Fréttablaðið


Fréttablaðið - 11.06.2015, Qupperneq 12

Fréttablaðið - 11.06.2015, Qupperneq 12
11. júní 2015 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR GOLFSÍÐAN | 12 „Ég vil bara láta þig vita eitt,“ sagði Jón Steinar Gunnlaugsson (25.0) lögmaður við blaðamanninn (18.7) þegar verið var að skipuleggja golf- hringinn sem hér er til umfjöllun- ar. Jón Steinar dró niður röddina þannig að ómögulegt var annað en veita því fulla athygli hvað hann ætlaði að segja. Svo kom tilkynn- ingin ísmeygileg: „Ég ætla að vinna þig.“ Tónninn var dáleiðandi og það kvarnaðist ósjálfrátt úr sjálfstraustinu – einhvern veginn var ekki annað hægt en trúa þessu og það þurfti að hafa fyrir því að hrista af sér þessi álög: Svona vinna þeir þá þessir laganna refir. Óvæntur makker Jóns Steinars Hugmyndin var að slást í hópinn með lögmönnum og dómurum sem spila gjarnan golf saman. Þar er Jón Steinar foringinn en í hópnum eru meðal annarra Brynjar Níels- son alþingismaður og Ólafur Börk- ur Þorvaldsson hæstaréttardóm- ari. Jón Steinar var að tilkynna forföll fyrir Ólaf Börk, það væri svo mikið að gera í réttinum. Jón Steinar hafði hins vegar mann og ekki ónýtan á kantinum til að hlaupa í skarð- ið fyrir dómarann: Björgvin Þorsteinsson (3.7) lög- mann og margfaldan Íslandsmeist- ara í golfi. Jón Steinar, sem hefur spilað golf árum saman, er með um 25 í forgjöf og hann var búinn að reikna dæmið til enda: Hann og Björgvin áttu að vera saman í liði gegn blaðamanninum og Brynjari. Goðsögn bætist í hollið Jæja, „the game was on“, en blaða- maður sá sæng sína upp reidda. Með fullri virðingu fyrir Brynjari þá var ekki mikil von til þess að okkur tveimur, sem erum slarkar- ar í golfinu sé miðað við forgjöf, ættum mikið í snillinginn Björg- vin, herra Hola í höggi; hann hefur oftar fengið ás í golfinu en flest- ir. Nema, enn hringir Jón Steinar. Brynjar forfallaðist og lögmaður- inn spurði kurteislega: „Ég vona að þér þyki ekki verra en ég er búinn að fá annan mann í hans stað.“ Aldrei að spyrja spurninga sem þú veist ekki svarið við. „Ásgeir Sigurvinsson (9.5) er mikill vinur minn og hann gæti fyllt hollið.“ Tónninn í rödd Jóns Steinars var með þeim hætti að sá sem neitaði svo góðu boði væri galinn. Og það stóð heima. Ekki bara að blaða- maður hafi dýrkað Ásgeir, allt frá því hann sá þessa goðsögn í fót- boltanum afgreiða A-Þýskaland á sínum tíma, heldur er Ásgeir mjög góður golfari. Varamannabekkur Jóns Steinars var greinilega vel skipaður, þetta var orðið rándýrt holl. Spilað lengur með færri höggum Menn mættu hressir í bragði á teig á tilskyldum tíma. Jón Steinar gantaðist með það að Björgvin hefði spilað golf 50 árum lengur en hann sjálfur, Björgvin sagði að það gæti verið, en með færri höggum. Grafarholtsvöllur er einhver allra skemmtilegasti völlur landsins og hann var í góðu standi. Jón Steinar, Ásgeir og Björgvin eru allir með- limir í þessum elsta golfklúbbi landsins, sem stofnaður var 1934. Jón Steinar lagði upp leikfyrir- komulagið. Þetta væri holukeppni, ekkert vesen, samanlögð stig, eða punktar, miðað við forgjöf. Jájá, ók. Sérhannaðir leiðir fyrir Jón Steinar Það var spenna á 1. teig, Ásgeir átti frábært upphafshögg, blaðamaður- inn einnig, miðað við getu, Björg- vin missti boltann