Fréttablaðið - 11.06.2015, Page 16

Fréttablaðið - 11.06.2015, Page 16
11. júní 2015 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR FJÖLSKYLDAN | 16 Þeir sem vinna í opnu rými eru að meðaltali truflaðir elleftu hverja mínútu. Það hefur ekki bara áhrif á vinnufrið, heldur einnig framleiðni. Þetta eru niðurstöður alþjóðlegrar rannsóknar á vegum bandaríska húsgagnaframleiðandans Steel- case. Alls tóku 10.500 einstaklingar í 14 löndum þátt í rannsókninni. Af þeim sögðust 85 prósent ekki geta einbeitt sér í vinnunni en 11 prósent sögðust vera ánægð með vinnu umhverfi sitt. Síðarnefndi hópurinn átti auðveld- ara með að einbeita sér. Á fréttavef sænska blaðsins Dagens Nyheter er haft eftir Gunn- ari Aronssyni, prófessor í vinnu- og skipulagssálfræði við Háskólann í Stokkhólmi, að afar fáar rann- sóknir leiði í ljós að opið skrifstofu- rými sé jákvætt fyrir starfsmenn. Rannsóknir hafi ekki bara sýnt fram á ónæði, heldur séu veikindi algengari hjá þeim sem starfa í opnu skrifstofurými. Dagens Nyheter greinir frá því að með opnu skrifstofurými, sem farið var að nota á sjötta áratug síðustu aldar, hafi átt að auka sam- vinnu starfsmanna og hugmynda- vinnu. Nú snúist þetta frekar um sparnað, pláss og möguleika á breytingum. Tekið er fram að ein- beitingarskortur starfsmanna kosti talsverða fjármuni. Rannsókn á vegum Gallup sýni að eingöngu í Bandaríkjunum sé kostnaður fyrir- tækja vegna þess 450 til 500 millj- arðar Bandaríkjadala á ári. Truflunin er ekki bara sögð draga úr framleiðni starfsmanna, heldur einnig áhuga þeirra. Gunnar Aronsson bendir á að sá sem er í starfi sem hann hefur persónu legan áhuga á geti orðið fyrir miklum vonbrigðum nái hann ekki að vinna verk sitt vel. ibs@frettabladid.is Ónæði í vinnunni elleftu hverja mínútu Niðurstöður alþjóðlegrar rannsóknar sýna að 85% starfsmanna í opnu skrifstofu- rými geta ekki einbeitt sér. Veikindi algengari hjá þeim sem vinna í opnu rými. ÞREYTA Kostnaður vegna einbeitingarskorts starfsmanna kostar fyrirtæki í Bandaríkjunum 450 til 500 millj- arða dali á ári. NORDICPHOTOS/GETTY Skýrt samhengi er á milli meng- unar í andrúmslofti og fæðingar- þyngdar barna, að sögn Davids Q. Rich við Rochester-háskóla í New York í Bandaríkjunum. Hann stýrði rannsókn sem leiddi í ljós að börn sem fæddust í Kína rétt eftir Ólympíuleikana sem haldnir voru þar 2008 voru 23 grömmum þyngri en börn voru almennt við fæðingu. Nokkrum mánuðum fyrir Ólympíu leikana settu kínversk stjórnvöld strangar reglur um akst- ur bíla. Þau lokuðu verksmiðjum og frestuðu byggingarframkvæmdum. Auk þess var efni skotið upp í skýin til að þau mynduðu regndropa sem hreinsa andrúmsloftið, að því er greint er frá á vefnum forskning. no. Þessar aðgerðir báru árangur. Brennisteinsdíoxíð í andrúmsloft- inu minnkaði um 60 prósent, kol- mónoxíð um 48 prósent og köfn- unar efnis mónoxíð um 43 prósent í um sex til sjö vikna skeið. Nokkrir vísindamenn notuðu tækifærið til bera saman fæðingar- þyngd barna þeirra mæðra sem voru á áttunda mánuði meðgöngu meðan Ólympíuleikarnir fóru fram við fæð- ingarþyngd barna fæddra 2007 og 2009 þegar mengunin var jafn mikil og venjulega. Skoðuð var fæðingar- þyngd 83.672 barna og í ljós kom að börn fædd 2008 voru 23 grömmum þyngri en börn fædd árið á undan og á eftir. Bent er á að síðasti hluti meðgöngunnar sé sérstaklega mikil- vægur fyrir vöxt