegar
aðgerðir standi svo mánuðum
skiptir og haldi „nautgriparækt-
inni einni í gíslingu“ sé mál að
linni. - óká
Undanþáguferli í verkfalli sagt óásættanlegt fyrir nautgriparæktendur:
Nautgriparæktin sögð í gíslingu
KÁLFAR Bolakálfar á bás sínum. Bændur eru langþreyttir á verkfalli dýralækna.
FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
KJARAMÁL „Ríkissáttasemjari
sleit fundi án niðurstöðu og engin
skýr svör eru um framhaldið,“
segir Þórunn Sveinbjarnardótt-
ir, formaður Bandalags háskóla-
manna, eftir samningafundi
þeirra við ríkið var slitið rétt
fyrir klukkan tíu í gærkvöldi.
BHM fékk tilboð frá ríkinu í
gær sem samninganefndin kann-
aði hjá baklandi sínu í samninga-
nefndum aðildarfélaganna.
„Að mati okkar baklands þótti
vera þarna grundvöllur til að
semja ef það væri til tveggja ára.
Ríkið féllst ekki á það og það er
ljóst að ríkið er ekki tilbúið til
að semja um kjarabætur fyrir
háskólamenntað starfsfólk sitt,“
segir Þórunn.
Aðspurð segist hún hafa miklar
áhyggjur af lögum á verkfallið.
„Þau hafa verið að hóta okkur
lögum á verkfallið í allan dag
[í gær] ef ekki væri samið. Lög
á verkfallið yrði versta mögu-
lega niðurstaðan og myndi ekki
gagnast neinum.“
Fundi samninganefnda hjúkrun-
arfræðinga og ríkisins lauk hins
vegar án árangurs um tvöleyt-
ið, en hann hófst klukkan ellefu.
Annar fundur var ekki boðaður.
Ólafur G. Skúlason, formað-
ur Félags íslenskra hjúkrunar-
fræðinga, segir stöðuna lítið hafa
breyst frá því í síðustu viku.
„Það kom ekkert formlegt til-
boð fram á þessum fundi,“ segir
hann og kveður hjúkrunarfræð-
inga líta svo á að þeir hafi gefið
það mikið eftir af sinni kröfu-
gerð að næsti leikur sé ríkisins.
„Og okkur finnst þeir ekki nálg-
ast okkar kröfur nógu mikið.“
Í þeim efnum kveðst Ólafur
óttast að ríkið bregðist við með
lagasetningu á verkfallið. „Og
ég hræðist það vegna þess að ég
veit að það mun hafa slæm áhrif
á heilbrigðiskerfið til framtíðar.“
Hvort hjúkrunarfræðingar
muni segja upp í hrönnum segir
Ólafur erfitt að fullyrða nokkuð
um. Hann segist hins vegar heyra
úr röðum síns fólks að það muni
ekki sætta sig við lagasetningu.
„En hvað fólk gerir er náttúrlega
þess ákvörðun.“ - okr / - srs
Fundi BHM og ríkis
slitið án niðurstöðu
Formaður BHM segir lög á verkfallið ekki munu gagnast neinum. Enginn árangur
var af fundi þeirra með ríkinu í gær. Samningafundur BHM og ríkisins stóð frá níu
að morgni og fram á kvöld. Hjúkrunarfræðingar óttast einnig lagasetningu.
ÞUNG Á BRÚN „Það er ljóst að ríkið er ekki tilbúið til að semja um kjarabætur við
háskólamenntað starfsfólk sitt,“ sagði Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM,
þegar fundi samninganefndanna var slitið í gærkvöldi. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
SPURNING DAGSINS
Skógarhlíð 18 • Sími 595 1000
www.heimsferdir.is
B
irt
m
eð
fy
rir
va
ra
u
m
p
re
nt
vi
llu
r.
H
ei
m
sf
er
ði
r á
sk
ilj
a
sé
r r
ét
t t
il
le
ið
ré
tt
in
g
a
á
sl
ík
u.
A
th
. a
ð
ve
rð
g
et
ur
b
re
ys
t á
n
fy
rir
va
ra
.
Krít
Frá kr. 131.900
m/allt innifalið
Netverð á mann frá kr. 131.900 m.v. 2 fullorðna og 2 börn í íbúð.
Netverð á mann frá kr. 156.900 m.v. 2 fullorðna í stúdíó.
22. júní
í 10 nætur
Maleme Mare
th
.
th
.
tht
ve
að
v
eeveveve
að
v
ee
að
v
e
að
vevevevvv
ð
vv
að
vvvvvv
ð
v
ð
vvvv
ð
v
ð
v
ð
v
ð
v
ð
vvvvv
ð
v
ð
vv
ð ðððððððððððððððððaaaaaaaaa
ð
g
e
rð
g
ee
rð
g
ee
rð
g
eee
rð
g
e
rð
g
e
rð
g
e
g
e
rð
g
e
ð
g
eeee
rð
g
ee
g
e
g
ee
g
e
g
e
g
e
g
e
g
e
g
ee
g
e
g
e
rð
g
e
g gggggggg
rð
gggggggggggg
rð
rðð
ðrð
ð ð rðrð
rð
ð rðrððrðrðrðððððrðrðrðððrðrððrððrðrððrððððrðrðrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrr
bbbbbbb
tu
r
tut
yseyy
sys
re
yys
re
y
re
y
r
a.aa
SÉ
RT
ILB
OÐ
0
3
-1
2
-2
0
1
5
2
3
:3
6
F
B
0
7
2
s
_
P
0
6
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
5
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
0
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
1
7
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
7
5
8
-2
7
7
C
1
7
5
8
-2
6
4
0
1
7
5
8
-2
5
0
4
1
7
5
8
-2
3
C
8
2
8
0
X
4
0
0
3
B
F
B
0
7
2
s
_
1
0
_
6
_
2
0
1
5
C
M
Y
K