aðeins til hægri og Jón Steinar sló honum eilítið út í móann en fékk vinahopp og var vel sláanlegur. Það átti eftir að sýna sig þegar leið á leikinn að Jón Steinar kann vel á völlinn og eitt sinn sló hann að því er virtist í gegnum grjótvaxinn móa, einhver leynigöng sem hann einn vissi um. Ekki er ætlunin að rekja leikinn högg fyrir högg. Framan af leit vel út með viðureignina. Jón Steinar og Björgvin voru undir fyrstu hol- urnar og foringinn hafði engan húmor fyrir því þegar hann fór eftir vinnuvélagötu út í móa í leit að kúlu sinni og blaðamaður spurði hvort að þarna væri búið að leggja veg sér- staklega fyrir hann? Sígur á ógæfuhliðina Galgopahátturinn átti eftir að hefna sín því nú fór að síga á ógæfu- hliðina, Jón Steinar setti í gírinn eftir fáeinar holur og þegar meistar- inn Björgin fór að negla niður fugl- unum, einum fimm þennan hring- inn, snerist taflið við. Ásgeir spilaði gott og stöðugt golf en því miður var þetta upp og niður hjá blaðamann- inum. Hann missti hausinn ef högg misheppnaðist. Eins glatað og það nú er, var salt í sárin að vera að draga átrúnaðargoð sitt niður. En, það verður að segja Ásgeiri til hróss að hann var alveg einstaklega þægi- legur makker. Allir spiluðu þeir þrír á sinni forgjöf en blaðamaður ekki og því fór sem fór. Kampakátir hrósuðu þeir Jón Steinar og Björgvin sigri, eftir 15. holu var leik í raun lokið; forskot þeirra var orðið óyfir- stíganlegt. En, fyrst og fremst var þetta ótrúlega skemmtileg- ur hringur. Að leik loknum gaf Björgvin blaðamanni vinsamleg ráð; vera ekki alltaf með þungann á hægri fæti í sveiflunni – en, ekki fyrr en að leik loknum. Það lá að. Refurinn Jón Steinar hafði sigur Í harðri rimmu á Grafarholtsvelli fór Jón Steinar Gunnlaugsson með sigur af hólmi gegn blaðamanni Fréttablaðsins; með útsjónarsemi og þrautseigju. Lærdómur dagsins er sá að það borgar sig að vera með „gameplan“ þegar golfið er annars vegar. JÓN STEINAR LÆTUR DRÆVERINN FINNA FYRIR ÞVÍ Hinir í hollinu fylgjast með fullir aðdáunar. Jón Steinar hefur sérstakan stíl í golfinu, hann hikar dágóða stund en svo, líkt og höggormur, lætur hann til skarar skríða og lætur kylfuna vaða í kúluna. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA GLÆSILEG GOLFSVEIFLA Ásgeir hefur spilað golf árum saman– en algengt er að íþróttamenn snúi sér að golfinu þegar ferlinum lýkur. HVAÐ ER ÞETTA EIGINLEGA LANGT? Jón Steinar vissi nákvæmlega hvert hann var að fara, löngu áður en flautað var til leiks. HERRA HOLA Í HÖGGI Björgvin er sexfaldur Íslandsmeistari í höggleik, og hann hefur farið oftar holu í höggi en aðrir menn, eða tíu sinnum. MEISTARINN BJÖRGVIN MERKIR Á FLÖTINNI Ásgeir Sigurvinsson mundar pútterinn en í baksýn má sjá glæsilegt klúbbhús þessa elsta golf- klúbbs landsins– Golfklúbbur Reykja- víkur var stofnaður árið 1934. Jakob Bjarnar Grétarsson jakob@frettabladid.is Nánar verður greint frá þessari viðureign á Vísi. visir.is 0 3 -1 2 -2 0 1 5 2 3 :3 6 F B 0 7 2 s _ P 0 6 4 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 6 1 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 7 5 A -1 A 2 C 1 7 5 A -1 8 F 0 1 7 5 A -1 7 B 4 1 7 5 A -1 6 7 8 2 8 0 X 4 0 0 9 A F B 0 7 2 s _ 1 0 _ 6 _ 2 0 1 5 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.