fóstursins. Rannsóknir í Evrópu hafa einnig sýnt fram á samhengi á milli minni fæðingarþyngdar og mengunar í andrúmslofti. - ibs Andrúmsloftið hreinsað vegna Ólympíuleikanna: Minni mengun jók fæðingarþyngdina Í KÍNA Börn sem fæddust rétt eftir Ólympíuleikana í Kína voru þyngri en börn sem fæddust árið á undan og á eftir. NORDICPHOTOS/GETTY Íshokkíklúbbar í Norrköping og Linköping í Svíþjóð ætla í sam- vinnu við heilbrigðisyfirvöld og háskóla að hjálpa of þungum stuðn- ingsmönnum sínum til að halda sér í góðu formi. Á komandi hausti og vori verður 60 einstaklingum á aldrinum 35 til 65 ára sem eru með líkamsþyngdarstuðul yfir 28 boðið að taka þátt í verkefni sem miðar að bættri heilsu. Þátttakendur í verkefninu eiga að hittast einu sinni í viku um 12 vikna skeið. Veitt verður fræðsla um heilbrigðan lífsstíl auk þess sem gerðar verða léttar líkams- æfingar. Fyrirmyndin er námskeið sem haldið var í Skotlandi. Þar léttust þátttakendur um fimm kíló á 12 vikum en 90 prósent þátttakenda luku námskeiðinu. Fjöldi evrópskra klúbba býður nú stuðningsmönnum sínum upp á slík námskeið. Greint er frá árangrinum í rit- inu Lancet. Stuðningsmönnum hjálpað að léttast tímanlega. Ekki geyma það til síðasta dags skila atkvæði þínuMundu að FLÓABANDALAGIÐ ATH! Atkvæði póstleggist í síðasta lagi 18. júní 22. júní er síðasti dagurinn sem þú hefur til að hafa áhrif á niðurstöður í atkvæðagreiðslunni um kjarasamningana Hvergi í heiminum gaf almenning- ur meira til landsnefndar UNICEF, Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, en hér á landi í fyrra. Framlagið sem safnaðist á Íslandi til baráttu UNICEF nemur 12 Bandaríkja- dölum á hvern landsmann, að því er segir í fréttatilkynningu frá UNICEF á Íslandi. Næst á eftir Íslandi kemur Svíþjóð, með 9 dali á hvern landsmann, og þar á eftir Lúxemborg með 7 dali á mann. Um framlög einstaklinga og fyrirtækja er að ræða, ekki ríkisstjórna. Í fréttatilkynningunni kemur jafnframt fram að heims foreldrum á Íslandi hafi fjölgað um 18,5 pró- sent á milli ára. Í lok síðasta árs voru þeir orðnir 26.152 talsins. Mánaðarleg gjöf heimsforeldra gerir UNICEF kleift að bregð- ast samstundis við þegar neyðar- ástand brýst út, vera áfram til staðar fyrir börn eftir að kast- ljós fjölmiðla er farið annað, sinna hjálparstarfi á svæð- um sem njóta engrar fjöl miðla- athygli, skipuleggja hjálparstarf til lengri tíma litið og beita sér á heimsvísu. Í fyrra söfnuðust alls 36,5 milljónir króna frá almenn- ingi og fyrir tækjum í sérstakar neyðar safnanir á vegum UNICEF á Íslandi. Auk þess hafa aldrei fleiri börn tekið þátt í grunnskóla- verkefninu UNICEF-hreyfingunni en um 40 prósenta aukningu er að ræða frá árinu 2013. Heimsforeldrum á Íslandi fjölgaði um 18,5 prósent á milli ára og voru þeir í lok síðasta árs yfir 26 þúsund talsins: Hvergi hærri framlög til UNICEF en hér á landi BARNVÆNT SVÆÐI Eftir jarðskjálftana í Nepal opnaði UNICEF barnvæn svæði í landinu. MYND/UNICEF 450-500 MILLJARÐA DALI á ári kostar einbeitingar- skortur starfsmanna fyrir tæki í Banda- ríkjunum. 0 3 -1 2 -2 0 1 5 2 3 :3 6 F B 0 7 2 s _ P 0 6 8 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 5 7 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 7 5 8 -8 F 2 C 1 7 5 8 -8 D F 0 1 7 5 8 -8 C B 4 1 7 5 8 -8 B 7 8 2 8 0 X 4 0 0 5 A F B 0 7 2 s _ 1 0 _ 6 _ 2 0 1 5 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.